Í sjúkrabíl á 4 fótum 16. september 2006 09:00 Það hefur oft verið kallað á sjúkrabíl á mínu heimili - við fíflumst með þetta viðkvæma mál og þykjumst vita að á 112 sé búið að koma upp sérstökum útkallsflokki sem kallist "Ásdísarútkall". Ég fæ nefnilega kvíðaköst eða - ég fékk kvíðaköst. "Ykkur er óhætt að fara í kaffi strákar - það er ekki von á Ásdísarútkalli í bráð." En fyrsta útkallið mitt var skelfilegt fyrir alla aðila og svo hrikalega hallærislegt .... en ég lít á það sem batamerki að ég get hlegið að þessu atviki í dag og er tilbúin til að deila því með ykkur. Ég var gestur á bænum Skorrastað fyrir austan, rétt fyrir utan Neskaupstað. Ég var rifbeinsbrotin og ennþá svoldið aum, en hafði látið mig hafa það að keyra austur til að vísitera og fara í útilegu með fjölskyldu og vinum. Ég var að lesa unga dóttur mína í svefn þegar hún þurfti skyndilega að reisa sig upp og studdi sig nett við bringuna á mér. Og auðvitað fór brotna rifið af stað - en í raun var það hugurinn sem tók völdin og hitinn og stingurinn sem ég raunverulega fann var traust undirstaða undir allskyns hryllingsmyndir sem tóku að rúlla í gegnum hausinn á mér - af sundurrifnum innyflum, blæðandi hjartasári og tættum lungum. Og ég byrjaði að dofna upp og skjálfa og ég gat ekki andað og dauði minn var á næsta leyti. Og þegar sjúkrabíllinn kom var ég á fjórum fótum og varð ekki haggað - sannfærð um að rifið myndi breytast í óargadýr sem rifi mig í sundur að innan. Arrrrrrrg ... ekki koma við mig!!!!! Leggjast á börurnar - nei ekki sjens. Á fjórum fótum á börum - ekki hægt. Hvað var til ráða? Ég rifjaði upp gamla takta og skreið. Ég fór hægt yfir en komst út á hlað þar sem fjölskylda og vinir stóðu hjá skelfingu lostnir. Niðurlægingin var algjör - en hvaða máli skiptir það þegar maður er að drepast? Og á fjórum fótum klöngraðist ég upp í sjúkrabílinn ... og á fjórum fótum var ég í sjúkrabílunum sem keyrði í hendingskasti með sírenuvæli í gegnum sveitina og inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað. Í sjúkrabílnum byrjaði að slakna á mér. Eitthvert öryggi í því að vera komin undir verndarvæng heilbrigðiskerfisins ... og í raun lítið sem ég gat gert meira til að bjarga lífi mínu. Á sjúkrahúsinu mætti ég þvílíkum skilningi og gæsku og ég leyfði mér að gefast upp í fangi sérfræðinganna. Áður en ég vissi af var ég orðin nokkuð brött ... en jafnframt yfirbuguð af skömm og niðurlægingu. Hverskonar uppákoma var þetta hjá mér? Ég fór í alvörunni að vona að eitthvað almennilegt kæmi út úr rannsókninni. Hvernig átti ég að horfa framan í nokkurn mann eftir þessi ósköp. Átti ég að ég viðurkenna að ég væri ímyndunarveik eða hysterísk - er það ekki það lægsta sem hægt er að komast? En rannsóknirnar á sjúkrahúsinu leiddu ekkert alvarlegt í ljós og næstu nótt svaf ég í tjaldi á Borgarfirði eystra. Nokkrum dögum seinna liggjum við fjölskyldan uppi í sófa heima að horfa á vídeó. Ég nýbúin að taka verkjalyf eins og mér var uppálagt vegna rifbeinsbrotsins. Og skyndilega finn ég doða læðast niður hálsinn og bakið ... og hugurinn fer á flug - hvaða eitur tók ég eiginlega? Og ég byrja að skjálfa og ég get ekki andað og ég er að kafna og bráðum dey ég og ég vil sjúkrabíl. Ég er borin út á börum og börnin mín standa grátandi hjá og ég sem er sannfærð um að ég sé að deyja ... en segi þeim til huggunar að þetta sé örugglega kvíðakast - þau þurfi engar áhyggjur að hafa. Ásdís Olsen Lífið Mannlegi þátturinn Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það hefur oft verið kallað á sjúkrabíl á mínu heimili - við fíflumst með þetta viðkvæma mál og þykjumst vita að á 112 sé búið að koma upp sérstökum útkallsflokki sem kallist "Ásdísarútkall". Ég fæ nefnilega kvíðaköst eða - ég fékk kvíðaköst. "Ykkur er óhætt að fara í kaffi strákar - það er ekki von á Ásdísarútkalli í bráð." En fyrsta útkallið mitt var skelfilegt fyrir alla aðila og svo hrikalega hallærislegt .... en ég lít á það sem batamerki að ég get hlegið að þessu atviki í dag og er tilbúin til að deila því með ykkur. Ég var gestur á bænum Skorrastað fyrir austan, rétt fyrir utan Neskaupstað. Ég var rifbeinsbrotin og ennþá svoldið aum, en hafði látið mig hafa það að keyra austur til að vísitera og fara í útilegu með fjölskyldu og vinum. Ég var að lesa unga dóttur mína í svefn þegar hún þurfti skyndilega að reisa sig upp og studdi sig nett við bringuna á mér. Og auðvitað fór brotna rifið af stað - en í raun var það hugurinn sem tók völdin og hitinn og stingurinn sem ég raunverulega fann var traust undirstaða undir allskyns hryllingsmyndir sem tóku að rúlla í gegnum hausinn á mér - af sundurrifnum innyflum, blæðandi hjartasári og tættum lungum. Og ég byrjaði að dofna upp og skjálfa og ég gat ekki andað og dauði minn var á næsta leyti. Og þegar sjúkrabíllinn kom var ég á fjórum fótum og varð ekki haggað - sannfærð um að rifið myndi breytast í óargadýr sem rifi mig í sundur að innan. Arrrrrrrg ... ekki koma við mig!!!!! Leggjast á börurnar - nei ekki sjens. Á fjórum fótum á börum - ekki hægt. Hvað var til ráða? Ég rifjaði upp gamla takta og skreið. Ég fór hægt yfir en komst út á hlað þar sem fjölskylda og vinir stóðu hjá skelfingu lostnir. Niðurlægingin var algjör - en hvaða máli skiptir það þegar maður er að drepast? Og á fjórum fótum klöngraðist ég upp í sjúkrabílinn ... og á fjórum fótum var ég í sjúkrabílunum sem keyrði í hendingskasti með sírenuvæli í gegnum sveitina og inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað. Í sjúkrabílnum byrjaði að slakna á mér. Eitthvert öryggi í því að vera komin undir verndarvæng heilbrigðiskerfisins ... og í raun lítið sem ég gat gert meira til að bjarga lífi mínu. Á sjúkrahúsinu mætti ég þvílíkum skilningi og gæsku og ég leyfði mér að gefast upp í fangi sérfræðinganna. Áður en ég vissi af var ég orðin nokkuð brött ... en jafnframt yfirbuguð af skömm og niðurlægingu. Hverskonar uppákoma var þetta hjá mér? Ég fór í alvörunni að vona að eitthvað almennilegt kæmi út úr rannsókninni. Hvernig átti ég að horfa framan í nokkurn mann eftir þessi ósköp. Átti ég að ég viðurkenna að ég væri ímyndunarveik eða hysterísk - er það ekki það lægsta sem hægt er að komast? En rannsóknirnar á sjúkrahúsinu leiddu ekkert alvarlegt í ljós og næstu nótt svaf ég í tjaldi á Borgarfirði eystra. Nokkrum dögum seinna liggjum við fjölskyldan uppi í sófa heima að horfa á vídeó. Ég nýbúin að taka verkjalyf eins og mér var uppálagt vegna rifbeinsbrotsins. Og skyndilega finn ég doða læðast niður hálsinn og bakið ... og hugurinn fer á flug - hvaða eitur tók ég eiginlega? Og ég byrja að skjálfa og ég get ekki andað og ég er að kafna og bráðum dey ég og ég vil sjúkrabíl. Ég er borin út á börum og börnin mín standa grátandi hjá og ég sem er sannfærð um að ég sé að deyja ... en segi þeim til huggunar að þetta sé örugglega kvíðakast - þau þurfi engar áhyggjur að hafa. Ásdís Olsen
Lífið Mannlegi þátturinn Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira