Aukin framlög til endurreisnar og þróunar í Afganistan 29. nóvember 2006 11:47 Geir H. Haarde forsætisráðherra við myndatöku vegna leiðtogafundarins ásamt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra Póllands. MYND/AP Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sótti fundinn ásamt Geir og fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að fjallað hafi verið um ástand og horfur í Afganistan og þann árangur sem náðst hefur með starfssemi Alþjóðlegu öryggissveitanna. Þar var einnig lýst eindregnum vilja til að standa við skuldbindingar samfélags þjóðanna gagnvart Afgönum og ríkisstjórn landsins. Á fundinum var einnig fjallað um samstarf NATO við önnur samtök og ríki og hugsanlega fjölgun aðildarrríkja. Forsætisráðherra fagnaði áformum um eflingu samráðs og samstarfs bandalagsins við alþjóðleg og svæðisbundin samtök og ríki sem hafa sömu grundvallargildi og hagsmuni. Hvað varðar áframhaldandi stækkun bandalagsins lýsti forsætisráðherra yfir stuðningi við væntanlega aðild Albaníu, Króatíu og fyrrum Júgóslavíulýðveldisins Makedóníu. Enn fremur tók hann undir mikilvægi nánari tengsla bandalagsins við Úkraínu og Georgíu. Þá fagnaði hann aðild Bosníu-Hersegóvníu, Serbíu og Svartfjallalands að Samstarfi í þágu friðar (PFP). Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega aðlögun Atlantshafsbandalagins sagði forsætisráðhera að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu þess til þess að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á viðvarandi tilgangi samtakanna, þ.e. sameiginlegum vörnum byggðum á sameiginlegum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi sagði hann að Ísland hefði nú þá sérstöðu á meðal aðildarríkjanna að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni fyrir íslensk stjórnvöld en janframt fyrir Atlantshafsbandalagið, enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti. Íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í N-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sótti fundinn ásamt Geir og fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að fjallað hafi verið um ástand og horfur í Afganistan og þann árangur sem náðst hefur með starfssemi Alþjóðlegu öryggissveitanna. Þar var einnig lýst eindregnum vilja til að standa við skuldbindingar samfélags þjóðanna gagnvart Afgönum og ríkisstjórn landsins. Á fundinum var einnig fjallað um samstarf NATO við önnur samtök og ríki og hugsanlega fjölgun aðildarrríkja. Forsætisráðherra fagnaði áformum um eflingu samráðs og samstarfs bandalagsins við alþjóðleg og svæðisbundin samtök og ríki sem hafa sömu grundvallargildi og hagsmuni. Hvað varðar áframhaldandi stækkun bandalagsins lýsti forsætisráðherra yfir stuðningi við væntanlega aðild Albaníu, Króatíu og fyrrum Júgóslavíulýðveldisins Makedóníu. Enn fremur tók hann undir mikilvægi nánari tengsla bandalagsins við Úkraínu og Georgíu. Þá fagnaði hann aðild Bosníu-Hersegóvníu, Serbíu og Svartfjallalands að Samstarfi í þágu friðar (PFP). Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega aðlögun Atlantshafsbandalagins sagði forsætisráðhera að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu þess til þess að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á viðvarandi tilgangi samtakanna, þ.e. sameiginlegum vörnum byggðum á sameiginlegum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi sagði hann að Ísland hefði nú þá sérstöðu á meðal aðildarríkjanna að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni fyrir íslensk stjórnvöld en janframt fyrir Atlantshafsbandalagið, enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti. Íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í N-Atlantshafsráðinu á næstu vikum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira