Æ fleiri nýta sér kosti flugsins 10. janúar 2007 06:00 Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Árið 2006 var gjöfult fyrir Flugfélag Íslands og jókst farþegafjöldi milli ára um átta prósent. Fjöldi farþega í innanlandsflugi fylgir nokkuð vel efnahagssveiflum og því er ekki að undra að farþegafjöldi hafi aukist mest til Egilsstaða á síðasta ári. Hefur hann rúmlega tvöfaldast á fjórum árum: Sextíu þúsund farþegar flugu þangað árið 2002 en við lok síðasta árs voru þeir tæplega 130 þúsund. Aukinn farþegafjölda má að mestu leyti rekja til framkvæmdanna á Austurlandi og hliðaráhrifa þeim tengdum. „Það er augljóst að framkvæmdirnar á Austurlandi hafa haft mikið að segja," segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir það þó hafa komið á óvart hversu farþegum hafi fjölgað mikið á öðrum flugleiðum. Það telur hann að helst megi rekja til þess að æ fleiri sjái nú kosti flugsins og leyfi sér að nýta þá, auk þess sem innspýtingin í atvinnulífið fyrir austan hafi áhrif víðar en þar. „Farþegum til Akureyrar fjölgaði til að mynda mikið, sem kom skemmtilega á óvart. Það er líka mikið líf á Akureyri um þessar mundir og uppgangur, bæði í mennta- og menningarmálum." Flugfélag Íslands flýgur á sjö áfangastaði innanlands. Flogið er frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og í október var flug hafið aftur til Vestmannaeyja. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Vopnafjarðar og á Þórshöfn. Þar að auki er flogið til Grænlands og Færeyja. Þær ferðir segir Árni njóta síaukinna vinsælda. „Samskipti Íslendinga við bæði Færeyinga og Grænlendinga hafa verið að aukast, viðskiptalega og menningarlega séð, á undanförnum árum. Svo virðist því sem Íslendingar séu að uppgötva grannþjóðir sínar." Töluvert hefur verið lagt í markaðsstarf í tengslum við komur erlendra ferðamanna hingað til lands. Það virðist hafa skilað sér vel og er hlutfall erlendra ferðamanna um tólf til fimmtán prósent af heildarfarþegafjölda Flugfélags Íslands og hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum. Þetta segir Árni bæði skýrast af breyttum ferðavenjum og auknum fjölda fólks frá löndum utan Evrópu. „Dvalartími erlendra ferðamanna hefur verið að styttast. Meðal annars þess vegna eru margir, sem vilja sjá sem mest af landinu, sem nýta sér kosti flugsins. Fjölgun ferðamanna frá Japan og Kína hefur líka haft sitt að segja. Þeir eru þekktir fyrir að vilja sjá sem mest á sem skemmstum tíma." Í sumar tekur Flugfélag Íslands upp tvær nýjar flugleiðir og verður í báðum tilfellum flogið þrisvar í viku. Annars vegar verður beint morgunflug í tengslum við millilandabrottfarir í Keflavík og flug seinnipartinn frá Keflavík til Akureyrar. Þar að auki verður í boði beint flug til höfuðborgar Grænlands, Nuuk, sem ekki hefur verið boðið áður. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Árið 2006 var gjöfult fyrir Flugfélag Íslands og jókst farþegafjöldi milli ára um átta prósent. Fjöldi farþega í innanlandsflugi fylgir nokkuð vel efnahagssveiflum og því er ekki að undra að farþegafjöldi hafi aukist mest til Egilsstaða á síðasta ári. Hefur hann rúmlega tvöfaldast á fjórum árum: Sextíu þúsund farþegar flugu þangað árið 2002 en við lok síðasta árs voru þeir tæplega 130 þúsund. Aukinn farþegafjölda má að mestu leyti rekja til framkvæmdanna á Austurlandi og hliðaráhrifa þeim tengdum. „Það er augljóst að framkvæmdirnar á Austurlandi hafa haft mikið að segja," segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir það þó hafa komið á óvart hversu farþegum hafi fjölgað mikið á öðrum flugleiðum. Það telur hann að helst megi rekja til þess að æ fleiri sjái nú kosti flugsins og leyfi sér að nýta þá, auk þess sem innspýtingin í atvinnulífið fyrir austan hafi áhrif víðar en þar. „Farþegum til Akureyrar fjölgaði til að mynda mikið, sem kom skemmtilega á óvart. Það er líka mikið líf á Akureyri um þessar mundir og uppgangur, bæði í mennta- og menningarmálum." Flugfélag Íslands flýgur á sjö áfangastaði innanlands. Flogið er frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og í október var flug hafið aftur til Vestmannaeyja. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Vopnafjarðar og á Þórshöfn. Þar að auki er flogið til Grænlands og Færeyja. Þær ferðir segir Árni njóta síaukinna vinsælda. „Samskipti Íslendinga við bæði Færeyinga og Grænlendinga hafa verið að aukast, viðskiptalega og menningarlega séð, á undanförnum árum. Svo virðist því sem Íslendingar séu að uppgötva grannþjóðir sínar." Töluvert hefur verið lagt í markaðsstarf í tengslum við komur erlendra ferðamanna hingað til lands. Það virðist hafa skilað sér vel og er hlutfall erlendra ferðamanna um tólf til fimmtán prósent af heildarfarþegafjölda Flugfélags Íslands og hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum. Þetta segir Árni bæði skýrast af breyttum ferðavenjum og auknum fjölda fólks frá löndum utan Evrópu. „Dvalartími erlendra ferðamanna hefur verið að styttast. Meðal annars þess vegna eru margir, sem vilja sjá sem mest af landinu, sem nýta sér kosti flugsins. Fjölgun ferðamanna frá Japan og Kína hefur líka haft sitt að segja. Þeir eru þekktir fyrir að vilja sjá sem mest á sem skemmstum tíma." Í sumar tekur Flugfélag Íslands upp tvær nýjar flugleiðir og verður í báðum tilfellum flogið þrisvar í viku. Annars vegar verður beint morgunflug í tengslum við millilandabrottfarir í Keflavík og flug seinnipartinn frá Keflavík til Akureyrar. Þar að auki verður í boði beint flug til höfuðborgar Grænlands, Nuuk, sem ekki hefur verið boðið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira