Umferðaröryggi á Íslandi meðal þess besta í Evrópu 24. nóvember 2006 14:37 Dr. Günter Breyer á Umferðarþingi í dag. MYND/Umferðarstofa Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins. Breyer flutti erindi á Umerðarþingi á Hótel Loftleiðum í dag og benti á að í þeim löndum þar sem tíðni umferðarslysa er hæst væri fjöldi látinna í umferðinni um 200 á hverja milljón íbúa en um 50 þar sem tíðnin væri lægst. Hér á landi væri þetta hlutfall 78 látnir á hverja milljón íbúa og samkvæmt því væri Ísland í 8. sæti af 27 Evrópuþjóðum á listanum. Fórnarlömbum umferðarslysa hefur fækkað í Evrópu frá árinu 1994 og er það fyrst og fremst að þakka auknu öryggi ökutækja, framþróun öryggisbúnaðar í bílum og átaki Evrópusambandsins þar að lútandi. Fram kemur í tilkynningu frá Umferðarstofu að innan Evrópusambandsins sé lögð mikil áhersla á aukin gæði umferðarmannvirkja og er talið að það sé ein árangursríkasta leiðin til fækkunar umferðarslysa. Gerð hafi verið áætlun um aðgerðir til fækkunar umferðarslysa í Evrópu um helming á árunum 2001 til 2010 en það þýðir að fjöldi látinna myndi lækka úr 50 þúsundum í 25 þúsund. Dr. Breyer gat þess að miðað við tölur ársins 2006 myndu aðildarlönd Evrópusambandsins ekki ná þessu takmarki en niðurstaðan gæti orðið 30 þúsund fórnarlömb. Það hefði þó átt sér stað jákvæð þróun varðandi fækkun umferðarslysa á milli áranna 2004 og 2005 sem veitti mönnum vonir um að takmarkið næðist. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins. Breyer flutti erindi á Umerðarþingi á Hótel Loftleiðum í dag og benti á að í þeim löndum þar sem tíðni umferðarslysa er hæst væri fjöldi látinna í umferðinni um 200 á hverja milljón íbúa en um 50 þar sem tíðnin væri lægst. Hér á landi væri þetta hlutfall 78 látnir á hverja milljón íbúa og samkvæmt því væri Ísland í 8. sæti af 27 Evrópuþjóðum á listanum. Fórnarlömbum umferðarslysa hefur fækkað í Evrópu frá árinu 1994 og er það fyrst og fremst að þakka auknu öryggi ökutækja, framþróun öryggisbúnaðar í bílum og átaki Evrópusambandsins þar að lútandi. Fram kemur í tilkynningu frá Umferðarstofu að innan Evrópusambandsins sé lögð mikil áhersla á aukin gæði umferðarmannvirkja og er talið að það sé ein árangursríkasta leiðin til fækkunar umferðarslysa. Gerð hafi verið áætlun um aðgerðir til fækkunar umferðarslysa í Evrópu um helming á árunum 2001 til 2010 en það þýðir að fjöldi látinna myndi lækka úr 50 þúsundum í 25 þúsund. Dr. Breyer gat þess að miðað við tölur ársins 2006 myndu aðildarlönd Evrópusambandsins ekki ná þessu takmarki en niðurstaðan gæti orðið 30 þúsund fórnarlömb. Það hefði þó átt sér stað jákvæð þróun varðandi fækkun umferðarslysa á milli áranna 2004 og 2005 sem veitti mönnum vonir um að takmarkið næðist.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira