Bandarískar hleranir á íslandi 7. desember 2006 18:51 Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum. Til þessa hefur hvergi komið fram skjalfest sönnun þess að öryggishagsmunir - eða aðrir hagsmunir - bandaríkjamanna hafi blandast inní hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Í þeim gögnum sem Guðni Th. Jóhanesson, sagnfræðingur, lagði til grundvallar bók sinni Óvinir ríkisins eru engin slík skjöl. Guðni segir að þrátt fyrir vitneskju um tengsl hafi hann ekki séð neinn skjalfestan þráð á milli bandarískra yfirvalda og öryggisþjónustu íslenska ríkisins. En sá skjalfesti þráður virrðist vera til. Fréttamaður Stöðvar tvö fór fyrir nokkru fram á að það á grundvelli upplýsingalaga að fá aðgang að þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið sendi Þjóðskjalasafni. Því var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög hefur síðan krafið opinbera stjórnsýslu skýringa á þeirri höfnun - meðal annars hvort þjóðaröryggishagsmunir liggi til grundvallar. Eins og greint var frá í fréttum nýverið vakti athygli að Utanríkisráðuneytið taldi sig þurfa að fá upplýsingar frá Bandaríska flotanum áður en erindinu yrði svarað. Fékk ráðuneytið frest sem er nú liðinn. Í ítrekun sem Úrskurðarnefndin sendir Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu kemur fram að bandarísk yfirvöld hafi til skoðunar þessi skjöl sem ..."árituð eru af þeim um trúnað." Þarna er því með óbeinum hætti staðfest að í hlerun íslenskra stjórnvalda á íslenskum þegnum hafa legið til grundvallar bandarísk trúnaðarskjöl og væntanlega bandarískir hagsmunir. Utanríkisráðuneytið virðist vera í klemmu útaf þessu máli enda þrýstir Úrskurðarnefndin nú fast á að ráðuneytið skýri sitt mál. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum. Til þessa hefur hvergi komið fram skjalfest sönnun þess að öryggishagsmunir - eða aðrir hagsmunir - bandaríkjamanna hafi blandast inní hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Í þeim gögnum sem Guðni Th. Jóhanesson, sagnfræðingur, lagði til grundvallar bók sinni Óvinir ríkisins eru engin slík skjöl. Guðni segir að þrátt fyrir vitneskju um tengsl hafi hann ekki séð neinn skjalfestan þráð á milli bandarískra yfirvalda og öryggisþjónustu íslenska ríkisins. En sá skjalfesti þráður virrðist vera til. Fréttamaður Stöðvar tvö fór fyrir nokkru fram á að það á grundvelli upplýsingalaga að fá aðgang að þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið sendi Þjóðskjalasafni. Því var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög hefur síðan krafið opinbera stjórnsýslu skýringa á þeirri höfnun - meðal annars hvort þjóðaröryggishagsmunir liggi til grundvallar. Eins og greint var frá í fréttum nýverið vakti athygli að Utanríkisráðuneytið taldi sig þurfa að fá upplýsingar frá Bandaríska flotanum áður en erindinu yrði svarað. Fékk ráðuneytið frest sem er nú liðinn. Í ítrekun sem Úrskurðarnefndin sendir Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu kemur fram að bandarísk yfirvöld hafi til skoðunar þessi skjöl sem ..."árituð eru af þeim um trúnað." Þarna er því með óbeinum hætti staðfest að í hlerun íslenskra stjórnvalda á íslenskum þegnum hafa legið til grundvallar bandarísk trúnaðarskjöl og væntanlega bandarískir hagsmunir. Utanríkisráðuneytið virðist vera í klemmu útaf þessu máli enda þrýstir Úrskurðarnefndin nú fast á að ráðuneytið skýri sitt mál.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira