Sport

Þáttur um Esso-mótið á Sýn annað kvöld

Esso-mótið heppnaðist með sóma í sumar eins og áður
Esso-mótið heppnaðist með sóma í sumar eins og áður Mynd/Hari

Annað kvöld verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar sérstakur þáttur helgaður Esso-mótinu í knattspyrnu sem fram fór á Akureyri á dögunum, en þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Þorsteinn Gunnarsson íþróttafréttamaður var á svæðinu og tók fjölda viðtala við keppendur og áhorfendur á mótinu. Þátturinn hefst klukkan 20:10 annað kvöld.

Essomót KA er fyrir 5. flokk drengja, 11 til 12 ára, en mótið var haldið í

tuttugasta sinn í sumar og er KA til mikils sóma.

Í þættinum verður brugðið upp svipmyndum af þessu stórskemmtilega móti þar sem lífið er fótbolti frá morgni til kvölds og leikgleðin skín úr hverju

andliti. Að sjálfsögðu skiptast á skin og skúrir en allir eru mættir með

góða skapið í farteskinu. Í þættinum eru viðtöl við fjölmarga þátttakendur

sem fá að láta ljós sinn skína (og leiðist það ekki), foreldra, þjálfara,

enska úrvalsdeildardómarann Dermot Gallagher og fleiri.



Í þættinum er m.a. sagt frá ungum dreng sem fótbrotnaði og missti af

mótinu, eldheitri KA ömmu sem mætti til að styðja við bakið á barnabarni

sínu, leikmenn Völsungs (og fleiri) láta gamminn geisa í brandarahorninu,

matráðskona mótsins segist ekki hafa fengið eina einustu kvörtun yfir

matnum, minni lið sem alla jafna eru lítið í sviðsljósinu eru í nærmynd í

þættinum og að sjálfsögðu er úrslitaleikjunum og lokahófinu gerð góð skil,

svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×