Ólund í Frjálslyndum 1. desember 2006 18:48 Margrét Sverrisdóttir fullyrðir að gagnrýni hennar á rasísk ummæli Jóns Magnússonar hafi ráðið því að hún var rekin úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins í gærkvöld. Þessu vísar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins á bug. Bæði vísa frá sér spurningum um klofning í flokknum. Það hriktir í stoðum Frjálslyndra á sama tíma og fylgiskannanir spá flokknum yfir ellefu prósenta fylgi. Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslyndra - og verðandi þingmannsefni - var í gærkvöld sagt upp störfum. Margrét segir að uppsögnina megi rekja til gagnrýni hennar á "rasísk" ummæli Jóns Magnússonar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins furðar sig á ummælum Margrétar. Þingflokkurinn hafi talið að starfsmaður hans yrði að geta starfað óskiptur fyrir þingflokkinn og ljóst væri að Margrét yrði á fullu í kosningabaráttu í vor. Fráleitt væri að tengja uppsögnina við ummæli Jóns Magnússonar. Vísar Guðjón því á bug að Frjálslyndir séu að sækja fylgisaukningu á grundvelli kynþáttafordóma þó að þeir hafi markað sér skýra stefnu í málefnum innflytjenda. Vandamálin í þeim málaflokki séu einnig að koma bersýnilega í ljós meðal annars í húsnæðismálum. Stefna flokksins í þessum málum hafi legið skýr fyrir í vor. Fróðlegt er að skoða brottvikningu Margrétar í ljósi ummæla Sverris föður hennar, og guðföður Frjálslynda flokksins, í Silfri Egils fyrir viku. Þar sem hann gagnrýndi Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann flokksins og Guðjón Arnar fyrir að skjóta pólitísku skjólshúsi yfir Jón Magnússon, sem hann kallaði "pólitískan umrenning". Telur Guðjón Arnar að þetta séu kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni flokksins og á erfitt með að skilja hvað búi að bakil. Aðspurður um hvort flokkurinn sé klofinn segir hann að aðrir verði að svara því. Margrét svaraði aðspurð á sömu lund í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Margrét Sverrisdóttir fullyrðir að gagnrýni hennar á rasísk ummæli Jóns Magnússonar hafi ráðið því að hún var rekin úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins í gærkvöld. Þessu vísar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins á bug. Bæði vísa frá sér spurningum um klofning í flokknum. Það hriktir í stoðum Frjálslyndra á sama tíma og fylgiskannanir spá flokknum yfir ellefu prósenta fylgi. Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslyndra - og verðandi þingmannsefni - var í gærkvöld sagt upp störfum. Margrét segir að uppsögnina megi rekja til gagnrýni hennar á "rasísk" ummæli Jóns Magnússonar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins furðar sig á ummælum Margrétar. Þingflokkurinn hafi talið að starfsmaður hans yrði að geta starfað óskiptur fyrir þingflokkinn og ljóst væri að Margrét yrði á fullu í kosningabaráttu í vor. Fráleitt væri að tengja uppsögnina við ummæli Jóns Magnússonar. Vísar Guðjón því á bug að Frjálslyndir séu að sækja fylgisaukningu á grundvelli kynþáttafordóma þó að þeir hafi markað sér skýra stefnu í málefnum innflytjenda. Vandamálin í þeim málaflokki séu einnig að koma bersýnilega í ljós meðal annars í húsnæðismálum. Stefna flokksins í þessum málum hafi legið skýr fyrir í vor. Fróðlegt er að skoða brottvikningu Margrétar í ljósi ummæla Sverris föður hennar, og guðföður Frjálslynda flokksins, í Silfri Egils fyrir viku. Þar sem hann gagnrýndi Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann flokksins og Guðjón Arnar fyrir að skjóta pólitísku skjólshúsi yfir Jón Magnússon, sem hann kallaði "pólitískan umrenning". Telur Guðjón Arnar að þetta séu kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni flokksins og á erfitt með að skilja hvað búi að bakil. Aðspurður um hvort flokkurinn sé klofinn segir hann að aðrir verði að svara því. Margrét svaraði aðspurð á sömu lund í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira