Slitnað hefur upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í Mosfellsbæ. Þær hófust eftir að ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað hreinum meirihluta sínum í kosningunum á laugardag.
Viðræðurnar sigldu hins vegar í strand vegna ágreinings um hvort jafnræði skyldi vera milli flokkanna í skipan embætta og nefnda, en framsóknarmenn héldu fast í þá tillögu, en þeir og Vinstri - grænir fengu einn mann kjörinn en Samfylkingin tvo.
Oddviti framsóknarmanna sendi svo hinum flokkunum bréf í dag þar sem hann sleit viðræðunum formlega á þeim grundvelli. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sitja nú á fundi þar sem þeir ræða við hverja þeir eigi að hefja meirihlutaviðræður, en sjálfstæðismenn geta myndað meirihluta með öllum flokkum þar sem þeir hafa þrjá af sjö bæjarfulltrúum.