Bókmenntafélagið 2. desember 2006 06:00 Á merkum tímamótum elsta félags Íslands - 190 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags - er ekki úr vegi að menn reyni að gera sér grein fyrir þeim miklu áhrifum sem félag þetta hefur haft á íslenska menningu fyrr og síðar, þótt starfsemi þess hafi ekki alltaf farið hátt. Það er ekki nóg með að félagið hafi á þessum 190 árum verið leiðandi í því að veita hingað erlendum menningarstraumum með þýðingum og útgáfu á ýmsum grundvallarritum heimsbókmenntanna, heldur hefur það ekki síður lagt sitt af mörkum til að varðveita menningarog atvinnusögu lands okkar. Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað 1816 og hefur starfað óslitið allar götur síðan. Forveri þess var Hið íslenska lærdómsfélag sem stofnað var árið 1779, en félögin voru svo sameinuð tveimur árum eftir stofnun Bókmenntafélagsins. Þegar litið er yfir starfssögu þessa merka félags kemur í ljós að það hefur ekki aðeins látið sig varða bókaútgáfu og fræðastarfsemi heldur kom það nálægt margs konar annarri starfsemi fyrr á tímum, starfsemi sem nú er orðin að heilu stofnununum sem reknar eru á vegum ríkisins fyrir fé skattborgaranna. Hið íslenska bókmenntafélag hafði þannig forgöngu um mælingu landsins og gaf út fyrsta rétta uppdráttinn af því. Þá annaðist félagið veðurathuganir fyrir Dani, lét safna miklu efni í Íslandslýsingu þeirra tíma, hafði forgöngu um stofnun Landsbókasafnsins og safnaði og gaf út þeirra tíma lagasafn og hagtíðindi. Auk þess lét félagið sig önnur verkefni varða, sem hafa komið síðari tíma kynslóðum vel til að átta sig á hvernig lífi menn lifðu hér á landi áður fyrr. Einn er sá þáttur í starfsemi félagsins sem ekki er hvað ómerkastur, en það er útgáfa Skírnis, sem komið hefur út síðan 1927 og er elsta tímarit á Norðurlöndum. Fyrst í stað var tímaritið eins konar fréttatímarit, og er merkileg heimild um samtímann hvað það varðar, en nú á síðari árum er Skírnir fyrst og fremst bókmennta- og fræðatímarit. Það er leitun að félagi eins og þessu erlendis og einsdæmi hérlendis að frjálst félag eigi svo langa og merkilega sögu. Því er mikilvægt að það lifi og dafni um ókomna framtíð, þrátt fyrir tækniframfarir og breytingar á síðari árum. En það eru einmitt þessar miklu tækniframfarir sem segja má að ógni útgáfu Hins íslenska bókmenntafélags um þessar mundir. Forsvarsmenn félagsins telja að bækur og annað efni útgefið á vegum félagsins hafi aldrei verið eins mikið notað og nú um stundir, en hins vegar er sala bóka félagsins ekki í samræmi við það. Rit og bækur félagsins eru notuð á bókasöfnum og þau eintök sem þaðan fást eru ljósrituð og afrituð rafrænt sem aldrei fyrr. Þess eru jafnvel dæmi að kennarar í framhaldsskólum og háskólum standi sjálfir fyrir þessari afritun og útbýti sem kennslugögnum sínum. Þarna eru menn að fara á skjön við lög og almennt siðferði, og það þeir sem síst skyldi - því hvar er fræðslu- og fræðimannsheiður þeirra sem slíka iðju stunda? Ef svo heldur sem fram horfir má jafnvel búast við að draga verði saman í útgáfustarfsemi Bókmenntafélagsins, sem kæmi þá niður á komandi kynslóðum. Fyrir bragðið yrði minna um fræðirit á íslensku, en þeim mun meira notað af erlendum fræðiritum á erlendum tungum, sem væri skref aftur á bak. Hér þarf að verða hugarfarsbreyting meðal skólamanna, en jafnframt þarf að búa svo um hnútana að nemendur og menntastofanir sjái sér fært að afla sér bóka og annarra rita sem nauðsynleg eru við nám og kennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun
Á merkum tímamótum elsta félags Íslands - 190 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags - er ekki úr vegi að menn reyni að gera sér grein fyrir þeim miklu áhrifum sem félag þetta hefur haft á íslenska menningu fyrr og síðar, þótt starfsemi þess hafi ekki alltaf farið hátt. Það er ekki nóg með að félagið hafi á þessum 190 árum verið leiðandi í því að veita hingað erlendum menningarstraumum með þýðingum og útgáfu á ýmsum grundvallarritum heimsbókmenntanna, heldur hefur það ekki síður lagt sitt af mörkum til að varðveita menningarog atvinnusögu lands okkar. Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað 1816 og hefur starfað óslitið allar götur síðan. Forveri þess var Hið íslenska lærdómsfélag sem stofnað var árið 1779, en félögin voru svo sameinuð tveimur árum eftir stofnun Bókmenntafélagsins. Þegar litið er yfir starfssögu þessa merka félags kemur í ljós að það hefur ekki aðeins látið sig varða bókaútgáfu og fræðastarfsemi heldur kom það nálægt margs konar annarri starfsemi fyrr á tímum, starfsemi sem nú er orðin að heilu stofnununum sem reknar eru á vegum ríkisins fyrir fé skattborgaranna. Hið íslenska bókmenntafélag hafði þannig forgöngu um mælingu landsins og gaf út fyrsta rétta uppdráttinn af því. Þá annaðist félagið veðurathuganir fyrir Dani, lét safna miklu efni í Íslandslýsingu þeirra tíma, hafði forgöngu um stofnun Landsbókasafnsins og safnaði og gaf út þeirra tíma lagasafn og hagtíðindi. Auk þess lét félagið sig önnur verkefni varða, sem hafa komið síðari tíma kynslóðum vel til að átta sig á hvernig lífi menn lifðu hér á landi áður fyrr. Einn er sá þáttur í starfsemi félagsins sem ekki er hvað ómerkastur, en það er útgáfa Skírnis, sem komið hefur út síðan 1927 og er elsta tímarit á Norðurlöndum. Fyrst í stað var tímaritið eins konar fréttatímarit, og er merkileg heimild um samtímann hvað það varðar, en nú á síðari árum er Skírnir fyrst og fremst bókmennta- og fræðatímarit. Það er leitun að félagi eins og þessu erlendis og einsdæmi hérlendis að frjálst félag eigi svo langa og merkilega sögu. Því er mikilvægt að það lifi og dafni um ókomna framtíð, þrátt fyrir tækniframfarir og breytingar á síðari árum. En það eru einmitt þessar miklu tækniframfarir sem segja má að ógni útgáfu Hins íslenska bókmenntafélags um þessar mundir. Forsvarsmenn félagsins telja að bækur og annað efni útgefið á vegum félagsins hafi aldrei verið eins mikið notað og nú um stundir, en hins vegar er sala bóka félagsins ekki í samræmi við það. Rit og bækur félagsins eru notuð á bókasöfnum og þau eintök sem þaðan fást eru ljósrituð og afrituð rafrænt sem aldrei fyrr. Þess eru jafnvel dæmi að kennarar í framhaldsskólum og háskólum standi sjálfir fyrir þessari afritun og útbýti sem kennslugögnum sínum. Þarna eru menn að fara á skjön við lög og almennt siðferði, og það þeir sem síst skyldi - því hvar er fræðslu- og fræðimannsheiður þeirra sem slíka iðju stunda? Ef svo heldur sem fram horfir má jafnvel búast við að draga verði saman í útgáfustarfsemi Bókmenntafélagsins, sem kæmi þá niður á komandi kynslóðum. Fyrir bragðið yrði minna um fræðirit á íslensku, en þeim mun meira notað af erlendum fræðiritum á erlendum tungum, sem væri skref aftur á bak. Hér þarf að verða hugarfarsbreyting meðal skólamanna, en jafnframt þarf að búa svo um hnútana að nemendur og menntastofanir sjái sér fært að afla sér bóka og annarra rita sem nauðsynleg eru við nám og kennslu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun