Hjón á miðjum aldri óska eftir svefni 23. september 2006 07:00 Eftir að ég fæddi þriðju dóttur mína var ég að drepast í mjöðmunum. Ég fann til í hverju skrefi og haltraði um eins og útbrunnin hornkerling sem les í skrokkinn á sér eins og veðurkort og finnur á mjöðminni ef lægð er á leiðinni. Ég sá fyrir mér lífið í eldhúskróknum þar sem ég reri fram í gráðið og nuddaði lífi í skrokkinn á morgnana. Velti því líka fyrir mér hvort almættið væri að kyrrsetja mig svo ég gæti betur sinnt eldhússtörfunum. Svo ég leitaði mér hjálpar hjá heimilislækninum sem vísaði mér í sjúkraþjálfun. Ég fór í bylgjur og hita og nudd og teygjur − í marga mánuði haltraði ég upp stigann til að komast í sjúkraþjálfun og ég haltraði niður stigann aftur. Einn dag í sjálfsvorkun og vonleysi datt mér í hug að fara í nudd. Ég pantaði tíma hjá nuddara í Baðhúsi Lindu og bjóst við ilmolíum, góðri slökun og notalegheitum. En áður en ég veit af er nuddkonan komin upp á bekkinn til mín þar sem hún hamast á mjöðmunum á mér eins og bestía. Þetta var ekki alveg það sem ég hafði átt von á frá þessar viðmótsþýðu ungu konu. En kraftaverkið gerist! Allt í einu var eins og gysi upp úr mjöðmunum áþreifanlegur kuldi − ég fann kuldann yfirgefa mig og svífa burt og síðan streymdi hiti um mig eins og kveikt hefði verið bál inni í mér. Og ég var útgrátin og agndofa − skildi ekki hvað hafði komið fyrir mig. Ég hef aldrei fundið til í mjöðmunum síðan. Og enn þann dag í dag − þó að ekkert sé að mér − fer ég stundum í nudd til Unnar - og kannski er það einmitt þess vegna sem ekkert er að mér. Nema hvað - það var enginn galdur sem ég upplifði. Ég hafði bara kynnst því á eigin skinni að líkaminn er meira en efni. Við erum líka orka. Ný uppgötvun fyrir mig, sem er alin upp við vestræna vísindahyggju, en aldagamall sannleikur í Indlandi og Kína. Þegar fjórða stelpan mín mætti í þennan heim var hún ekki viss um að þetta væri öruggur staður. Strax í móðurkviði hafði hún upplifað kvíðakast hjá móður sinni. Hún hafði tekið til sín ótta og spennu ... og kannski svolítið óæskilega mynd af jarðlífinu. Sú litla taldi því öruggast að vera við brjóstið á mömmu sinni. Hún var ekki viss um að það væri óhætt að sofna og svaf því lítið og stutt í einu og hún átti það til að hrökkva upp með harmkvælum eins og skrattinn hefði birst henni. Þegar ég bar mig upp við ungbarnaverndina á heilsugæslunni var mér sagt að láta barnið gráta sig í svefn. Ég hélt nú ekki - ég hafði aldrei heyrt annað eins bull. Nú voru góð ráð dýr því við hjónin, komin á miðjan aldur, þurftum endilega að fá svefn hvað úr hverju. Ég fór að spyrjast fyrir og leita lausna í óhefðbundna geiranum - þó með allan vara á. Ætlaði ekki að taka neina sjensa með þetta viðkvæma blóm sem mér hafði verið treyst fyrir. Snorri sundkennari er traustur maður og sagðist hafa heyrt vel látið af konu sem tæki börn í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. Og hún væri enginn kuklari, heldur sjúkraþjálfari sem hefði traustan grunn í anatómíu og lífefnafræði. Við hjónin mættum bæði með snúllu á stofuna til Erlu uppi í Mosfellsbæ. Sú stutta í fanginu á mér og við skoðuðum bók. Erla var með lokuð augun og hélt um hana miðja. Þegar tíminn var búinn var barnið uppgefið og hún svaf lengur en nokkru sinnum fyrr. Það var eins og slaknað hefði á henni og henni leið betur. Eftir annan tímann var komið nýtt öryggi í barnið og hún svaf heila nótt í fyrsta skiptið. Mannlegi þátturinn Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Eftir að ég fæddi þriðju dóttur mína var ég að drepast í mjöðmunum. Ég fann til í hverju skrefi og haltraði um eins og útbrunnin hornkerling sem les í skrokkinn á sér eins og veðurkort og finnur á mjöðminni ef lægð er á leiðinni. Ég sá fyrir mér lífið í eldhúskróknum þar sem ég reri fram í gráðið og nuddaði lífi í skrokkinn á morgnana. Velti því líka fyrir mér hvort almættið væri að kyrrsetja mig svo ég gæti betur sinnt eldhússtörfunum. Svo ég leitaði mér hjálpar hjá heimilislækninum sem vísaði mér í sjúkraþjálfun. Ég fór í bylgjur og hita og nudd og teygjur − í marga mánuði haltraði ég upp stigann til að komast í sjúkraþjálfun og ég haltraði niður stigann aftur. Einn dag í sjálfsvorkun og vonleysi datt mér í hug að fara í nudd. Ég pantaði tíma hjá nuddara í Baðhúsi Lindu og bjóst við ilmolíum, góðri slökun og notalegheitum. En áður en ég veit af er nuddkonan komin upp á bekkinn til mín þar sem hún hamast á mjöðmunum á mér eins og bestía. Þetta var ekki alveg það sem ég hafði átt von á frá þessar viðmótsþýðu ungu konu. En kraftaverkið gerist! Allt í einu var eins og gysi upp úr mjöðmunum áþreifanlegur kuldi − ég fann kuldann yfirgefa mig og svífa burt og síðan streymdi hiti um mig eins og kveikt hefði verið bál inni í mér. Og ég var útgrátin og agndofa − skildi ekki hvað hafði komið fyrir mig. Ég hef aldrei fundið til í mjöðmunum síðan. Og enn þann dag í dag − þó að ekkert sé að mér − fer ég stundum í nudd til Unnar - og kannski er það einmitt þess vegna sem ekkert er að mér. Nema hvað - það var enginn galdur sem ég upplifði. Ég hafði bara kynnst því á eigin skinni að líkaminn er meira en efni. Við erum líka orka. Ný uppgötvun fyrir mig, sem er alin upp við vestræna vísindahyggju, en aldagamall sannleikur í Indlandi og Kína. Þegar fjórða stelpan mín mætti í þennan heim var hún ekki viss um að þetta væri öruggur staður. Strax í móðurkviði hafði hún upplifað kvíðakast hjá móður sinni. Hún hafði tekið til sín ótta og spennu ... og kannski svolítið óæskilega mynd af jarðlífinu. Sú litla taldi því öruggast að vera við brjóstið á mömmu sinni. Hún var ekki viss um að það væri óhætt að sofna og svaf því lítið og stutt í einu og hún átti það til að hrökkva upp með harmkvælum eins og skrattinn hefði birst henni. Þegar ég bar mig upp við ungbarnaverndina á heilsugæslunni var mér sagt að láta barnið gráta sig í svefn. Ég hélt nú ekki - ég hafði aldrei heyrt annað eins bull. Nú voru góð ráð dýr því við hjónin, komin á miðjan aldur, þurftum endilega að fá svefn hvað úr hverju. Ég fór að spyrjast fyrir og leita lausna í óhefðbundna geiranum - þó með allan vara á. Ætlaði ekki að taka neina sjensa með þetta viðkvæma blóm sem mér hafði verið treyst fyrir. Snorri sundkennari er traustur maður og sagðist hafa heyrt vel látið af konu sem tæki börn í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. Og hún væri enginn kuklari, heldur sjúkraþjálfari sem hefði traustan grunn í anatómíu og lífefnafræði. Við hjónin mættum bæði með snúllu á stofuna til Erlu uppi í Mosfellsbæ. Sú stutta í fanginu á mér og við skoðuðum bók. Erla var með lokuð augun og hélt um hana miðja. Þegar tíminn var búinn var barnið uppgefið og hún svaf lengur en nokkru sinnum fyrr. Það var eins og slaknað hefði á henni og henni leið betur. Eftir annan tímann var komið nýtt öryggi í barnið og hún svaf heila nótt í fyrsta skiptið.
Mannlegi þátturinn Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira