Nauðgun gengur næst manndrápi 14. desember 2006 05:00 Nauðgunarglæpir eru ekki litnir nægilega alvarlegum augum í íslensku réttarkerfi að mati Atla Gíslasonar lögmanns. Þetta kom fram í fréttaskýringu Fréttablaðsins í gær. Tilefni fréttaskýringarinnar er að fimm ára fangelsisdómur yfir manni vegna hrottalegra misþyrminga og nauðgana nægðu ekki til að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Grunur leikur á að maðurinn hafi nauðgað annarri konu meðan mál hans beið meðferðar í Hæstarétti. Atli bendir á að menn séu ævinlega úrskurðaðir í gæsluvarðhald ef rökstuddur grunur er um að þeir hafi gerst sekir um manndráp, stórfellt fíkniefnabrot eða alvarlega líkamsáras. Ótrúlegt verður að teljast að nauðgunarbrot fái ekki sömu meðferð í dómskerfinu og grófar líkamsárásir. Velta má upp ýmsum tilgátum um ástæðu þessa og flestar ber að sama brunni að karllæg sjónarmið ráði þarna för. Að of mikilli athygli sé beint að líkamlegu ofbeldi í tengslum við nauðgun þrátt fyrir að vitað sé að algeng viðbrögð fórnarlambs nauðgunar sé að streitast ekki á móti, bæði vegna áfallsins sem konan verður fyrir og vegna þess að hún vill forðast líkamlega áverka. Afleiðingar nauðgunar fyrir fórnarlömb eru gríðarlega umfangsmiklar og alvarlegar. Þetta kemur meðal annars fram í grein Atla Gíslasonar og Jóhönnu Katrínar Magnúsdóttur, Réttarvernd kynfrelsis. Greinin birtist í Guðrúnarbók, afmælisriti Guðrúnar Erlendsdóttur sem kom út fyrr á þessu ári. Þar kemur til dæmis fram að 60-70 prósent kvenna með geðraskanir og þeirra kvenna sem missa tök á lífi sínu til dæmis vegna fíkniefna og afbrota eiga að baki sögu um kynferðislegt ofbeldi. Ljóst er að til þess að nauðgunarmál fái þá meðferð sem alvarleiki brotanna gefur tilefni til þarf að koma til breyting á grundvallarhugsun í réttarkerfinu. Skýrt þarf að vera í lögum að um nauðgun sé að ræða ef ekki liggur fyrir samþykki fyrir kynmökum, óháð því hvort fórnarlamb streitist á móti þeim eða ekki. Alvarleika nauðgunarbrota verður að endurmeta með tilliti til þeirra gríðarlegu afleiðinga sem þær hafa fyrir fórnarlömbin, afleiðingar sem fylgja konunum alla tíð að meira eða minna leyti. Í grein Atla og Jóhönnu Katrínar kemur meðal annars fram að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi á síðasta ári lýst yfir áhyggjum af því hve ákært væri í fáum nauðgunarmálum á Íslandi miðað við fjölda kæra sem bærust. Fara þarf í saumana á ástæðum þessa og bæta úr. Svo virðist til dæmis sem tilhneiging sé í réttarkerfinu til að ganga út frá því að menn séu hafðir fyrir rangri sök nauðgunarnmálum þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt fram á að hlutfall þeirra sem hafðir eru fyrir rangri sök í slíkum málum sé hið sama og í öðrum sakamálum, eða um tvö prósent. Nauðgun á fullorðinni manneskju er einhver alvarlegasti glæpur sem hægt er að fremja, glæpur sem gengur næst manndrápi og því að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Enn er líkamlegt ofbeldi, sem oftast á sér stað milli tveggja karlmanna, iðulega litið alvarlegri augum en nauðgun og kynferðislegt ofbeldi á börnum í íslensku réttarkerfi. Þetta verður að breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Nauðgunarglæpir eru ekki litnir nægilega alvarlegum augum í íslensku réttarkerfi að mati Atla Gíslasonar lögmanns. Þetta kom fram í fréttaskýringu Fréttablaðsins í gær. Tilefni fréttaskýringarinnar er að fimm ára fangelsisdómur yfir manni vegna hrottalegra misþyrminga og nauðgana nægðu ekki til að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Grunur leikur á að maðurinn hafi nauðgað annarri konu meðan mál hans beið meðferðar í Hæstarétti. Atli bendir á að menn séu ævinlega úrskurðaðir í gæsluvarðhald ef rökstuddur grunur er um að þeir hafi gerst sekir um manndráp, stórfellt fíkniefnabrot eða alvarlega líkamsáras. Ótrúlegt verður að teljast að nauðgunarbrot fái ekki sömu meðferð í dómskerfinu og grófar líkamsárásir. Velta má upp ýmsum tilgátum um ástæðu þessa og flestar ber að sama brunni að karllæg sjónarmið ráði þarna för. Að of mikilli athygli sé beint að líkamlegu ofbeldi í tengslum við nauðgun þrátt fyrir að vitað sé að algeng viðbrögð fórnarlambs nauðgunar sé að streitast ekki á móti, bæði vegna áfallsins sem konan verður fyrir og vegna þess að hún vill forðast líkamlega áverka. Afleiðingar nauðgunar fyrir fórnarlömb eru gríðarlega umfangsmiklar og alvarlegar. Þetta kemur meðal annars fram í grein Atla Gíslasonar og Jóhönnu Katrínar Magnúsdóttur, Réttarvernd kynfrelsis. Greinin birtist í Guðrúnarbók, afmælisriti Guðrúnar Erlendsdóttur sem kom út fyrr á þessu ári. Þar kemur til dæmis fram að 60-70 prósent kvenna með geðraskanir og þeirra kvenna sem missa tök á lífi sínu til dæmis vegna fíkniefna og afbrota eiga að baki sögu um kynferðislegt ofbeldi. Ljóst er að til þess að nauðgunarmál fái þá meðferð sem alvarleiki brotanna gefur tilefni til þarf að koma til breyting á grundvallarhugsun í réttarkerfinu. Skýrt þarf að vera í lögum að um nauðgun sé að ræða ef ekki liggur fyrir samþykki fyrir kynmökum, óháð því hvort fórnarlamb streitist á móti þeim eða ekki. Alvarleika nauðgunarbrota verður að endurmeta með tilliti til þeirra gríðarlegu afleiðinga sem þær hafa fyrir fórnarlömbin, afleiðingar sem fylgja konunum alla tíð að meira eða minna leyti. Í grein Atla og Jóhönnu Katrínar kemur meðal annars fram að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi á síðasta ári lýst yfir áhyggjum af því hve ákært væri í fáum nauðgunarmálum á Íslandi miðað við fjölda kæra sem bærust. Fara þarf í saumana á ástæðum þessa og bæta úr. Svo virðist til dæmis sem tilhneiging sé í réttarkerfinu til að ganga út frá því að menn séu hafðir fyrir rangri sök nauðgunarnmálum þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt fram á að hlutfall þeirra sem hafðir eru fyrir rangri sök í slíkum málum sé hið sama og í öðrum sakamálum, eða um tvö prósent. Nauðgun á fullorðinni manneskju er einhver alvarlegasti glæpur sem hægt er að fremja, glæpur sem gengur næst manndrápi og því að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Enn er líkamlegt ofbeldi, sem oftast á sér stað milli tveggja karlmanna, iðulega litið alvarlegri augum en nauðgun og kynferðislegt ofbeldi á börnum í íslensku réttarkerfi. Þetta verður að breytast.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun