Má ekki eyðileggja myrkrið? 11. október 2006 20:29 Yoko Ono fer enn í taugarnar á fólki. Sumir fyrirgefa henni ekki að hafa eyðilagt Bítlana - en kommon, það var fyrir fjörutíu árum. Og frægð Bítlanna byggir auðvitað ekki síst á því að þeir hættu einmitt á þessum tíma, á toppnum. Nú er Yoko komin í hóp Íslandsvina, það verður varla þverfótað fyrir henni í bænum, og ekki heldur Sean, syni bítilsins. En skúlptúrinn sem listakonan - sem hefur verið kennd við fluxus-hreyfinguna í listum - vill setja upp í Viðey er alveg á mörkum þess að valda illdeilum. Þetta gæti hæglega orðið að því sem eitt sinn kallaðist "skammdegismál". En varla getur hin fyrirhugaða ljóssúla japönsku listakonunnar í Viðey valdið miklum spjöllum, allavega sér maður það ekki þegar rýnt er út í myrkrið á sundunum. Þau eru dimm og drungaleg. Óttast menn að íslenska myrkrið verði eyðilagt? Einhver vitlaustasta hugmynd sem ég hef vitað lengi var þegar menn tóku upp á því að slökkva götuljósin í borginni um daginn. Eitthvað tengdist þetta líklega því hatri á rafmagni sem hefur gripið um sig meðal þjóðarinnar. Maður þarf heldur ekki að fara langt til að komast í myrkur á Íslandi. Landið er bókstaflega fullt af því. Manni verður líka hugsað þeirra sem bjuggu á undan okkur í þessu landi, lifðu í stanslausu myrkri hálft árið - og sá ekki á milli bæja fyrir ljósleysi. Fyrir nú utan að það var skýjað daginn sem ljósin voru slökkt. Á því voru náttúrlega yfirgnæfandi líkur. Svo er Reykjavík líka fjarskalega illa upplýst borg. Minnir jafnvel á austur-evrópskar borgir á tíma kommúnismans. Fyrir nokkrum árum fór ég um kvöld ásamt ljósmyndara að reyna að finna einhvern stað í borginni sem væri upplýstur eins og í alvöru heimsborg. Fundum náttúrlega ekki. Enduðum á horninu fyrir framan Sólon. Þar var svona sæmilega bjart. --- --- --- Í ágúst 2008 verður haldin mikil kvennafræðaráðstefna í Reykjavík. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og nú er farið að auglýsa ráðstefnuna á netinu. Verður ekki annað sagt en að umfjöllunarefni hennar sé afar forvitnilegt - yfirskrift þingsins er Kyngervi, rými og mörk eða eins og segir í lýsingu:"Þessi yfirskrift felur í sér þrjú mikilvæg hugtök kvenna- og kynjasögurannsókna. Í fyrsta lagi grundvallarhugtakið kyngervi, sem sífellt er til skoðunar og umræðu, einkum hlutverk kynjasjónarhornsins og kynjasögurannsókna innan sagnfræði. Hugtökin rými og mörk eru alla jafna notuð samhliða og gjarnan tengd öðru hugtakapari, almannasviði og einkasviði. Mikilvægt er að rannsaka og ræða hvernig rými og mörk hafa breyst í tíma og rúmi." Þessi texti er svo góður að hann hefði hæglega sómt sér í grein eftir Sokal eða þá á þessum vef hérna. Maður óttast samt að þetta sé ekki sett fram í gríni. --- --- --- Óðinn, einn af dálkahöfundum Viðskiptablaðsins, tekur upp hanskann fyrir Helga S. Guðmundsson, formann bankaráðs Seðlabankans, í blaðinu í morgun. Óðinn telur að fréttaflutningur Rúv af Helga hafi verið ósæmilegur - þar var vitnað í háskólaprófessor sem taldi að Helgi hefði lent í hagmunaárekstri þegar hann fór að kaupa hluti í Icelandair. Óðinn segir að sé naumast ef menn úr atvinnulífinu megi ekki gegna svona stöðu. En er ekki Helgi fyrst og fremst flokkspólitískur kommisar sem er settur þarna inn af Framsóknarflokknum? Einn af holdgervingum kerfis sem byggir á flokkspólitískum klíkuskap? Er máski aðeins of vinsamlegt að tala um hann sem fulltrúa atvinnulífsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Yoko Ono fer enn í taugarnar á fólki. Sumir fyrirgefa henni ekki að hafa eyðilagt Bítlana - en kommon, það var fyrir fjörutíu árum. Og frægð Bítlanna byggir auðvitað ekki síst á því að þeir hættu einmitt á þessum tíma, á toppnum. Nú er Yoko komin í hóp Íslandsvina, það verður varla þverfótað fyrir henni í bænum, og ekki heldur Sean, syni bítilsins. En skúlptúrinn sem listakonan - sem hefur verið kennd við fluxus-hreyfinguna í listum - vill setja upp í Viðey er alveg á mörkum þess að valda illdeilum. Þetta gæti hæglega orðið að því sem eitt sinn kallaðist "skammdegismál". En varla getur hin fyrirhugaða ljóssúla japönsku listakonunnar í Viðey valdið miklum spjöllum, allavega sér maður það ekki þegar rýnt er út í myrkrið á sundunum. Þau eru dimm og drungaleg. Óttast menn að íslenska myrkrið verði eyðilagt? Einhver vitlaustasta hugmynd sem ég hef vitað lengi var þegar menn tóku upp á því að slökkva götuljósin í borginni um daginn. Eitthvað tengdist þetta líklega því hatri á rafmagni sem hefur gripið um sig meðal þjóðarinnar. Maður þarf heldur ekki að fara langt til að komast í myrkur á Íslandi. Landið er bókstaflega fullt af því. Manni verður líka hugsað þeirra sem bjuggu á undan okkur í þessu landi, lifðu í stanslausu myrkri hálft árið - og sá ekki á milli bæja fyrir ljósleysi. Fyrir nú utan að það var skýjað daginn sem ljósin voru slökkt. Á því voru náttúrlega yfirgnæfandi líkur. Svo er Reykjavík líka fjarskalega illa upplýst borg. Minnir jafnvel á austur-evrópskar borgir á tíma kommúnismans. Fyrir nokkrum árum fór ég um kvöld ásamt ljósmyndara að reyna að finna einhvern stað í borginni sem væri upplýstur eins og í alvöru heimsborg. Fundum náttúrlega ekki. Enduðum á horninu fyrir framan Sólon. Þar var svona sæmilega bjart. --- --- --- Í ágúst 2008 verður haldin mikil kvennafræðaráðstefna í Reykjavík. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og nú er farið að auglýsa ráðstefnuna á netinu. Verður ekki annað sagt en að umfjöllunarefni hennar sé afar forvitnilegt - yfirskrift þingsins er Kyngervi, rými og mörk eða eins og segir í lýsingu:"Þessi yfirskrift felur í sér þrjú mikilvæg hugtök kvenna- og kynjasögurannsókna. Í fyrsta lagi grundvallarhugtakið kyngervi, sem sífellt er til skoðunar og umræðu, einkum hlutverk kynjasjónarhornsins og kynjasögurannsókna innan sagnfræði. Hugtökin rými og mörk eru alla jafna notuð samhliða og gjarnan tengd öðru hugtakapari, almannasviði og einkasviði. Mikilvægt er að rannsaka og ræða hvernig rými og mörk hafa breyst í tíma og rúmi." Þessi texti er svo góður að hann hefði hæglega sómt sér í grein eftir Sokal eða þá á þessum vef hérna. Maður óttast samt að þetta sé ekki sett fram í gríni. --- --- --- Óðinn, einn af dálkahöfundum Viðskiptablaðsins, tekur upp hanskann fyrir Helga S. Guðmundsson, formann bankaráðs Seðlabankans, í blaðinu í morgun. Óðinn telur að fréttaflutningur Rúv af Helga hafi verið ósæmilegur - þar var vitnað í háskólaprófessor sem taldi að Helgi hefði lent í hagmunaárekstri þegar hann fór að kaupa hluti í Icelandair. Óðinn segir að sé naumast ef menn úr atvinnulífinu megi ekki gegna svona stöðu. En er ekki Helgi fyrst og fremst flokkspólitískur kommisar sem er settur þarna inn af Framsóknarflokknum? Einn af holdgervingum kerfis sem byggir á flokkspólitískum klíkuskap? Er máski aðeins of vinsamlegt að tala um hann sem fulltrúa atvinnulífsins?
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun