Finn Air 7. október 2006 19:09 Nú eru Framsóknarmenn búnir að eignast Icelandair - þetta gamla óskabarn sem áður hét Flugleiðir og varð til eftir sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða, félaga sem lék um ævintyraljómi einkaframtaks, athafnamennsku og hetjudáða. Frumkvöðlarnir yrðu skrítnir á svipinn ef þeir heyrðu þessi tíðindi - og hvað segja Sigurður gamli Helgason og Hörður Sigurgestsson? Til hvers var allt þeirra starf? Bak við nýjasta plottið er ekki minni maður en Finnur Ingólfsson - sem var næstum orðinn formaður Framsóknarflokksins um daginn. Gárungarnir eru strax farnir að kalla þetta Finn Air. --- --- --- Það er alltaf viss öryggistilfinning að fljúga með Icelandair. Starfsfólkið er yfirleitt afar vænt, þótt plássið þrengist stöðugt milli sætanna (eða stækkar maður sjálfur?) og maturinn verði sífellt ómerkilegri - það er í raun enginn munur á því lengur að fljúga með Icelandair eða lágfargjaldaflugfélagi. En öryggistilfinningin er ósvikin. Það kann hins vegar að breytast með Finn við stýrið. --- --- --- Icelandair var ein aðalstoðin í Kolkrabbanum svokölluðum. Alltaf hélt maður að hann yrði eilífur, en svo hvarf hann bara í tímans elg. Þetta er svosem ekki séríslenskt fyrirbæri. Gamla kapítalið gáði ekki að sér og það komu nýjir og ófyrirleitnir menn sem sölsuðu undir sig auðmagnið. Björgólfur gerði eins og Rómverjar í Karþagó í forðum, lagði borgina ekki bara í eyði, heldur lét plægja upp jarðveginn þar sem hún stóð og strá salti í förin. Og nú er flugið nánast komið undir Sambandið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Nú eru Framsóknarmenn búnir að eignast Icelandair - þetta gamla óskabarn sem áður hét Flugleiðir og varð til eftir sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða, félaga sem lék um ævintyraljómi einkaframtaks, athafnamennsku og hetjudáða. Frumkvöðlarnir yrðu skrítnir á svipinn ef þeir heyrðu þessi tíðindi - og hvað segja Sigurður gamli Helgason og Hörður Sigurgestsson? Til hvers var allt þeirra starf? Bak við nýjasta plottið er ekki minni maður en Finnur Ingólfsson - sem var næstum orðinn formaður Framsóknarflokksins um daginn. Gárungarnir eru strax farnir að kalla þetta Finn Air. --- --- --- Það er alltaf viss öryggistilfinning að fljúga með Icelandair. Starfsfólkið er yfirleitt afar vænt, þótt plássið þrengist stöðugt milli sætanna (eða stækkar maður sjálfur?) og maturinn verði sífellt ómerkilegri - það er í raun enginn munur á því lengur að fljúga með Icelandair eða lágfargjaldaflugfélagi. En öryggistilfinningin er ósvikin. Það kann hins vegar að breytast með Finn við stýrið. --- --- --- Icelandair var ein aðalstoðin í Kolkrabbanum svokölluðum. Alltaf hélt maður að hann yrði eilífur, en svo hvarf hann bara í tímans elg. Þetta er svosem ekki séríslenskt fyrirbæri. Gamla kapítalið gáði ekki að sér og það komu nýjir og ófyrirleitnir menn sem sölsuðu undir sig auðmagnið. Björgólfur gerði eins og Rómverjar í Karþagó í forðum, lagði borgina ekki bara í eyði, heldur lét plægja upp jarðveginn þar sem hún stóð og strá salti í förin. Og nú er flugið nánast komið undir Sambandið.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun