Hátekjufólk borgar hlutfallslega lægri skatta en meðalmaður 31. ágúst 2006 14:00 MYND/NFS Íslensk skattalöggjöf eykur ójöfnuð launafólks en skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en hækkað hjá láglaunafólki. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Stefán gagnrýnir skattastefnu íslenskra stjórnvalda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir lækkun skattbyrðarinnar hjá hátekjufólki margfalt meiri hér á landi en til að mynda í Bandaríkjunum en þar stóð Bush stjórnin fyrir skattlækkunum sem voru afar umdeildar. Stefán gengur svo langt að segja að hér á landi sé rekin róttæk ójafnaðarstefna og ef sama stefna verður rekin áfram þurfi ekki mörg ár þar til að tekjuskiptingin á Íslandi verði álíka ójöfn og í Bandaríkjunum sem mundi þykja tíðindi um alla Evrópu.Þegar breytt skattbyrði er skoðuð kemur í ljós að skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en skapi hækkað hjá öðrum hópum. Á þessu línuriti sjáum við hlutfall heildarskatta Íslendinga sem prósentur af heildartekjum þeirra. Bláu súlurnar sína hlutfall skatta af heildartekjum árið 1993 en þær gulu hlutfallið eins og það er nú. Eins og sjá má þá fer meira af tekjum fólks í skatta nú en fyrir 13 árum nema þegar litið er til hátekjufólks en þar hefur hlutfallið lækkað verulega. Eins vekur athygli að allra tekjuhæstu hóparnir greiða hlutfallslega minna í skatta en meðaltekjuhópurinn. Súlan lengst til hægri sýnir hlutfall skatta á tekjur þeirra eitt prósent fjölskyldna sem eru með hæstu tekjurnar. Sá hópur greiðir tæplega 16 prósent af tekjum sínum í skatta en meðalhópurinn um 25 prósent. Fyrir 13 árum þá greiddu hæstlaunaðasti hópurinn um 35 prósent tekna sinna í skatta og meðalhópurinn um 20 prósent.Stefán segir í grein sinni að nýjustu tölur frá Ríkisskattstjóra bendi til þess að ójöfnuðurinn hafi enn aukist á árinu 2005 og segir hann aukningu ójöfnuðar hraðari hér á landi en annars staðar í Evrópu. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Íslensk skattalöggjöf eykur ójöfnuð launafólks en skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en hækkað hjá láglaunafólki. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Stefán gagnrýnir skattastefnu íslenskra stjórnvalda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir lækkun skattbyrðarinnar hjá hátekjufólki margfalt meiri hér á landi en til að mynda í Bandaríkjunum en þar stóð Bush stjórnin fyrir skattlækkunum sem voru afar umdeildar. Stefán gengur svo langt að segja að hér á landi sé rekin róttæk ójafnaðarstefna og ef sama stefna verður rekin áfram þurfi ekki mörg ár þar til að tekjuskiptingin á Íslandi verði álíka ójöfn og í Bandaríkjunum sem mundi þykja tíðindi um alla Evrópu.Þegar breytt skattbyrði er skoðuð kemur í ljós að skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en skapi hækkað hjá öðrum hópum. Á þessu línuriti sjáum við hlutfall heildarskatta Íslendinga sem prósentur af heildartekjum þeirra. Bláu súlurnar sína hlutfall skatta af heildartekjum árið 1993 en þær gulu hlutfallið eins og það er nú. Eins og sjá má þá fer meira af tekjum fólks í skatta nú en fyrir 13 árum nema þegar litið er til hátekjufólks en þar hefur hlutfallið lækkað verulega. Eins vekur athygli að allra tekjuhæstu hóparnir greiða hlutfallslega minna í skatta en meðaltekjuhópurinn. Súlan lengst til hægri sýnir hlutfall skatta á tekjur þeirra eitt prósent fjölskyldna sem eru með hæstu tekjurnar. Sá hópur greiðir tæplega 16 prósent af tekjum sínum í skatta en meðalhópurinn um 25 prósent. Fyrir 13 árum þá greiddu hæstlaunaðasti hópurinn um 35 prósent tekna sinna í skatta og meðalhópurinn um 20 prósent.Stefán segir í grein sinni að nýjustu tölur frá Ríkisskattstjóra bendi til þess að ójöfnuðurinn hafi enn aukist á árinu 2005 og segir hann aukningu ójöfnuðar hraðari hér á landi en annars staðar í Evrópu.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira