Buðu bætur en viðurkenna ekki skaða 22. nóvember 2006 18:54 Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. Málflutningur var í skaðabótamálinu í dag. Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 160 milljónir króna. Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar rakti hvernig olíufélögin hefðu haft samráð 1996 í útboðum um viðskipi vegna Strætó og fleiri aðila. Félögin hafi "rottað' sig saman eins og lögmaðurinn orðaði það og samið sín á milli um að Skeljungur fengi viðskiptin næstu árin en borguðu Essó og Olís fasta hlutfallsgreiðslu fyrir að bjóða hærra í útboðinu. Sannað væri að Skeljungur hefði borgað hinum tveimur fyrir að trufla ekki þau viðskipti. Borgin byggir bótakröfu sína á því að árið 2001 hafi verið útboð - án samráðs - og þá hafi dísellítrinn lækkað um tæpar fimmtán krónur. Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið en höfnuðu bótakröfum borgarinnar. Töldu lögmennirnir að borgin hefði ekki fært sönnur á að hún hefði orðið fyrir skaða vegna samráðsins - hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Ekki væri hægt að miða við síðara útboðið árið 2001 í bótakröfunni því þá væri horft væri framhjá flóknum þáttum t.d. breytingum í hagkerfinu. Þetta væri ótækt viðmið. Taldi lögmaður Skeljungs að þarna væri fráleit einföldun á ferð og raunar allur málflutningur borgarinnar til þess fallinn að snúa sönnunarbyrðinni yfir á olíufélögin - það væri á skjön við viðtekin skaðabótarétt. Það brá svo við í dómi að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og raunar stjórnarformaður félagsins líka, upplýsti að allir aðilar málsins hefðu látið Jón Þór Sturluson, hagfræðing gera úttekt á mögulegum ávinningi sem olíufélögin hefðu haft af samráðinu. Niðurstaðan væri upphæð uppá 52 miljónir króna að núvirði. Þessar upplýsingar ollu titringi í dómssal því skýrsla hagfræðingsins átti greinilega að vera trúnaðarmál. Þvertóku lögmenn Skeljungs og Essó að þessi skýrsla yrði lögð fram sem málsgagn. Gísli Baldur staðfestir að þessi bótafjárhæð hafi verið boðin. Hörður Felix Harðarsson lögmaður Skeljungs vill ekki kannast við þetta tilboð en nefnir að skýrslan hafi verið málsgagn í sáttaviðræðum. Hvorugur þeirra viðurkennir að bótatilboðið feli í sér viðurkenningu á að borgin hafi orðið fyrir tjóni. Fréttir Innlent Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. Málflutningur var í skaðabótamálinu í dag. Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 160 milljónir króna. Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögmaður borgarinnar rakti hvernig olíufélögin hefðu haft samráð 1996 í útboðum um viðskipi vegna Strætó og fleiri aðila. Félögin hafi "rottað' sig saman eins og lögmaðurinn orðaði það og samið sín á milli um að Skeljungur fengi viðskiptin næstu árin en borguðu Essó og Olís fasta hlutfallsgreiðslu fyrir að bjóða hærra í útboðinu. Sannað væri að Skeljungur hefði borgað hinum tveimur fyrir að trufla ekki þau viðskipti. Borgin byggir bótakröfu sína á því að árið 2001 hafi verið útboð - án samráðs - og þá hafi dísellítrinn lækkað um tæpar fimmtán krónur. Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið en höfnuðu bótakröfum borgarinnar. Töldu lögmennirnir að borgin hefði ekki fært sönnur á að hún hefði orðið fyrir skaða vegna samráðsins - hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi. Ekki væri hægt að miða við síðara útboðið árið 2001 í bótakröfunni því þá væri horft væri framhjá flóknum þáttum t.d. breytingum í hagkerfinu. Þetta væri ótækt viðmið. Taldi lögmaður Skeljungs að þarna væri fráleit einföldun á ferð og raunar allur málflutningur borgarinnar til þess fallinn að snúa sönnunarbyrðinni yfir á olíufélögin - það væri á skjön við viðtekin skaðabótarétt. Það brá svo við í dómi að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og raunar stjórnarformaður félagsins líka, upplýsti að allir aðilar málsins hefðu látið Jón Þór Sturluson, hagfræðing gera úttekt á mögulegum ávinningi sem olíufélögin hefðu haft af samráðinu. Niðurstaðan væri upphæð uppá 52 miljónir króna að núvirði. Þessar upplýsingar ollu titringi í dómssal því skýrsla hagfræðingsins átti greinilega að vera trúnaðarmál. Þvertóku lögmenn Skeljungs og Essó að þessi skýrsla yrði lögð fram sem málsgagn. Gísli Baldur staðfestir að þessi bótafjárhæð hafi verið boðin. Hörður Felix Harðarsson lögmaður Skeljungs vill ekki kannast við þetta tilboð en nefnir að skýrslan hafi verið málsgagn í sáttaviðræðum. Hvorugur þeirra viðurkennir að bótatilboðið feli í sér viðurkenningu á að borgin hafi orðið fyrir tjóni.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira