Viðskipti innlent

Afkoman tæplega tvöföld

Lánasjóður íslenskra sveitafélaga skilaði rúmum 717 milljóna króna tekjuafgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega 341 milljóna króna aukning frá sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá lánasjóðnum segir að hækkun verðlags hafi haft jákvæð áhrif á afkomu sjóðsins þar sem útlán sem fjármögnuð eru með eigin fé hans eru verðtryggð.

Þá hækkuðu vextir af lánum um 0,4 prósent í maí og standa nú í 4,4, prósentum. Þá var ávöxtun á lausu fé sömuleiðis ágæt, að því er segir í tilkynningunni.

Lánveitingar Lánasjóðs íslenskra sveitafélaga, sem tryggir íslenskum sveitarfélögum stofnunum þeirra og fyrirtækjum, lánsfé á hagstæðum kjörum, námu rúmum 7,2 milljörðum króna en útborguð lán voru rúmir 3 milljarðar. Þetta er tæpum 100 milljónum krónum minna en á sama tíma í fyrra.

Þá voru vanskil óveruleg og hefur sjóðurinn ekki tapað útláni síðan hann hóf starfsmi árið 1967.

Gert er ráð fyrir að rekstur sjóðsins fyrir árið í heild verði hagstæðari í krónum talið en á síðasta ári, meðal annars vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×