Innlent

Yfirtökutilboð Barr samþykkt

Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva ákvað í gær að taka yfirtökutilboði bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr upp á 2,43 milljarða bandaríkjadollara.

Þar með lýkur trúlega baráttu Barr og Actavis um að ná yfirhöndinni í Pliva, en á vefnum Star telegram.com kemur fram að Actavis hafi boðið 2,3 milljarða í fyrirtækið. Jafnramt er haft eftir sérfræðingum að ekki sé útilokað að Actavis hækki tilboð sitt til jafns við tilboð Barr.

Baráttan um Pliva hefur staðið í nokkra mánuði og fyrir nokkrum vikum jók Actavis hlutafé sitt umtalsvert til að standa betur í yfirtökutilraun sinni. Helsti kosturinn við að ná eignarhaldi á Pliva er aðgangur fyrirtækisins að bæði vestrænum mörkuðum og lyfjamarkaði í Rússlandi ásamt lægri framleiðslukostnaði í Tékklandi en víðast hvar á Vesturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×