Þjóðarátak fyrir Magna 5. september 2006 19:19 Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagaranum Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag. Nú eru eftir fimm í Rockstar og með atkvæðagreiðslunni í nótt ræðst hver eða hverjir detta mögulega út aðra nótt. Samstillt átak íslendinga fyrir viku gerði það að verkum að Magni var aldrei í fallhættu - og nú er þjóðin hvött til að endurtaka leikinn. Svo mikið er í húfi fyrir þjóðarsálina að jafnvel erkiféndur í íslenskri samkeppnisbaráttu - síminn og Ogvodafone hafa nú stillt sína strengi saman og bjóða ódýra símkosningu fyrir Magna. Í kvöld syngur Magni tvö lög. Bítlalagið Back in the USSR og frumsamið lag við góðar undirtektir súpernóvaþremenningana, samkvæmt "lekum" frá áhorfendum í sal þegar þátturinn var tekinn upp. Í liðinni viku fengu keppendurnir fimm að spreyta sig á að skrifa ljóðatexta við nýtt lag frá Súpernóvu og bera undir Gilby Clarke. Á vefsjónvarpsupptökum frá viðbrögðunum má sjá að Gilby fannst framlag Magna óspennandi. Þjóðarátak í atkvæðagreiðslu hefur þó sýnt sig að virka. Illmögulegt er að geta sér til um hversu mörg atvkæði eru að berast í keppninni en fyrir viku var þó metkosning og nokkuð ljóst að íslensku atkvæðin hreyfðu mælanna. Alla síðustu þáttaröð Rockstar þar sem INXS leitaði að söngvara bárust 14 milljónir atkvæða á netinu. Þau eru væntanlega fleiri undir lok keppni en í upphafi - og í ár hefur verið uplýst að atkvæðamagnið er talsvert meira. Varlegt er því að áætla að heildaratkvæðin í nótt gætu skipt milljónum. Því er hvatt til þess að sem flestir kjósi og hver og einn oft til að skila „okkar" manni nægjanlegu atkvæðamagni. Rock Star Supernova Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagaranum Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag. Nú eru eftir fimm í Rockstar og með atkvæðagreiðslunni í nótt ræðst hver eða hverjir detta mögulega út aðra nótt. Samstillt átak íslendinga fyrir viku gerði það að verkum að Magni var aldrei í fallhættu - og nú er þjóðin hvött til að endurtaka leikinn. Svo mikið er í húfi fyrir þjóðarsálina að jafnvel erkiféndur í íslenskri samkeppnisbaráttu - síminn og Ogvodafone hafa nú stillt sína strengi saman og bjóða ódýra símkosningu fyrir Magna. Í kvöld syngur Magni tvö lög. Bítlalagið Back in the USSR og frumsamið lag við góðar undirtektir súpernóvaþremenningana, samkvæmt "lekum" frá áhorfendum í sal þegar þátturinn var tekinn upp. Í liðinni viku fengu keppendurnir fimm að spreyta sig á að skrifa ljóðatexta við nýtt lag frá Súpernóvu og bera undir Gilby Clarke. Á vefsjónvarpsupptökum frá viðbrögðunum má sjá að Gilby fannst framlag Magna óspennandi. Þjóðarátak í atkvæðagreiðslu hefur þó sýnt sig að virka. Illmögulegt er að geta sér til um hversu mörg atvkæði eru að berast í keppninni en fyrir viku var þó metkosning og nokkuð ljóst að íslensku atkvæðin hreyfðu mælanna. Alla síðustu þáttaröð Rockstar þar sem INXS leitaði að söngvara bárust 14 milljónir atkvæða á netinu. Þau eru væntanlega fleiri undir lok keppni en í upphafi - og í ár hefur verið uplýst að atkvæðamagnið er talsvert meira. Varlegt er því að áætla að heildaratkvæðin í nótt gætu skipt milljónum. Því er hvatt til þess að sem flestir kjósi og hver og einn oft til að skila „okkar" manni nægjanlegu atkvæðamagni.
Rock Star Supernova Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira