Taka þarf höndum saman til að uppræta agaleysi í þjóðfélaginu 5. september 2006 17:19 Óvirðing í garð lögregluyfirvalda eykst stöðugt. Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna þurfa að taka höndum saman til að uppræta agaleysi í þjóðfélaginu segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn.Í gær þurfti lögreglan í Reykjavík að hafa afskipti af tveimur stúlkum, 12 og 13 ára sem létu ófriðlega í fjölbýlishúsi í borginni. Þegar lögregla kom á staðinn o ghugðist keyra stúlkurnar heim þá brugðust þær ókvæða við. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn segir að þegar stúlkurnar voru komnar í bíl lögreglumannanna hafi þær haft upp þvílíkan munnsöfnuð að lögreglan vildi ekki hafa hann eftir. Því var ákveðið að fara með stúlkurnar niður á lögreglustöð þar sem haft var samband við forráðamenn stúlknanna sem komu og sóttu þær.Barnaverndaryfirvöldum hefur verið greint frá málinu og má búast við eftirmála vegna málsins af þeirra hendi. Geir Jón segir agaleysi í þjóðfélaginu vera að aukast og að lögreglan verði sífellt meira vör við óvirðingu í sinn garð. Skemmst er að minnast óeirða í Skeifunni um liðna heilgi. Þar hafði hópur ungmenna safnast saman og hafði í frammi skrílslæti við lögreglu og neituðu að fara að fyrirmælum hennar. Geir Jón segir það vera að aukast að fólk fari ekki að fyrirmælum lögreglu og að óvirðing í þeirra garð sé sífellt að aukast. Hann segir foreldra, kennara og aðra sem koma að uppeldi barna þurfa að taka höndum saman og taka á vandanum- Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Óvirðing í garð lögregluyfirvalda eykst stöðugt. Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna þurfa að taka höndum saman til að uppræta agaleysi í þjóðfélaginu segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn.Í gær þurfti lögreglan í Reykjavík að hafa afskipti af tveimur stúlkum, 12 og 13 ára sem létu ófriðlega í fjölbýlishúsi í borginni. Þegar lögregla kom á staðinn o ghugðist keyra stúlkurnar heim þá brugðust þær ókvæða við. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn segir að þegar stúlkurnar voru komnar í bíl lögreglumannanna hafi þær haft upp þvílíkan munnsöfnuð að lögreglan vildi ekki hafa hann eftir. Því var ákveðið að fara með stúlkurnar niður á lögreglustöð þar sem haft var samband við forráðamenn stúlknanna sem komu og sóttu þær.Barnaverndaryfirvöldum hefur verið greint frá málinu og má búast við eftirmála vegna málsins af þeirra hendi. Geir Jón segir agaleysi í þjóðfélaginu vera að aukast og að lögreglan verði sífellt meira vör við óvirðingu í sinn garð. Skemmst er að minnast óeirða í Skeifunni um liðna heilgi. Þar hafði hópur ungmenna safnast saman og hafði í frammi skrílslæti við lögreglu og neituðu að fara að fyrirmælum hennar. Geir Jón segir það vera að aukast að fólk fari ekki að fyrirmælum lögreglu og að óvirðing í þeirra garð sé sífellt að aukast. Hann segir foreldra, kennara og aðra sem koma að uppeldi barna þurfa að taka höndum saman og taka á vandanum-
Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira