Mið tekið af auknum flutningum 24. nóvember 2006 19:17 Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari fimm hundruð olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra. Í nýrir bók spáir Trausti Valsson, prófessor og skipulagsfræðingur, því að Ísland verði í þjóðleið sjóflutninga milli Kyrrahafs og Atlantshafs þegar flutningaleiðir opnist um leið og ís minnki í Norður-Íshafi. Spáir hann því að olíuflutningaskip sem fari framhjá landinu verði orðin 500 á ári eftir aðeins sjö til átta ár. Það auki hættuna á alvarlegum umhverfisslysum við strendur landsins. Fjárfesta þurfi í öflugum varðskipum ef stór flutningaskip lendi í vanda á leið sinni. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að tekið hafi verið mið af þessu í allri áætlunargerð fyrir Landhelgisgæsluna. Endurbætur hafi verið gerðar á varðskipunum Ægi og Tý og miðað við að þau geti tekist á við stærri og þyngri skip með togvindum sínum. Auk þess sé nýtt varðskip á teikniborðinu og verið að semja við skipasmíðastöð um smíði þess. Þar sé þess einnig gætt að skipið hafi dráttargetu til að sinna stærri skipum. Auk alls þessa sé hugað að mengunarmálum. Dómsmálaráðherra bendir á að ráðuneyti hans hafi efnt til ráðstefnu með fulltrúum beggja vegna Atlanthafsins þar sem sérfræðingar hafi verið fengnir til að ræða þróun mála í sjóflutningum á hafsvæðum nærri landinu. Það sé mat allra sem þar hafi setið að eitt ríki ráði ekki við þær hamfarir sem verði ef eitthvað komi fyrir skip af þeirri stærðargráðu sem hér um ræði. Því þurfi átak ríkja til að bregðast við slíku. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari fimm hundruð olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra. Í nýrir bók spáir Trausti Valsson, prófessor og skipulagsfræðingur, því að Ísland verði í þjóðleið sjóflutninga milli Kyrrahafs og Atlantshafs þegar flutningaleiðir opnist um leið og ís minnki í Norður-Íshafi. Spáir hann því að olíuflutningaskip sem fari framhjá landinu verði orðin 500 á ári eftir aðeins sjö til átta ár. Það auki hættuna á alvarlegum umhverfisslysum við strendur landsins. Fjárfesta þurfi í öflugum varðskipum ef stór flutningaskip lendi í vanda á leið sinni. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að tekið hafi verið mið af þessu í allri áætlunargerð fyrir Landhelgisgæsluna. Endurbætur hafi verið gerðar á varðskipunum Ægi og Tý og miðað við að þau geti tekist á við stærri og þyngri skip með togvindum sínum. Auk þess sé nýtt varðskip á teikniborðinu og verið að semja við skipasmíðastöð um smíði þess. Þar sé þess einnig gætt að skipið hafi dráttargetu til að sinna stærri skipum. Auk alls þessa sé hugað að mengunarmálum. Dómsmálaráðherra bendir á að ráðuneyti hans hafi efnt til ráðstefnu með fulltrúum beggja vegna Atlanthafsins þar sem sérfræðingar hafi verið fengnir til að ræða þróun mála í sjóflutningum á hafsvæðum nærri landinu. Það sé mat allra sem þar hafi setið að eitt ríki ráði ekki við þær hamfarir sem verði ef eitthvað komi fyrir skip af þeirri stærðargráðu sem hér um ræði. Því þurfi átak ríkja til að bregðast við slíku.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira