Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl 23. nóvember 2006 15:57 Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Litháarnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldri, reyndu að smygla efninu í eldsneytistanki bifreiðar í ferjunni en efnið fannst við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Talið er víst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Mennirnir heita Sarūnas Budvytis og Virūnas Kavalčiukas. Þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 6. júlí og þegar verið var að tollafgreiða ferjuna færðu þeir VW Passat skutbifreið sína að grænu hliði án þess að vita að tollverðir hefðu ákveðið að skoða bílinn. Í ljós kom að Virūnas var ekki á farþegalista, heldur landi hans, Arvydas Kepalas, búsettur í Norwich á Englandi, sem einnig var eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Sarūnas gaf þá skýringu á þessu að hann hefði keypt bifreiðina þremur mánuðum áður og væri því réttur eigandi hennar. Við skoðun í farþegarými sáust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Þetta vakti grunsemdir tollvarða ásamt því mennirnir virtust stressaðir. Þá gáfu þeir ekki trúverðugar skýringar á ferðum sínum og sögðust enga þekkja á Íslandi og hvorki vita hvar þeir ætluðu að gista né hvað þeir myndu skoða á þeirri viku, sem þeir ætluðu að dvelja hér á landi sem almennir ferðamenn.Við nánari leit í bifreiðinni hafi fundist átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Litháarnir tveir könnuðust hins vegar ekki við að neitt væri falið í tankinum. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.Dóminum þótti sannað að mennirnir hefðu staðið á innflutningnum á amfetamíninu sem samkvæmt matsgerð reyndist mjög sterkt. Segir í dómnum að ljóst sé að hefði ákærðu tekist ætlunarverk sitt, megi gróflega áætla að unnt hefði verið að drýgja amfetamínið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni, með ríflega minni styrkleika, til söludreifingar.Mennirnir höfðu báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum og þegar tekið hafði verið tillit til þess og þess um hversu mikið magn var að ræða þótti sjö ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var allt efnið gert upptækt og sömuleiðis bíll mannanna. Einn þriggja dómara vildi þyngja refsinguna og dæma mennina í átta ára fangelsi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Litháarnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldri, reyndu að smygla efninu í eldsneytistanki bifreiðar í ferjunni en efnið fannst við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Talið er víst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Mennirnir heita Sarūnas Budvytis og Virūnas Kavalčiukas. Þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 6. júlí og þegar verið var að tollafgreiða ferjuna færðu þeir VW Passat skutbifreið sína að grænu hliði án þess að vita að tollverðir hefðu ákveðið að skoða bílinn. Í ljós kom að Virūnas var ekki á farþegalista, heldur landi hans, Arvydas Kepalas, búsettur í Norwich á Englandi, sem einnig var eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Sarūnas gaf þá skýringu á þessu að hann hefði keypt bifreiðina þremur mánuðum áður og væri því réttur eigandi hennar. Við skoðun í farþegarými sáust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Þetta vakti grunsemdir tollvarða ásamt því mennirnir virtust stressaðir. Þá gáfu þeir ekki trúverðugar skýringar á ferðum sínum og sögðust enga þekkja á Íslandi og hvorki vita hvar þeir ætluðu að gista né hvað þeir myndu skoða á þeirri viku, sem þeir ætluðu að dvelja hér á landi sem almennir ferðamenn.Við nánari leit í bifreiðinni hafi fundist átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Litháarnir tveir könnuðust hins vegar ekki við að neitt væri falið í tankinum. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.Dóminum þótti sannað að mennirnir hefðu staðið á innflutningnum á amfetamíninu sem samkvæmt matsgerð reyndist mjög sterkt. Segir í dómnum að ljóst sé að hefði ákærðu tekist ætlunarverk sitt, megi gróflega áætla að unnt hefði verið að drýgja amfetamínið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni, með ríflega minni styrkleika, til söludreifingar.Mennirnir höfðu báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum og þegar tekið hafði verið tillit til þess og þess um hversu mikið magn var að ræða þótti sjö ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var allt efnið gert upptækt og sömuleiðis bíll mannanna. Einn þriggja dómara vildi þyngja refsinguna og dæma mennina í átta ára fangelsi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira