Ætlar ekki að breyta neinu 24. ágúst 2006 19:05 Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Abraham kom til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag ásamt eiginkonu sinni, Díönu Allansdóttur og Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland Palestína. Þar var rædd móttakan sem hann fékk á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í gærkvöldi og sú staðreynd að yfirvöld og lögregla fullyrtu að vegabréf hans væri falsað og það því stimplað ógilt. Athugasemd var gerð við það að nafn hans er skráð Abraham en var Ibrahim. Því var breytt þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt en Abraham hefur verið búsettur hér síðan árið 1990. Auk þess voru fettir fingur út í að fæðingarstaður væri tilgreindur Jerúsalem en ekki Ísrael. Abraham er fæddur á palestínsku landsvæði en þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki fékk hann það í gegn að skrá Jerúsalem sem fæðingarstað. Við komuna til Tel Aviv var Abraham fyrst færður í herbergi á flugvellinum og látinn sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver væri ástæðan. Eftir buðust yfirvöld til að aka honum á hótel. Hann þáði það en var þá ekið á lögreglustöð þar sem hann var læstur inni í sjö klukkustundir. Abraham segir að honum hafi brugðið vegna aðgerða ísraelskra yfirvalda. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Utanríkisráðuneytið hefur nú sent ísraelskum stjórnvöldum bréf þar sem spurt er hvers vegna Abraham hafi verið vísað úr landi og jafnfram hvort líkur séu á að það verði gert aftur. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ekkert varðandi meðferðina á vegabréfinu sem gefi til kynna að það gagnist ekki næst þegar Abraham fari til Ísraels en sjálfur efast Abraham um að honum verði hleypt aftur inn í landi með það. Abraham er mjög þakkláttur íslenska utanríkisráðuneytinu fyrir þá aðstoð sem starfsmenn þess hafa veitt. Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Abraham kom til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag ásamt eiginkonu sinni, Díönu Allansdóttur og Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland Palestína. Þar var rædd móttakan sem hann fékk á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í gærkvöldi og sú staðreynd að yfirvöld og lögregla fullyrtu að vegabréf hans væri falsað og það því stimplað ógilt. Athugasemd var gerð við það að nafn hans er skráð Abraham en var Ibrahim. Því var breytt þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt en Abraham hefur verið búsettur hér síðan árið 1990. Auk þess voru fettir fingur út í að fæðingarstaður væri tilgreindur Jerúsalem en ekki Ísrael. Abraham er fæddur á palestínsku landsvæði en þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki fékk hann það í gegn að skrá Jerúsalem sem fæðingarstað. Við komuna til Tel Aviv var Abraham fyrst færður í herbergi á flugvellinum og látinn sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver væri ástæðan. Eftir buðust yfirvöld til að aka honum á hótel. Hann þáði það en var þá ekið á lögreglustöð þar sem hann var læstur inni í sjö klukkustundir. Abraham segir að honum hafi brugðið vegna aðgerða ísraelskra yfirvalda. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Utanríkisráðuneytið hefur nú sent ísraelskum stjórnvöldum bréf þar sem spurt er hvers vegna Abraham hafi verið vísað úr landi og jafnfram hvort líkur séu á að það verði gert aftur. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ekkert varðandi meðferðina á vegabréfinu sem gefi til kynna að það gagnist ekki næst þegar Abraham fari til Ísraels en sjálfur efast Abraham um að honum verði hleypt aftur inn í landi með það. Abraham er mjög þakkláttur íslenska utanríkisráðuneytinu fyrir þá aðstoð sem starfsmenn þess hafa veitt.
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent