Færri kertabrunar 17. desember 2006 13:45 Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Það þarf einungis neista, eða gust sem fær gardínur til að blakta yfir kertaloga, til að kviknað geti mikið bál. Og ef ekki er slökkvitæki eða vatn við hendina getur farið mjög illa. Einar Guðmundsson hjá Forvarnarhúsi Sjóvár segir afar ánægjulegt að sjá fækkun tilfella. Einar segir einnig ánægjulegt að sjá hversu vel blómaverslanir vandi gerð skreytinga með kramahúsum og sjálfslökkvandi kertum, en fólk sem geri skreytingar sjálft þurfti að passa að ekki sé eldsmatur nálægt loganum. Hann segir hættu á kertabrunum aukast á næstu vikum. Þegar líði á aðventuna og þegar jólin komi þá sé grenið orðið miklu þurrara og kertin farin að brenna neðar og þá fjölgi kertabrunum. Sérstaklega nefnir Einar aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Einnig tiltekur hann þrettándann. Þetta séu þeir dagar þar sem kertabrunar séu flestir. Reykskynjarar eru ódýrasta líftryggingin og þegar manntjón verður af eldi, er það oftast vegna þess að ekki eru virkir reykskynjarar á staðnum. Slökkviliðið brýnir fyrir fólki að endurnýja rafhlöður árlega, helst á aðventunni. Jón Pétursson hjá slökkviliðinu bendir auk þess á að ruslpóstur safnist ekki saman í stigagöngum fjölbýlishúsa. Dæmi sanni að ár hvert gangi undir drengir í hús og kveiki í og reyni að sprengja póstkassa. Oft á tíðum verði þessi tilfelli alvarlegri en efni stóðu til, hrekkur verði kannski að efni í stórslys. Fréttir Innlent Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Það þarf einungis neista, eða gust sem fær gardínur til að blakta yfir kertaloga, til að kviknað geti mikið bál. Og ef ekki er slökkvitæki eða vatn við hendina getur farið mjög illa. Einar Guðmundsson hjá Forvarnarhúsi Sjóvár segir afar ánægjulegt að sjá fækkun tilfella. Einar segir einnig ánægjulegt að sjá hversu vel blómaverslanir vandi gerð skreytinga með kramahúsum og sjálfslökkvandi kertum, en fólk sem geri skreytingar sjálft þurfti að passa að ekki sé eldsmatur nálægt loganum. Hann segir hættu á kertabrunum aukast á næstu vikum. Þegar líði á aðventuna og þegar jólin komi þá sé grenið orðið miklu þurrara og kertin farin að brenna neðar og þá fjölgi kertabrunum. Sérstaklega nefnir Einar aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Einnig tiltekur hann þrettándann. Þetta séu þeir dagar þar sem kertabrunar séu flestir. Reykskynjarar eru ódýrasta líftryggingin og þegar manntjón verður af eldi, er það oftast vegna þess að ekki eru virkir reykskynjarar á staðnum. Slökkviliðið brýnir fyrir fólki að endurnýja rafhlöður árlega, helst á aðventunni. Jón Pétursson hjá slökkviliðinu bendir auk þess á að ruslpóstur safnist ekki saman í stigagöngum fjölbýlishúsa. Dæmi sanni að ár hvert gangi undir drengir í hús og kveiki í og reyni að sprengja póstkassa. Oft á tíðum verði þessi tilfelli alvarlegri en efni stóðu til, hrekkur verði kannski að efni í stórslys.
Fréttir Innlent Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira