Ritstjóri Kompáss sektaður 7. desember 2006 18:55 Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta. Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti. Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá. Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta. Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti. Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá. Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið
Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira