Innlent

Actavis kaupir bandarískt lyfjafyrirtæki

Actavis hefur keypt bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika Pharmaceuticals fyrir 181 milljón evra eða um 16,5 milljarða króna. Þar af er um helmingur kaupverðsins árangurstengdar greiðslur sem greiddar eru á næstu þremur árum. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Abrika sérhæfi sig í þróun og sölu svokallaðra forðalyfja og samheitalyfja sem eru erfið í þróun.

Forsvarsmenn Actavis segja kaupin styðja vel við þá starfsemi Amide í Bandaríkjunum sem Actavis keypti á síðasta ári. Aðeins er rúm vika síðan Actavis keypti rúmlega helminghlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje fyrir um 4,2 milljarðar króna. Fjárfestingar Actavis nema því rúmlega tuttugu milljörðum á rúmri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×