Fagaðilar óttast breytingar 17. ágúst 2006 22:15 Björn Ingi Hrafnsson MYND/Hörður Sveinsson Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna. Borgarráð samþykkti í dag að stofna nýtt leikskólaráð sem á að fara með málefni leikskólanna og daggæslu. Þessi mál hafa verið á forræði menntaráðs síðasta eina og hálfa árið. Björn Ingi vísar því á bug að með þessu sé verið að búa til formannsstól fyrir Sjálfstæðisflokk. Hann segir málefni leikskólans það mikilvæg að þau þurfi sér ráð. Í menntaráði hafi málefni leikskólans aðeins fengið 20% af tíma ráðsins. Í fréttatilkynningu segir að faglegar ástæður liggi að baki ákvörðun borgarstjórnar. Leikskólamálin fái ekki næga umfjöllun eins og er. Málið hafi verið rætt og fulltrúar meirihlutans hafi fengið ábendingar frá fagaðilum. Menntaráð fagnar einnig breytingunum. Fulltrúar leikskólakennara eru þó ekki á sama máli. Stjórn Kennarasamband Íslands sendi frá sér ályktun seinnipartinn í dag þar sem vinnubrögð meirihlutans eru fordæmd. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína. Leikskólastjórar hafa áður sent frá sér svipaða ályktun og Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs, voru í morgun afhentar um 700 undirskriftir leikskólakennara sem mótmæltu klofningi menntaráðs harðlega. Björn Ingi segir þessi viðbrögð lýsa að einhverju leyti hræðslu við breytingar. Þessir sömu aðilar hafi mótmælt þegar fræðsluráð og leikskólaráð voru sameinuð í eitt menntaráð. Hann vilji því fullvissa fólk um að meirihlutinn hyggist standa vel að málum. Nýtt leikskólaráð muni efla leikskólann og styrkja. Fréttir Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna. Borgarráð samþykkti í dag að stofna nýtt leikskólaráð sem á að fara með málefni leikskólanna og daggæslu. Þessi mál hafa verið á forræði menntaráðs síðasta eina og hálfa árið. Björn Ingi vísar því á bug að með þessu sé verið að búa til formannsstól fyrir Sjálfstæðisflokk. Hann segir málefni leikskólans það mikilvæg að þau þurfi sér ráð. Í menntaráði hafi málefni leikskólans aðeins fengið 20% af tíma ráðsins. Í fréttatilkynningu segir að faglegar ástæður liggi að baki ákvörðun borgarstjórnar. Leikskólamálin fái ekki næga umfjöllun eins og er. Málið hafi verið rætt og fulltrúar meirihlutans hafi fengið ábendingar frá fagaðilum. Menntaráð fagnar einnig breytingunum. Fulltrúar leikskólakennara eru þó ekki á sama máli. Stjórn Kennarasamband Íslands sendi frá sér ályktun seinnipartinn í dag þar sem vinnubrögð meirihlutans eru fordæmd. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína. Leikskólastjórar hafa áður sent frá sér svipaða ályktun og Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs, voru í morgun afhentar um 700 undirskriftir leikskólakennara sem mótmæltu klofningi menntaráðs harðlega. Björn Ingi segir þessi viðbrögð lýsa að einhverju leyti hræðslu við breytingar. Þessir sömu aðilar hafi mótmælt þegar fræðsluráð og leikskólaráð voru sameinuð í eitt menntaráð. Hann vilji því fullvissa fólk um að meirihlutinn hyggist standa vel að málum. Nýtt leikskólaráð muni efla leikskólann og styrkja.
Fréttir Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira