Slaka verður á sönnunarkröfum vegna bótakrafna í samráðsmálum 7. desember 2006 13:33 MYND/KER Slaka verður á sönnunarkröfum í málum eins og máli Sigurðar Hreinssonar á hendur Keri að mati Neytendasamtakanna, en Ker var í gær sýknað af kröfum Sigurðar vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1995-2001. Sigurður var einn þeirra fjölmörgu sem sneru sér til Neytendasamtakanna þegar upp komst um olíusamráðið og ákváðu samtökin í framhaldi af því að greiða kostnað vegna málsóknar hans. Fram kemur á heimasíðu samtakanna að lagabreytingar sé þörf og vísað til þess að í dómnum hafi hluta krafnanna verið vísað frá með þeim rökstuðningi að stefnandi hefði getað aflað sér mats til stuðnings kröfum sínum. Neytendasamtökin segja ljóst að mat hagfræðinga á svona flóknu máli hefði kostað óhemju mikla fjármuni og ekki fyrir einstaklinga að leggja út í og reyndar ekki fyrir samtök með takmarkaða fjármuni á milli handanna. Neytendasamtökin segja dóminn mikið áfall fyrir neytendur enda hafi fjölmargar rannsóknir sýnt að samráð fyrirtækja leiði til hækkaðs verðs og þar með stórfellds tjóns fyrir neytendur. Þau benda á að gær, sama dag og dómurinn féll, hafi komið út skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar sem ber nafnið „Consumers' right of action in antitrust cases". Í henni sé meðal annars fjallað um breytingar sem nauðsynlegt sé að gera til að auðvelda neytendum að sækja bætur vegna samkeppnislagabrota. „Neytendasamtökin mælast til þess að stjórnvöld skoði þessa skýrslu gaumgæfilega, sérstaklega með hliðsjón af olíumálinu og geri viðeigandi breytingar á löggjöf svo að forðast megi að sambærilega staða komi upp aftur," segir á heimasíðunni Stjórn Neytendasamtakanna mun hittast síðdegis og ræða við Steinar Guðgeirsson sem flutti málið fyrir héraðsdómi, um hugsanlegt framhald málsins. Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Slaka verður á sönnunarkröfum í málum eins og máli Sigurðar Hreinssonar á hendur Keri að mati Neytendasamtakanna, en Ker var í gær sýknað af kröfum Sigurðar vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1995-2001. Sigurður var einn þeirra fjölmörgu sem sneru sér til Neytendasamtakanna þegar upp komst um olíusamráðið og ákváðu samtökin í framhaldi af því að greiða kostnað vegna málsóknar hans. Fram kemur á heimasíðu samtakanna að lagabreytingar sé þörf og vísað til þess að í dómnum hafi hluta krafnanna verið vísað frá með þeim rökstuðningi að stefnandi hefði getað aflað sér mats til stuðnings kröfum sínum. Neytendasamtökin segja ljóst að mat hagfræðinga á svona flóknu máli hefði kostað óhemju mikla fjármuni og ekki fyrir einstaklinga að leggja út í og reyndar ekki fyrir samtök með takmarkaða fjármuni á milli handanna. Neytendasamtökin segja dóminn mikið áfall fyrir neytendur enda hafi fjölmargar rannsóknir sýnt að samráð fyrirtækja leiði til hækkaðs verðs og þar með stórfellds tjóns fyrir neytendur. Þau benda á að gær, sama dag og dómurinn féll, hafi komið út skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar sem ber nafnið „Consumers' right of action in antitrust cases". Í henni sé meðal annars fjallað um breytingar sem nauðsynlegt sé að gera til að auðvelda neytendum að sækja bætur vegna samkeppnislagabrota. „Neytendasamtökin mælast til þess að stjórnvöld skoði þessa skýrslu gaumgæfilega, sérstaklega með hliðsjón af olíumálinu og geri viðeigandi breytingar á löggjöf svo að forðast megi að sambærilega staða komi upp aftur," segir á heimasíðunni Stjórn Neytendasamtakanna mun hittast síðdegis og ræða við Steinar Guðgeirsson sem flutti málið fyrir héraðsdómi, um hugsanlegt framhald málsins.
Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira