Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,er nýr formaður Framsóknarflokksins. Þetta var tilkynnt á flokksþingi Framsóknar sem stendur sem hæst í Reykjavík.
Hann hlaut rúm 54,8% atkvæða og hafði þar betur en andstæðingar hans Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Haukur Haraldsson.
Siv Friðleifsdóttir fékk 44,15% atkvæða.
Í jómfrúarræðu sinni fór Jón fögrum orðum um forvera sinn Halldór Ásgrímsson og sagðist mundu setja á oddinn að efla samstöðu meðal flokksmanna.