Landspítalinn rifti einhliða samningi við Mæðraverndina 8. nóvember 2006 17:01 Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Mæðraverndar. Forstöðumaður heilsuverndar barna sagðist í fréttum NFS í sumar óttast að núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar myndi heyra sögunni til ef hún flytti í Mjóddina. Það er nú að rætast. "Það er algjört klúður að þetta hús hafi verið selt," segir Sigríður Sía. Fyrir rúmum fimm árum fóru milli 50-60 milljónir króna í að breyta húsnæðinu á Barónstíg svo það hentaði betur mæðraverndinni. Samt var húsið selt og þar til fyrir hálfum mánuði stóð til að mæðraverndin flytti inn í Mjóddina nú seinnipartinn í nóvember en það vildi Landspítalinn, sem mannar læknastöður Mæðraverndar, ekki. "Svo var það á fundi fyrir hálfum mánuði að Landspítalinn rifti samningi við Miðstöð mæðraverndar sem var í gildi til ársins 2009 og ætlar að stofna sína eigin áhættumeðgöngudeild upp á kvennadeild Landspítalans." Mæðraverndin átti að deila húsnæði með miðstöð heilsuverndar barna í fyrrum keilusal í Mjóddinni sem smiðir eru nú að gera kláran. "Það er afskaplega sérstakt að á sömu stundu og hér eru iðnaðarmenn að ganga frá húsnæðinu þá eru smiðir niðri á kvennadeild Landspítalans að innrétta nýja deild. Það kostar sitt. Það er staðreynd að á fimm árum er í raun og veru búið að leggja kostnað í þrjár deildir til að sinna áhættumeðgöngu." "Eftir þessa reynslu hef ég velt því fyrir mér hver taki í raun og veru ákvarðanir í íslensku heilbrigðiskerfi." Heilbrigðar konur fara því hér eftir í meðgöngueftirlit á heilsugæslustöðvar en frá 24. nóvember fara konur á áhættumeðgöngu á nýja móttöku á Landspítalanum. Þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur milli ljósmæðra og lækna, segir Sigríður Sía, og telur að verið sé að stíga skref afturábak í mæðravernd um áratugi. Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Mæðraverndar. Forstöðumaður heilsuverndar barna sagðist í fréttum NFS í sumar óttast að núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar myndi heyra sögunni til ef hún flytti í Mjóddina. Það er nú að rætast. "Það er algjört klúður að þetta hús hafi verið selt," segir Sigríður Sía. Fyrir rúmum fimm árum fóru milli 50-60 milljónir króna í að breyta húsnæðinu á Barónstíg svo það hentaði betur mæðraverndinni. Samt var húsið selt og þar til fyrir hálfum mánuði stóð til að mæðraverndin flytti inn í Mjóddina nú seinnipartinn í nóvember en það vildi Landspítalinn, sem mannar læknastöður Mæðraverndar, ekki. "Svo var það á fundi fyrir hálfum mánuði að Landspítalinn rifti samningi við Miðstöð mæðraverndar sem var í gildi til ársins 2009 og ætlar að stofna sína eigin áhættumeðgöngudeild upp á kvennadeild Landspítalans." Mæðraverndin átti að deila húsnæði með miðstöð heilsuverndar barna í fyrrum keilusal í Mjóddinni sem smiðir eru nú að gera kláran. "Það er afskaplega sérstakt að á sömu stundu og hér eru iðnaðarmenn að ganga frá húsnæðinu þá eru smiðir niðri á kvennadeild Landspítalans að innrétta nýja deild. Það kostar sitt. Það er staðreynd að á fimm árum er í raun og veru búið að leggja kostnað í þrjár deildir til að sinna áhættumeðgöngu." "Eftir þessa reynslu hef ég velt því fyrir mér hver taki í raun og veru ákvarðanir í íslensku heilbrigðiskerfi." Heilbrigðar konur fara því hér eftir í meðgöngueftirlit á heilsugæslustöðvar en frá 24. nóvember fara konur á áhættumeðgöngu á nýja móttöku á Landspítalanum. Þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur milli ljósmæðra og lækna, segir Sigríður Sía, og telur að verið sé að stíga skref afturábak í mæðravernd um áratugi.
Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira