Nýjar meirihlutastjórnir að taka á sig mynd 28. maí 2006 19:44 Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum. Meirihlutinn í bæjarstjórn féll í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum í gær og er höfuðborgin þeirra á meðal. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Mosfellsbæ. Þar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Flokkarnir voru saman í meirihluta á árunum 1994 til 2002 og þeir hafa starfað vel saman í minnihluta síðustu fjögur árin. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna ætla þó að freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður hafa átt sér stað á milli þeirra í dag og halda þær áfram á morgun. Takist samningar þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta í Árborg. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti, Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna og er hann bjartsýnn á að einhver mynd verið komin á nýja bæjarstjórn fljótlega. Sjálfstæðismenn þurfa ekki nema einn af flokkunum í lið með sér til að mynda meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS að þeir ættu í viðræðum við Vinstri-græna og L-lista fólksins um myndun nýs meirihluta. Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins velli. Framsóknarflokkurinn tapaði þó tveimur mönnum og hefur nú aðeins einn mann. Samkvæmt heimildum NFS er vilji fyrir því innan bæjarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna að halda samstarfinu áfram. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum. Meirihlutinn í bæjarstjórn féll í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum í gær og er höfuðborgin þeirra á meðal. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Mosfellsbæ. Þar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Flokkarnir voru saman í meirihluta á árunum 1994 til 2002 og þeir hafa starfað vel saman í minnihluta síðustu fjögur árin. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna ætla þó að freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður hafa átt sér stað á milli þeirra í dag og halda þær áfram á morgun. Takist samningar þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta í Árborg. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti, Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna og er hann bjartsýnn á að einhver mynd verið komin á nýja bæjarstjórn fljótlega. Sjálfstæðismenn þurfa ekki nema einn af flokkunum í lið með sér til að mynda meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS að þeir ættu í viðræðum við Vinstri-græna og L-lista fólksins um myndun nýs meirihluta. Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins velli. Framsóknarflokkurinn tapaði þó tveimur mönnum og hefur nú aðeins einn mann. Samkvæmt heimildum NFS er vilji fyrir því innan bæjarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna að halda samstarfinu áfram.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira