Spá 5 milljarða króna hagnaði á árinu 18. ágúst 2006 16:28 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group. Hagnaður Icelandic Group nam 223 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum fjórðungi ársins nam 125 milljónum króna. Í tilkynningu frá Icelandic Group til Kauphallar Íslands kemur fram að á tímabilinu janúar til júní hafi rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) numið 2.077 milljónum króna (21,4 milljónum evra). Á fyrri helmingi ársins 2005 nam sambærileg fjárhæð 783 milljónum króna (8,1 milljón evra). Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) í öðrum ársfjórðungi nam 602 milljónum króna (6,2 milljónum evra) og samanborið við rekstrartap að fjárhæð 371 milljón króna (3,8 milljónir evra) árið áður. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) 1.185 milljónum króna (12,2 milljónum evra) samanborið við 320 milljónir króna (3,3 milljónir evra) á árinu 2005. Heildareignir Icelandic Group nema 88,3 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall 21,4 prósent. Í tilkynningunni segir að á öðrum ársfjórðungi hafi kostnaðu vegna uppsagna starfsmanna í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum verið gjaldfærður fyrir 54 milljónir króna og á fyrstu sex mánuðum ársins nam fjárhæðin 177 milljónum króna. Sala samstæðunnar í júní var nokkuð undir áætlunum og má að mestu rekja ástæðu þess til mikilla hita í Evrópu og N-Ameríku. Þá hafði hátt hráefnisverð neikvæð áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja samstæðunnar á fyrri helmingi ársins. Þannig var framlegð vörusölu talsvert lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Rekstur Coldwater UK gekk illa á fyrstu sex mánuðum ársins og nam rekstrartap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 284 milljónum króna. Í júní gekk Icelandic USA frá sölu á frystigeymslu í Boston og nam söluverð um 660 milljón króna og nam söluhagnaður um 311 milljónum króna, að því er fram kemur í hálfs árs uppgjöri Icelandic Group. Þá kemur fram að rekstur annars ársfjórðungs var undir rekstrarmarkmiðum stjórnenda félagsins. Áðurnefndir þættir ásamt innri þáttum, eins og of háum sölu- og stjórnunarkostnaði ollu því að afkoma Coldwater UK, Icelandic USA og Icelandic France var talsvert undir áætlunum í fjórðungnum. Á sama tíma gengu margar einingar samstæðunnar vel. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandic Group að afkoman á öðrum ársfjórðungi hafi verið undir markmiðum stjórnenda félagsins. Í uppgjöri félagsins segir ennfremur að verkefni stjórnenda félagsins undanfarnar vikur hafi helst miðað að því að bæta rekstur þeirra eininga sem hafa sýnt óásættanlegan rekstrarárangur undanfarna mánuði. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni skila sér í bættum rekstri á síðari hluta ársins. Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir 5 milljarða króna rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) á árinu 2006. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Hagnaður Icelandic Group nam 223 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum fjórðungi ársins nam 125 milljónum króna. Í tilkynningu frá Icelandic Group til Kauphallar Íslands kemur fram að á tímabilinu janúar til júní hafi rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) numið 2.077 milljónum króna (21,4 milljónum evra). Á fyrri helmingi ársins 2005 nam sambærileg fjárhæð 783 milljónum króna (8,1 milljón evra). Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) í öðrum ársfjórðungi nam 602 milljónum króna (6,2 milljónum evra) og samanborið við rekstrartap að fjárhæð 371 milljón króna (3,8 milljónir evra) árið áður. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) 1.185 milljónum króna (12,2 milljónum evra) samanborið við 320 milljónir króna (3,3 milljónir evra) á árinu 2005. Heildareignir Icelandic Group nema 88,3 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall 21,4 prósent. Í tilkynningunni segir að á öðrum ársfjórðungi hafi kostnaðu vegna uppsagna starfsmanna í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum verið gjaldfærður fyrir 54 milljónir króna og á fyrstu sex mánuðum ársins nam fjárhæðin 177 milljónum króna. Sala samstæðunnar í júní var nokkuð undir áætlunum og má að mestu rekja ástæðu þess til mikilla hita í Evrópu og N-Ameríku. Þá hafði hátt hráefnisverð neikvæð áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja samstæðunnar á fyrri helmingi ársins. Þannig var framlegð vörusölu talsvert lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Rekstur Coldwater UK gekk illa á fyrstu sex mánuðum ársins og nam rekstrartap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 284 milljónum króna. Í júní gekk Icelandic USA frá sölu á frystigeymslu í Boston og nam söluverð um 660 milljón króna og nam söluhagnaður um 311 milljónum króna, að því er fram kemur í hálfs árs uppgjöri Icelandic Group. Þá kemur fram að rekstur annars ársfjórðungs var undir rekstrarmarkmiðum stjórnenda félagsins. Áðurnefndir þættir ásamt innri þáttum, eins og of háum sölu- og stjórnunarkostnaði ollu því að afkoma Coldwater UK, Icelandic USA og Icelandic France var talsvert undir áætlunum í fjórðungnum. Á sama tíma gengu margar einingar samstæðunnar vel. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandic Group að afkoman á öðrum ársfjórðungi hafi verið undir markmiðum stjórnenda félagsins. Í uppgjöri félagsins segir ennfremur að verkefni stjórnenda félagsins undanfarnar vikur hafi helst miðað að því að bæta rekstur þeirra eininga sem hafa sýnt óásættanlegan rekstrarárangur undanfarna mánuði. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni skila sér í bættum rekstri á síðari hluta ársins. Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir 5 milljarða króna rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) á árinu 2006.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira