Fjörtíu prósent starfsmanna af erlendu bergi brotin 27. nóvember 2006 12:45 Áttatíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í Reykjavík eru af erlendu bergi brotnir. MYND/Gunnar Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, gerði erlent vinnuafl í fiskvinnslu að umtalsefni í ræðu sinni á þingi Sjómannasambands Íslands í síðustu viku. Hann sagði sjávarútveg njóta góðs af starfskröftum útlendinga. Stórauka þyrfti hins vegar íslenskukennslu fyrir þennan hóp og er hann sannfærður um að starfstengd íslenskukennsla fyrir erlent fiskvinnslufólk verði til bóta fyrir fiskvinnslu í landinu og byggðarlögin í heild sinni. Erlendu starfsfólki sem starfar í fiskvinnslu hér á landi hefur fjölgað á síðustu árum. Í úttekt sem fréttastofan gerði hjá tuttugu og þremur stærstu fiskvinnslufyrirtækjum landsins kemur í ljós að fjörtíu og eitt prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi eru af erlendu bergi brotnir. Hluti þeirra hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið búsettur hér um árabil. Þvert á það sem margir telja þá er hlutfallið ekki hæst úti á landi heldur í höfuðborginni sjálfri þar sem það er 80%. Hjá Toppfiski í Reykjavík eru 90% starfsmanna í fiskvinnslu af erlendu bergi brotnir og í vinnslu HB-Granda í Reykjavík er hlutfallið 74%. Næst hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem það er tæplega 60% Lægst er það á Suðurlandi en þar er það 18% og sú fiskvinnsla sem hefur lægst hlutfall erlendra starfsmanna er fiskvinnsla HB Granda á Vopnafirði en þar er hlutfallið 2%. Stjórnendur fyrirtækjanna segjast finna mikinn mun á síðustu árum. Hjá fiskvinnslu einni á Norðurlandi voru erlendir starfsmenn tveir fyrir tveimur árum en eru nú 45. Breyting hefur ekki aðeins verið í fiskvinnslu í landi. Hjá útgerðarfyrirtækjum fengust þær upplýsingar að erlendu starfsfólki á skipunum hafi einnig fjölgað og hefur aukningin á sumum stöðum verið allt að 50%. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, gerði erlent vinnuafl í fiskvinnslu að umtalsefni í ræðu sinni á þingi Sjómannasambands Íslands í síðustu viku. Hann sagði sjávarútveg njóta góðs af starfskröftum útlendinga. Stórauka þyrfti hins vegar íslenskukennslu fyrir þennan hóp og er hann sannfærður um að starfstengd íslenskukennsla fyrir erlent fiskvinnslufólk verði til bóta fyrir fiskvinnslu í landinu og byggðarlögin í heild sinni. Erlendu starfsfólki sem starfar í fiskvinnslu hér á landi hefur fjölgað á síðustu árum. Í úttekt sem fréttastofan gerði hjá tuttugu og þremur stærstu fiskvinnslufyrirtækjum landsins kemur í ljós að fjörtíu og eitt prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi eru af erlendu bergi brotnir. Hluti þeirra hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið búsettur hér um árabil. Þvert á það sem margir telja þá er hlutfallið ekki hæst úti á landi heldur í höfuðborginni sjálfri þar sem það er 80%. Hjá Toppfiski í Reykjavík eru 90% starfsmanna í fiskvinnslu af erlendu bergi brotnir og í vinnslu HB-Granda í Reykjavík er hlutfallið 74%. Næst hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem það er tæplega 60% Lægst er það á Suðurlandi en þar er það 18% og sú fiskvinnsla sem hefur lægst hlutfall erlendra starfsmanna er fiskvinnsla HB Granda á Vopnafirði en þar er hlutfallið 2%. Stjórnendur fyrirtækjanna segjast finna mikinn mun á síðustu árum. Hjá fiskvinnslu einni á Norðurlandi voru erlendir starfsmenn tveir fyrir tveimur árum en eru nú 45. Breyting hefur ekki aðeins verið í fiskvinnslu í landi. Hjá útgerðarfyrirtækjum fengust þær upplýsingar að erlendu starfsfólki á skipunum hafi einnig fjölgað og hefur aukningin á sumum stöðum verið allt að 50%.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira