Tælir skjólstæðinga til kynlífsathafna 17. desember 2006 18:42 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Kompás hefur undir höndum gögn sem sanna að Guðmundur Jónsson , forstöðumaður Byrgisins tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu. Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni. Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu. Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð. Kompás hefur einnig rannsakað fjármál Byrgisins og hefur það eftir heimildarmönnum sínum að óreiða sé á fjármálum líknarfélagsins. Guðmundur Jónsson er sagður hafa notað fé félagsins í eigin þágu og til að tæla til sín stúlkur. Fram kemur í þættinum að Guðmundur hafi keypt gjafir handa stúlkunum svo sem eins og skartgripi og föt. Í skýrslu sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lét gera árið 2001, skýrsla sem Kompás komst yfir, kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé í molum. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert lát orðið á opinberum stuðningi við Byrgið. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Kompás hefur undir höndum gögn sem sanna að Guðmundur Jónsson , forstöðumaður Byrgisins tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu. Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni. Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu. Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð. Kompás hefur einnig rannsakað fjármál Byrgisins og hefur það eftir heimildarmönnum sínum að óreiða sé á fjármálum líknarfélagsins. Guðmundur Jónsson er sagður hafa notað fé félagsins í eigin þágu og til að tæla til sín stúlkur. Fram kemur í þættinum að Guðmundur hafi keypt gjafir handa stúlkunum svo sem eins og skartgripi og föt. Í skýrslu sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lét gera árið 2001, skýrsla sem Kompás komst yfir, kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé í molum. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert lát orðið á opinberum stuðningi við Byrgið.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira