Sjúkdómsvæðing meðgöngunnar 22. nóvember 2006 18:06 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna. Ráðherra og þingmenn tókust á um niðurlagningu Miðstöðvar mæðraverndar í núverandi mynd í utandagskrárumræðum á alþingi í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar var málshefjandi og sagði rökin fyrir flutningi áhættumeðgöngueftirlits á Landspítalann húsnæðislegs eðlis en ekki heilsufarslegs. Kolbrún Halldórsdóttir sagði verðandi mæður uggandi um sinn hag. "Þetta eru ömurleg eftirmæli áhugalausrar ríkisstjórnar. Þarna er framsóknarflokknum rétt lýst. Hann gerir ekkert með reynslu og þekkingu ljósmæðra, lækna og annars starfsfólks Miðstöðvar mæðraverndar, leggur niður þjónustuna sem hefur átt sér stað í nútímalegu heilsuverndarumhverfi og sjúkdómavæðir meðgönguna." Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði skipulagsbreytingar sem hafa orðið í meðgöngueftirliti til bóta - hins vegar gagnrýndi hún hve hratt þessi breyting hefði orðið. "Og þá hlýt ég einnig að gagnrýna ákveðið stefnuleysi í þessum málum því á stuttum tíma hefur verið lagt í miklar fjárfestingar í breytingar á húsnæði og þjálfun starfsfólks til ákveðinna verkefna sem nú er hætta á að fari í súginn." Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra mótmælti harðlega. "Ég vísa því algerlega á bug að við séum að stíga skref afturábak. Það er kolrangt að halda því fram. Við ætlum að veita þunguðum konum á Íslandi þá fullkomnustu þjónustu sem völ er á." Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna. Ráðherra og þingmenn tókust á um niðurlagningu Miðstöðvar mæðraverndar í núverandi mynd í utandagskrárumræðum á alþingi í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar var málshefjandi og sagði rökin fyrir flutningi áhættumeðgöngueftirlits á Landspítalann húsnæðislegs eðlis en ekki heilsufarslegs. Kolbrún Halldórsdóttir sagði verðandi mæður uggandi um sinn hag. "Þetta eru ömurleg eftirmæli áhugalausrar ríkisstjórnar. Þarna er framsóknarflokknum rétt lýst. Hann gerir ekkert með reynslu og þekkingu ljósmæðra, lækna og annars starfsfólks Miðstöðvar mæðraverndar, leggur niður þjónustuna sem hefur átt sér stað í nútímalegu heilsuverndarumhverfi og sjúkdómavæðir meðgönguna." Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði skipulagsbreytingar sem hafa orðið í meðgöngueftirliti til bóta - hins vegar gagnrýndi hún hve hratt þessi breyting hefði orðið. "Og þá hlýt ég einnig að gagnrýna ákveðið stefnuleysi í þessum málum því á stuttum tíma hefur verið lagt í miklar fjárfestingar í breytingar á húsnæði og þjálfun starfsfólks til ákveðinna verkefna sem nú er hætta á að fari í súginn." Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra mótmælti harðlega. "Ég vísa því algerlega á bug að við séum að stíga skref afturábak. Það er kolrangt að halda því fram. Við ætlum að veita þunguðum konum á Íslandi þá fullkomnustu þjónustu sem völ er á."
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira