Sýknaður af ákæru um nauðgun 20. desember 2006 14:58 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá. Var hann ákærður fyrir fyrir að hafa þröngvað henni til samræðis við sig og sumpart nýtt sér það að hún gat ekki spornað við því sökum ölvunar. Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki fullviss um að þau hefðu haft kynmök þar sem hann hafi verið undir áhrifum áfengis og því getulítill.Sagði hann þau hafa skilið á þann hátt að stúlkan hafi verið í buxum en samkvæmt vitnum kom stúlkan gangandi frá vettvangnum með buxurnar í hendinni. Þá bar sálfræðingur fyrir dómi að stúlkan hefði í viðtölum sýnt merki áfallastreitu.Í niðurstöðu dómsins segir að stúlkan muni brotakennt eftir samskiptum sínum við ákærða sökum ölvunar og það geti ekki talist ná til nema lítils hluta þeirra tæpu tveggja klukkustunda sem telja má að þau hafi verið samvistum. Framburður stúlkunnar hafi verið um margt óljós og þá hefur það óhjákvæmilega þýðingu við sönnunarmat í málinu að frásögn hennar, eins og hún er skráð eftir henni á neyðarmóttöku, samræmist ekki vel framburði hennar fyrir dómi. Framburður hennar fyrir dómi sé þó í fullu samræmi við skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu daginn eftir atvikið. Að mati dómsins er ekki unnt að byggja á því í málinu að konan hafi verið með svo miklum áfengisáhrifum þegar atburðurinn átti sér stað að hún hafi af þeim sökum ekki getað spornað við því sem fram fór.Samkvæmt þessu og einkum með vísan til brotakennds framburðar stúlkunnar þykir dómnum ekki unnt að leggja til grundvallar í málinu, að klæðleysi hennar og bágt ástand, þegar að henni var komið og eftirfarandi sálrænir erfiðleikar hennar stafi af því að ákærði hafi beitt hana því ofbeldi. Telur því dómurinn að varhugavert sé að telja það sannað í málinu maðurinn hafi gerst sekur um nauðgun. Dómsmál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá. Var hann ákærður fyrir fyrir að hafa þröngvað henni til samræðis við sig og sumpart nýtt sér það að hún gat ekki spornað við því sökum ölvunar. Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki fullviss um að þau hefðu haft kynmök þar sem hann hafi verið undir áhrifum áfengis og því getulítill.Sagði hann þau hafa skilið á þann hátt að stúlkan hafi verið í buxum en samkvæmt vitnum kom stúlkan gangandi frá vettvangnum með buxurnar í hendinni. Þá bar sálfræðingur fyrir dómi að stúlkan hefði í viðtölum sýnt merki áfallastreitu.Í niðurstöðu dómsins segir að stúlkan muni brotakennt eftir samskiptum sínum við ákærða sökum ölvunar og það geti ekki talist ná til nema lítils hluta þeirra tæpu tveggja klukkustunda sem telja má að þau hafi verið samvistum. Framburður stúlkunnar hafi verið um margt óljós og þá hefur það óhjákvæmilega þýðingu við sönnunarmat í málinu að frásögn hennar, eins og hún er skráð eftir henni á neyðarmóttöku, samræmist ekki vel framburði hennar fyrir dómi. Framburður hennar fyrir dómi sé þó í fullu samræmi við skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu daginn eftir atvikið. Að mati dómsins er ekki unnt að byggja á því í málinu að konan hafi verið með svo miklum áfengisáhrifum þegar atburðurinn átti sér stað að hún hafi af þeim sökum ekki getað spornað við því sem fram fór.Samkvæmt þessu og einkum með vísan til brotakennds framburðar stúlkunnar þykir dómnum ekki unnt að leggja til grundvallar í málinu, að klæðleysi hennar og bágt ástand, þegar að henni var komið og eftirfarandi sálrænir erfiðleikar hennar stafi af því að ákærði hafi beitt hana því ofbeldi. Telur því dómurinn að varhugavert sé að telja það sannað í málinu maðurinn hafi gerst sekur um nauðgun.
Dómsmál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira