Sjónarhóll fær styrk frá félagsmálaráðuneyti 29. nóvember 2006 17:02 Andrés Ragnarsson og Magnús Stefánsson undirrita samninginn. MYND/Félagsmálaráðuneyti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Samningurinn tekur við af viðlíka samkomulagi sem hefur verið í gildi frá upphafi starfseminnar 2004 að undangenginni landssöfnun sem tryggði öflugt stofnframlag. „Mér er kunnugt um að hátt á fimmta hundrað fjölskyldur hafa notið margvíslegrar aðstoðar Sjónarhóls undanfarin þrjú ár," sagði félagsmálaráðherra í ávarpi sínu við undirritun samningsins. „Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að í hverju tilviki eru að baki ótal viðtöl, erindi og málaleitanir við aðra aðila til samstarfs og samræmingar í þjónustu, fjölbreytileg ráðgjöf og stuðningur - og svo má lengi telja. Hér er unnið afar mikilvægt starf sem ég veit að létt hefur álagi af miklum fjölda fólks." Samkomulagið felur í sér að á samningstímanum býður Sjónarhóll þjónustu og styður við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir með ráðgjöf, viðtölum og námskeiðum. Tilgangurinn er að nýta þekkingu og reynslu þeirra samtaka sem standa að starfsemi félagsins til þess að bæta þjónustu og styðja við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir. Þjónusta Sjónarhóls skal vera til reiðu fyrir alla landsmenn en starfsstöð félagsins er í Reykjavík. Þjónustan skal vera án endurgjalds. Markmiðið með starfi Sjónarhóls er að fjölskyldur barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara við aðrar fjölskyldur í landinu og búi við lífsskilyrði sem geri þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Actavis hf., Landsbankinn, Össur hf., Pokasjóður og Hringurinn verða áfram rekstrarlegir bakhjarlar auk þess sem Vífilfell bætist í hópinn. „Fjögur fyrirtæki, sem eru meðal þeirra öflugustu í landinu, auk Hringsins og Pokasjóðs, láta af hendi rakna fjármagn sem er sem næst til jafns við framlag félagsmálaráðuneytisins til þess að tryggja þá merku starfsemi sem hér fer fram," sagði félagsmálaráðherra. „Það ber ekki einungis vitni um gott árferði og að fyrirtækjunum vegni vel. Það er einnig til marks um þá vitund sem mér virðist fara vaxandi í atvinnulífinu almennt að auðgildið eitt ráði ekki alfarið ríkjum, manngildinu og samhjálpinni skuli goldið sitt, til farsældar fyrir samfélagið allt." Fréttir Innlent Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Samningurinn tekur við af viðlíka samkomulagi sem hefur verið í gildi frá upphafi starfseminnar 2004 að undangenginni landssöfnun sem tryggði öflugt stofnframlag. „Mér er kunnugt um að hátt á fimmta hundrað fjölskyldur hafa notið margvíslegrar aðstoðar Sjónarhóls undanfarin þrjú ár," sagði félagsmálaráðherra í ávarpi sínu við undirritun samningsins. „Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að í hverju tilviki eru að baki ótal viðtöl, erindi og málaleitanir við aðra aðila til samstarfs og samræmingar í þjónustu, fjölbreytileg ráðgjöf og stuðningur - og svo má lengi telja. Hér er unnið afar mikilvægt starf sem ég veit að létt hefur álagi af miklum fjölda fólks." Samkomulagið felur í sér að á samningstímanum býður Sjónarhóll þjónustu og styður við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir með ráðgjöf, viðtölum og námskeiðum. Tilgangurinn er að nýta þekkingu og reynslu þeirra samtaka sem standa að starfsemi félagsins til þess að bæta þjónustu og styðja við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir. Þjónusta Sjónarhóls skal vera til reiðu fyrir alla landsmenn en starfsstöð félagsins er í Reykjavík. Þjónustan skal vera án endurgjalds. Markmiðið með starfi Sjónarhóls er að fjölskyldur barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara við aðrar fjölskyldur í landinu og búi við lífsskilyrði sem geri þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Actavis hf., Landsbankinn, Össur hf., Pokasjóður og Hringurinn verða áfram rekstrarlegir bakhjarlar auk þess sem Vífilfell bætist í hópinn. „Fjögur fyrirtæki, sem eru meðal þeirra öflugustu í landinu, auk Hringsins og Pokasjóðs, láta af hendi rakna fjármagn sem er sem næst til jafns við framlag félagsmálaráðuneytisins til þess að tryggja þá merku starfsemi sem hér fer fram," sagði félagsmálaráðherra. „Það ber ekki einungis vitni um gott árferði og að fyrirtækjunum vegni vel. Það er einnig til marks um þá vitund sem mér virðist fara vaxandi í atvinnulífinu almennt að auðgildið eitt ráði ekki alfarið ríkjum, manngildinu og samhjálpinni skuli goldið sitt, til farsældar fyrir samfélagið allt."
Fréttir Innlent Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira