Neitar að tjá sig um ratsjárstöðvar 8. september 2006 12:00 Forsætisráðherra vill ekki tjá sig um þær fréttir að Bandaríkjamenn hafi ekki sýnt áhuga á að hafa eftirlit með merkjum sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum hersins á Íslandi. Samkvæmt heimildum NFS ætla Íslendingar að tryggja rekstur stöðvanna áfram með einum eða öðrum hætti. Fram kom í fréttum NFS í gærkvöldi að ekkert eftirlit er hér á landi með merkjum sem berast frá fjórum rastjárstöðvum hersina á Íslandi en kerfið var sett upp til að verjast ómerktum flugvélum sem reyna að laumast inn í íslenska lofthelgi. Bandaríkjamenn hafa ekki sýnt áhuga á að reka kerfið áfram. Atlantshafbandalagið greiddi fyrir þessar stöðvar og hefur Ratsjárstofnun séð um reksturinn og fyrirtækið Kögun haft umsjón með hugbúnaðarrekstri. Upplýsingar frá stöðvunum eru notaðar annars vegar við almenna flugumsjón en hins vegar til að verja lofthelgina. Þar með geta flugvélar ekki laumað sér um lofthelgina óséðar. Fyrir nokkrum vikum hætti Bandaríkjaher þessu eftirlitshlutverki. Samkvæmt heimildum NFS hafa Bandaríkjamenn ekki sýnt neinn áhuga á að reka þessar stöðvar áfram - sem ættu þó að vera einn hornsteinninn í loftvörnum landsina og raunar allra NATO ríkja. Árlegur kostnaður við reksturinn er 1,2 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum NFS hafa Íslendingar í hyggju að reka þessar stöðvar áfram og reyna að tryggja að loftvarnarþættinum verði sinnt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var inntur eftir viðbrögðum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Forsætisráðherra vill ekki tjá sig um þær fréttir að Bandaríkjamenn hafi ekki sýnt áhuga á að hafa eftirlit með merkjum sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum hersins á Íslandi. Samkvæmt heimildum NFS ætla Íslendingar að tryggja rekstur stöðvanna áfram með einum eða öðrum hætti. Fram kom í fréttum NFS í gærkvöldi að ekkert eftirlit er hér á landi með merkjum sem berast frá fjórum rastjárstöðvum hersina á Íslandi en kerfið var sett upp til að verjast ómerktum flugvélum sem reyna að laumast inn í íslenska lofthelgi. Bandaríkjamenn hafa ekki sýnt áhuga á að reka kerfið áfram. Atlantshafbandalagið greiddi fyrir þessar stöðvar og hefur Ratsjárstofnun séð um reksturinn og fyrirtækið Kögun haft umsjón með hugbúnaðarrekstri. Upplýsingar frá stöðvunum eru notaðar annars vegar við almenna flugumsjón en hins vegar til að verja lofthelgina. Þar með geta flugvélar ekki laumað sér um lofthelgina óséðar. Fyrir nokkrum vikum hætti Bandaríkjaher þessu eftirlitshlutverki. Samkvæmt heimildum NFS hafa Bandaríkjamenn ekki sýnt neinn áhuga á að reka þessar stöðvar áfram - sem ættu þó að vera einn hornsteinninn í loftvörnum landsina og raunar allra NATO ríkja. Árlegur kostnaður við reksturinn er 1,2 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum NFS hafa Íslendingar í hyggju að reka þessar stöðvar áfram og reyna að tryggja að loftvarnarþættinum verði sinnt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var inntur eftir viðbrögðum á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent