Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna 19. nóvember 2006 17:50 Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna, ella fá þau bætt með einhverjum hætti. Á þessu stranda samningaviðræður við Flugstoðir ohf. Um 220 þeirra sem starfa hjá Flugmálastjórn var boðið starf hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi, Flugstoðum ohf., og hefur meirihluti þeirra þegar ráðið sig þangað. Um 100 manns hafa hins vegar ekki skrifað undir samning og eru um 60 þeirra flugumferðarstjórar. Ráðningarfrestur var framlengdur í þriðja sinni í dag, nú til 30. nóvember, en hann átti að renna út á morgun. En á hverju strandar í viðræðum við flugumferðarstjóra? "Til að flugumferðarstjórar ráði sig til hins nýja félags þarf að ganga frá ýmsum atriðum sem að fóru fyrir bí þegar starfsfólki var sagt upp og lögin um réttindi starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru brotin," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vilja flugumferðarstjórar þá halda réttindum opinberra starfsmanna eða fá þau bætt, til dæmis með launahækkunum? "Við viljum helst halda þessum réttindum og það er vel hægt að semja um það í kjarasamningum." Loftur vill að menn setjist niður og leysi þetta mál hið fyrsta. "Við viljum setjast niður með fulltrúum Flugstoða og ræða þessi mál. Tíminn styttist, það er ekki nema einn og hálfur mánuður til stefnu og í rauninni hefur ekkert verið gert í þessu. Meðal annars hefur steytt á því að flugumferðarstjórar vilja halda þeim lífeyrisréttindum sem þeir hafa núna. LSR mun funda um málið á fimmtudaginn en Loftur segir að flugumferðarstjórar muni ekki skrifa undir þótt í ljós komi að þeir haldi lífeyrisréttindum sínum. "Það er ekki nóg. Það þarf að gera nýjan kjarasamning og þar þarf að taka réttindum og ráðningarkjörum starfsmanna. En ég efast ekki um að við getum náð samkomulagi." Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Flugstoða ohf. vildi ekki tjá sig um deiluna í dag. Málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna, ella fá þau bætt með einhverjum hætti. Á þessu stranda samningaviðræður við Flugstoðir ohf. Um 220 þeirra sem starfa hjá Flugmálastjórn var boðið starf hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi, Flugstoðum ohf., og hefur meirihluti þeirra þegar ráðið sig þangað. Um 100 manns hafa hins vegar ekki skrifað undir samning og eru um 60 þeirra flugumferðarstjórar. Ráðningarfrestur var framlengdur í þriðja sinni í dag, nú til 30. nóvember, en hann átti að renna út á morgun. En á hverju strandar í viðræðum við flugumferðarstjóra? "Til að flugumferðarstjórar ráði sig til hins nýja félags þarf að ganga frá ýmsum atriðum sem að fóru fyrir bí þegar starfsfólki var sagt upp og lögin um réttindi starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru brotin," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vilja flugumferðarstjórar þá halda réttindum opinberra starfsmanna eða fá þau bætt, til dæmis með launahækkunum? "Við viljum helst halda þessum réttindum og það er vel hægt að semja um það í kjarasamningum." Loftur vill að menn setjist niður og leysi þetta mál hið fyrsta. "Við viljum setjast niður með fulltrúum Flugstoða og ræða þessi mál. Tíminn styttist, það er ekki nema einn og hálfur mánuður til stefnu og í rauninni hefur ekkert verið gert í þessu. Meðal annars hefur steytt á því að flugumferðarstjórar vilja halda þeim lífeyrisréttindum sem þeir hafa núna. LSR mun funda um málið á fimmtudaginn en Loftur segir að flugumferðarstjórar muni ekki skrifa undir þótt í ljós komi að þeir haldi lífeyrisréttindum sínum. "Það er ekki nóg. Það þarf að gera nýjan kjarasamning og þar þarf að taka réttindum og ráðningarkjörum starfsmanna. En ég efast ekki um að við getum náð samkomulagi." Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Flugstoða ohf. vildi ekki tjá sig um deiluna í dag. Málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira