14 milljarða afgangur 5. desember 2006 18:31 Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur. Áætlunin var kynnt um hádegið og síðan tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi nú síðdegis. Samkvæmt áætluninni munu hreinar skuldir hjá helstu sjóðum borgarinnar lækka um 28,2 milljarða króna og peningaleg staða, að undanskilinni lífeyrisskuldbindingu verður 4,6 milljarðar en það er í fyrsta sinn í mörg ár sem sú tala er jákvæð, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hagnaður um 13,7 milljarða króna kemur að mestu leyti til vegna sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun en fyrir hann fékk borgin 10 milljarða eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Borgarstjóri segir ýmislegt þurfa að lagfæra í fjármálastjórn borgarinnar en stefnan sé að ná jafnvægi á kjörtímabilinu. "Stöðunni verður ekki breytt á einni nóttu, við fórum í miklar hagræðingaraðgerðir í sumar og tókst að hagræða um 700 milljónir," segir Vilhjálmur. Útsvar verður óbreytt, fasteignaskattar lækka um 10% og svo aftur um 5% síðar á kjörtímabilinu og svo þarf að efna kosningaloforð. En þarf þá ekki að skera einhvers staðar niður? "Það eru gríðarlega miklir möguleikar á að hagræða og spara án þess að minnka þjónustuna," segir Vilhjálmur. Bókhaldsleikir segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar og bendir á að rekstrarútgjöld aukast umfram skatttekjur á áætluninni, þar af hækki reksturinn mest á skrifstofum í ráðhúsinu, eða um 16%. Dagur segir helstu pólitísku skilaboð áætlunarinnar vera gjaldskrárhækkanir. Hreinar skuldir borgarsjóðs hafi lækkað úr fimmtán milljörðum í ekkert hjá fyrri meirihluta og borgarstjóri hafi breitt yfir bólgnun í rekstri borgarinnar á fundinum í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur. Áætlunin var kynnt um hádegið og síðan tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi nú síðdegis. Samkvæmt áætluninni munu hreinar skuldir hjá helstu sjóðum borgarinnar lækka um 28,2 milljarða króna og peningaleg staða, að undanskilinni lífeyrisskuldbindingu verður 4,6 milljarðar en það er í fyrsta sinn í mörg ár sem sú tala er jákvæð, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hagnaður um 13,7 milljarða króna kemur að mestu leyti til vegna sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun en fyrir hann fékk borgin 10 milljarða eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Borgarstjóri segir ýmislegt þurfa að lagfæra í fjármálastjórn borgarinnar en stefnan sé að ná jafnvægi á kjörtímabilinu. "Stöðunni verður ekki breytt á einni nóttu, við fórum í miklar hagræðingaraðgerðir í sumar og tókst að hagræða um 700 milljónir," segir Vilhjálmur. Útsvar verður óbreytt, fasteignaskattar lækka um 10% og svo aftur um 5% síðar á kjörtímabilinu og svo þarf að efna kosningaloforð. En þarf þá ekki að skera einhvers staðar niður? "Það eru gríðarlega miklir möguleikar á að hagræða og spara án þess að minnka þjónustuna," segir Vilhjálmur. Bókhaldsleikir segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar og bendir á að rekstrarútgjöld aukast umfram skatttekjur á áætluninni, þar af hækki reksturinn mest á skrifstofum í ráðhúsinu, eða um 16%. Dagur segir helstu pólitísku skilaboð áætlunarinnar vera gjaldskrárhækkanir. Hreinar skuldir borgarsjóðs hafi lækkað úr fimmtán milljörðum í ekkert hjá fyrri meirihluta og borgarstjóri hafi breitt yfir bólgnun í rekstri borgarinnar á fundinum í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði