Innlent

Samruni Dagsbrúnar og Senu ólögmætur

Gunnar Smári Egilsson forstjóri Dagsbrúnar
Gunnar Smári Egilsson forstjóri Dagsbrúnar
Samkeppniseftirlitið tilkynnti Dagsbrún í gærkvöld að samruni þess fyrirtækis og Senu væri ólögmætur og yrði ógiltur. Virðist helst vísað til markaðsráðandi stöðu Dagsbrúnar á áskriftarsjónvarpsmarkaði. Stjórn Dagsbrúnar ætlar ekki að una þessum úrskurði og mun, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar nú laust fyrir hádegi, skjóta málinu til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sena var áður afþreyingarsvið Skífunnar og rekur meðal annars verslanir með tónlistarefni og tölvuleiki ásamt kvikmyndahúsum. Dagsbrún rekur meðal annars sjónvarpsstöðina NFS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×