Prófar hljóðbombur til að vara við Kötlugosi 23. ágúst 2006 11:12 Mýrdalsjökull MYND/Stefán Karlsson Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilar hafa unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs eldgoss undir Mýrdalsjökli. Gerðir voru m.a. upplýsingabæklingar fyrir þá sem búa á áhrifasvæði jökulhlaupsins sem því fylgir. Í mars sl. var haldin æfing sem bar heitið "Bergrisinn 2006". Æfð voru samhæfð viðbrögð viðbragðsaðila og íbúa en þar má nefna m.a. boðun og rýmingu fólks af hættusvæðum. Á þessu svæði eru margir vinsælir ferðamannastaðir. Ef eldgos hefst í Kötlu þá er nauðsynlegt að koma upplýsingum til allra á svæðinu á eins stuttum tíma og mögulegt er. Húseigendur og skráðir íbúar á svæðinu fá talskilaboð í heimasíma og SMS í GSM síma. Ekki er mögulegt að nota þá tækni fyrir ferðamenn á svæðinu og því er hugmyndin að nota hljóðbombur til að vara ferðamenn við, ef eldgos hefst í Kötlu. Til að fá fullvissu hvort þessi aðferð virki eins vel og vonir standa til þá verða hljóðbombur prófaðar í dag milli kl. 16:00-24:00 á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri. Til samanburðar verður tívolíbombu skotið á loft. Fólk er beðið að sýna skilning meðan á prófuninni stendur. Ef vel tekst til mun þessum hljóðbombum verða komið fyrir í skálum á svæðinu þar sem þær verða hluti af viðvörunarkerfi til ferðamanna og jafnframt verður gefinn út bæklingur fyrir ferðamenn og upplýsingaskilti verða sett upp við helstu gönguleiðir. Þessi ferð er í samstarfi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans, almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Í sömu ferð munu fulltrúar björgunarsveita, lögreglu og sýslumannsembættisins í Rangárvallasýslu koma fyrir viðvörunarskilti um hrun úr íshellum við Hrafntinnusker. Fréttir Innlent Katla Kötlufréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilar hafa unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs eldgoss undir Mýrdalsjökli. Gerðir voru m.a. upplýsingabæklingar fyrir þá sem búa á áhrifasvæði jökulhlaupsins sem því fylgir. Í mars sl. var haldin æfing sem bar heitið "Bergrisinn 2006". Æfð voru samhæfð viðbrögð viðbragðsaðila og íbúa en þar má nefna m.a. boðun og rýmingu fólks af hættusvæðum. Á þessu svæði eru margir vinsælir ferðamannastaðir. Ef eldgos hefst í Kötlu þá er nauðsynlegt að koma upplýsingum til allra á svæðinu á eins stuttum tíma og mögulegt er. Húseigendur og skráðir íbúar á svæðinu fá talskilaboð í heimasíma og SMS í GSM síma. Ekki er mögulegt að nota þá tækni fyrir ferðamenn á svæðinu og því er hugmyndin að nota hljóðbombur til að vara ferðamenn við, ef eldgos hefst í Kötlu. Til að fá fullvissu hvort þessi aðferð virki eins vel og vonir standa til þá verða hljóðbombur prófaðar í dag milli kl. 16:00-24:00 á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri. Til samanburðar verður tívolíbombu skotið á loft. Fólk er beðið að sýna skilning meðan á prófuninni stendur. Ef vel tekst til mun þessum hljóðbombum verða komið fyrir í skálum á svæðinu þar sem þær verða hluti af viðvörunarkerfi til ferðamanna og jafnframt verður gefinn út bæklingur fyrir ferðamenn og upplýsingaskilti verða sett upp við helstu gönguleiðir. Þessi ferð er í samstarfi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans, almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Í sömu ferð munu fulltrúar björgunarsveita, lögreglu og sýslumannsembættisins í Rangárvallasýslu koma fyrir viðvörunarskilti um hrun úr íshellum við Hrafntinnusker.
Fréttir Innlent Katla Kötlufréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira