Skilnaður Magna kemur aðdáendum í opna skjöldu 6. janúar 2007 00:01 Magni, Eyrún og Marínó á góðri stundu áður en söngvarinn hélt utan á vit frægðarinar. Aðdáendur Magna Ásgeirssonar geta vart á heilum sér tekið yfir að yfirlýsing frá honum birtist í DV í gær um sambandsslit Magna og unnustu hans, Eyrúnar Haraldsdóttur. Þegar hefur verið stofnaður spjallþráður á opinberri aðdáendasíðu Magna, magni-ficent.com, og þar lýsa dyggir áhangendur yfir hryggð sinni vegna þróunar mála. „Ég er svo sorgmæddur yfir þeim fregnum sem ég sá í morgunþættinum Ísland í bítið en þar var greint frá því að Magni og Eyrún væru skilin að skiptum,“ skrifar notandi undir nafninu 1stplc á aðdáendasíðu Magna og undir það tekur annar notandi og segist líða eins og þetta hafi gerst í sinni eigin fjölskyldu en skrifar síðan afsökunarbeiðni til parsins. „Magni og Eyrún, mér líður illa yfir þessu vegna þess að á einn eða annan hátt finnst mér ég vera hluti af þessu álagi sem lagt hefur verið á samband ykkar,“ skrifar notandinn BS. Notendur eru sammála um að veita parinu tilfinningalegt svigrúm til að takast á við þessa erfiðu ákvörðun en yfirlýsing Magna og Eyrúnar á sér engin fordæmi á Íslandi en minnir um margt á það þegar forseti Íslands bað um tilfinninglegt svigrúm þegar hann var að slá sér upp með Dorrit. Fjölmargir hafa þó notfært sér spjallsvæðið og lýst yfir miklum stuðningi við bæði Magna og ekki síður Eyrúnu.Lára Ómarsdóttir fylgdist með parinu þegar það hittist aftur í úrslitaþætti Rock Star: Supernova.Magni sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári þegar hann fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar í raunveruleikaþættinum Rock Star:Supernova. Þar var honum tíðrætt um unnustu sína Eyrúnu og son sinn Marínó og þjóðin tók ástfóstri við þessa viðkunnanlegu fjölskyldu. „Mér brá þegar ég las þetta,“ segir fréttakonan Lára Ómarsdóttir sem á sínum tíma fór til Los Angeles og fylgdist með úrslitaþættinum í raunveruleikaþáttaröðinni Rock Star: Supernova. „Þegar ég tók viðtal við þau inni á hótelherbergi bar brúðkaup þeirra á góma sem átti að vera í sumar en þar átti öllu að vera til tjaldað,“ bætir Lára við en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var flestum ljóst sem fylgdust með lokaþættinum og samverustundum parsins í Englaborginni að útivera Magna og þátttaka hans í þættinum hafði sett sitt mark á sambandið. Rock Star Supernova Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Aðdáendur Magna Ásgeirssonar geta vart á heilum sér tekið yfir að yfirlýsing frá honum birtist í DV í gær um sambandsslit Magna og unnustu hans, Eyrúnar Haraldsdóttur. Þegar hefur verið stofnaður spjallþráður á opinberri aðdáendasíðu Magna, magni-ficent.com, og þar lýsa dyggir áhangendur yfir hryggð sinni vegna þróunar mála. „Ég er svo sorgmæddur yfir þeim fregnum sem ég sá í morgunþættinum Ísland í bítið en þar var greint frá því að Magni og Eyrún væru skilin að skiptum,“ skrifar notandi undir nafninu 1stplc á aðdáendasíðu Magna og undir það tekur annar notandi og segist líða eins og þetta hafi gerst í sinni eigin fjölskyldu en skrifar síðan afsökunarbeiðni til parsins. „Magni og Eyrún, mér líður illa yfir þessu vegna þess að á einn eða annan hátt finnst mér ég vera hluti af þessu álagi sem lagt hefur verið á samband ykkar,“ skrifar notandinn BS. Notendur eru sammála um að veita parinu tilfinningalegt svigrúm til að takast á við þessa erfiðu ákvörðun en yfirlýsing Magna og Eyrúnar á sér engin fordæmi á Íslandi en minnir um margt á það þegar forseti Íslands bað um tilfinninglegt svigrúm þegar hann var að slá sér upp með Dorrit. Fjölmargir hafa þó notfært sér spjallsvæðið og lýst yfir miklum stuðningi við bæði Magna og ekki síður Eyrúnu.Lára Ómarsdóttir fylgdist með parinu þegar það hittist aftur í úrslitaþætti Rock Star: Supernova.Magni sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári þegar hann fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar í raunveruleikaþættinum Rock Star:Supernova. Þar var honum tíðrætt um unnustu sína Eyrúnu og son sinn Marínó og þjóðin tók ástfóstri við þessa viðkunnanlegu fjölskyldu. „Mér brá þegar ég las þetta,“ segir fréttakonan Lára Ómarsdóttir sem á sínum tíma fór til Los Angeles og fylgdist með úrslitaþættinum í raunveruleikaþáttaröðinni Rock Star: Supernova. „Þegar ég tók viðtal við þau inni á hótelherbergi bar brúðkaup þeirra á góma sem átti að vera í sumar en þar átti öllu að vera til tjaldað,“ bætir Lára við en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var flestum ljóst sem fylgdust með lokaþættinum og samverustundum parsins í Englaborginni að útivera Magna og þátttaka hans í þættinum hafði sett sitt mark á sambandið.
Rock Star Supernova Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira