Olíusamráðsdómur hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ 14. desember 2006 13:55 MYND/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. Hann býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar en útilokar ekki að semja við olíufélögin um skaðabætur vegna samráðsins.Elliði segir að þegar sé búið að þingfesta mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum og að krafa bæjarins hljóði upp á tæpar 29 milljónir króna. Þar sé miðað við þann afslátt sem bærinn hefði átt að fá á árabilinu 1997-2001 í tengslum við útboð á viðskiptum á eldsneyti og olíuvörum ef ekki hefði komið til samráð.Elliði segir mál Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar keimlík þar sem olíufélögin hafi samið að eitt félagið greiddi hinum tiltekna upphæð fyrir lítrann af eldsneyti sem það seldi til bæjarfélaganna gegn því að það fengi samninginn. Segir Elliði brot olíufélaganna grófara gegn Vestmannaeyjabæ þar sem greiðslan fyrir hvern lítra hafi verið hærri en í tilviki Reykjavíkurborgar.Elliði býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar nema dómurinn í gær hafi vakið sáttahug hjá þeim og þau séu tilbúin til viðræðna við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um skaðabætur. Hann útiloki ekki að sú leið verði farin.Fleiri aðilar velta nú fyrir sér málssókn á hendur olíufélögunum eftir dóm héraðsdóms í gær, þar á meðal Alcan og Icelandair. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir fyrirtækið vera að skoða dóminn en að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort farið verði í mál. Þá sé ekki ljós hver krafan verði ef ákveðið verði að höfða mál.Svipuð svör var að fá hjá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Hann bendir á að minnst sé á félagið í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og að lagst verði yfir það á næstunni hvort mál verði höfðað fyrir dómsstólum og krafist skaðabóta. Samráð olíufélaga Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. Hann býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar en útilokar ekki að semja við olíufélögin um skaðabætur vegna samráðsins.Elliði segir að þegar sé búið að þingfesta mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum og að krafa bæjarins hljóði upp á tæpar 29 milljónir króna. Þar sé miðað við þann afslátt sem bærinn hefði átt að fá á árabilinu 1997-2001 í tengslum við útboð á viðskiptum á eldsneyti og olíuvörum ef ekki hefði komið til samráð.Elliði segir mál Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar keimlík þar sem olíufélögin hafi samið að eitt félagið greiddi hinum tiltekna upphæð fyrir lítrann af eldsneyti sem það seldi til bæjarfélaganna gegn því að það fengi samninginn. Segir Elliði brot olíufélaganna grófara gegn Vestmannaeyjabæ þar sem greiðslan fyrir hvern lítra hafi verið hærri en í tilviki Reykjavíkurborgar.Elliði býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar nema dómurinn í gær hafi vakið sáttahug hjá þeim og þau séu tilbúin til viðræðna við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um skaðabætur. Hann útiloki ekki að sú leið verði farin.Fleiri aðilar velta nú fyrir sér málssókn á hendur olíufélögunum eftir dóm héraðsdóms í gær, þar á meðal Alcan og Icelandair. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir fyrirtækið vera að skoða dóminn en að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort farið verði í mál. Þá sé ekki ljós hver krafan verði ef ákveðið verði að höfða mál.Svipuð svör var að fá hjá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Hann bendir á að minnst sé á félagið í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og að lagst verði yfir það á næstunni hvort mál verði höfðað fyrir dómsstólum og krafist skaðabóta.
Samráð olíufélaga Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira