Ætlar ekki að breyta neinu 24. ágúst 2006 19:05 Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Abraham kom til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag ásamt eiginkonu sinni, Díönu Allansdóttur og Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland Palestína. Þar var rædd móttakan sem hann fékk á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í gærkvöldi og sú staðreynd að yfirvöld og lögregla fullyrtu að vegabréf hans væri falsað og það því stimplað ógilt. Athugasemd var gerð við það að nafn hans er skráð Abraham en var Ibrahim. Því var breytt þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt en Abraham hefur verið búsettur hér síðan árið 1990. Auk þess voru fettir fingur út í að fæðingarstaður væri tilgreindur Jerúsalem en ekki Ísrael. Abraham er fæddur á palestínsku landsvæði en þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki fékk hann það í gegn að skrá Jerúsalem sem fæðingarstað. Við komuna til Tel Aviv var Abraham fyrst færður í herbergi á flugvellinum og látinn sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver væri ástæðan. Eftir buðust yfirvöld til að aka honum á hótel. Hann þáði það en var þá ekið á lögreglustöð þar sem hann var læstur inni í sjö klukkustundir. Abraham segir að honum hafi brugðið vegna aðgerða ísraelskra yfirvalda. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Utanríkisráðuneytið hefur nú sent ísraelskum stjórnvöldum bréf þar sem spurt er hvers vegna Abraham hafi verið vísað úr landi og jafnfram hvort líkur séu á að það verði gert aftur. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ekkert varðandi meðferðina á vegabréfinu sem gefi til kynna að það gagnist ekki næst þegar Abraham fari til Ísraels en sjálfur efast Abraham um að honum verði hleypt aftur inn í landi með það. Abraham er mjög þakkláttur íslenska utanríkisráðuneytinu fyrir þá aðstoð sem starfsmenn þess hafa veitt. Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Abraham kom til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag ásamt eiginkonu sinni, Díönu Allansdóttur og Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland Palestína. Þar var rædd móttakan sem hann fékk á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í gærkvöldi og sú staðreynd að yfirvöld og lögregla fullyrtu að vegabréf hans væri falsað og það því stimplað ógilt. Athugasemd var gerð við það að nafn hans er skráð Abraham en var Ibrahim. Því var breytt þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt en Abraham hefur verið búsettur hér síðan árið 1990. Auk þess voru fettir fingur út í að fæðingarstaður væri tilgreindur Jerúsalem en ekki Ísrael. Abraham er fæddur á palestínsku landsvæði en þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki fékk hann það í gegn að skrá Jerúsalem sem fæðingarstað. Við komuna til Tel Aviv var Abraham fyrst færður í herbergi á flugvellinum og látinn sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver væri ástæðan. Eftir buðust yfirvöld til að aka honum á hótel. Hann þáði það en var þá ekið á lögreglustöð þar sem hann var læstur inni í sjö klukkustundir. Abraham segir að honum hafi brugðið vegna aðgerða ísraelskra yfirvalda. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Utanríkisráðuneytið hefur nú sent ísraelskum stjórnvöldum bréf þar sem spurt er hvers vegna Abraham hafi verið vísað úr landi og jafnfram hvort líkur séu á að það verði gert aftur. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ekkert varðandi meðferðina á vegabréfinu sem gefi til kynna að það gagnist ekki næst þegar Abraham fari til Ísraels en sjálfur efast Abraham um að honum verði hleypt aftur inn í landi með það. Abraham er mjög þakkláttur íslenska utanríkisráðuneytinu fyrir þá aðstoð sem starfsmenn þess hafa veitt.
Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira