Aðdáendur hóta aðgerðum gegn yfirvöldum 12. janúar 2007 09:00 Magni Neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, vonast til að málið skýrist í dag. Fréttablaðið/Hrönn Magna Ásgeirssyni hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hann er bókaður í tónleikaferð þar með Rock Star: Supernova. Söngvarinn vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það varð eitthvað smá klúður í umsókninni en fólkið í Los Angeles er að vinna í þessu og reynir allt hvað það getur gert," sagði Magni. Hann taldi góðar líkur á því að greitt yrði úr flækjunni í dag og hann gæti því haldið utan sem fyrst. Magni er sem kunnugt er bókaður í tónleikaferð með hljómsveitinni Rock Star: Supernova og Húsbandinu en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru allar líkur á því að hann taki stöðu gítarleikara í síðarnefndu hljómsveitinni. Magni greindi fyrst frá þessu á aðdáendasíðu sinni, magni-ficent.com, og sagði að líf hans væri nógu flókið um þessar mundir þótt ekki bættist ofan á að honum hefði verið neitað um vegabréfsáritun . „Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna," skrifar Magni sem augljóslega tekur þessu mjög persónulega. „Kannski er ég ekki nógu sérstakur sem listamaður," bætir hann við. „Þetta er móðgun við mig sem listamann og ég ætla ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust," bætir hann við. Ekki stóð á viðbrögðum aðdáenda hans sem voru margir hverjir undrandi á þessari ákvörðun bandarískra yfirvalda og eru hneykslaðir yfir framkomunni í garð söngvarans. Margir hinna bandarísku gesta segjast skammast sín fyrir stjórnvöld sín og bjóðast til að ræða málin við þingmenn fulltrúadeildarinnar eða sendiherrann. „Hringdu í Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og láttu hana redda þessu," skrifar notandinn goodonyou. „Hún þarf á atkvæðum þínum að halda," bætir hann við. Notandinn Ida segist hafa sent bréf til Valgerðar og biðlar til annarra að gera slíkt hið sama til að þrýsta á vegabréfsáritunin verði veitt sem fyrst því annars verði gripið til stórtækra aðgerða. Rock Star Supernova Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Magna Ásgeirssyni hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hann er bókaður í tónleikaferð þar með Rock Star: Supernova. Söngvarinn vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það varð eitthvað smá klúður í umsókninni en fólkið í Los Angeles er að vinna í þessu og reynir allt hvað það getur gert," sagði Magni. Hann taldi góðar líkur á því að greitt yrði úr flækjunni í dag og hann gæti því haldið utan sem fyrst. Magni er sem kunnugt er bókaður í tónleikaferð með hljómsveitinni Rock Star: Supernova og Húsbandinu en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru allar líkur á því að hann taki stöðu gítarleikara í síðarnefndu hljómsveitinni. Magni greindi fyrst frá þessu á aðdáendasíðu sinni, magni-ficent.com, og sagði að líf hans væri nógu flókið um þessar mundir þótt ekki bættist ofan á að honum hefði verið neitað um vegabréfsáritun . „Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna," skrifar Magni sem augljóslega tekur þessu mjög persónulega. „Kannski er ég ekki nógu sérstakur sem listamaður," bætir hann við. „Þetta er móðgun við mig sem listamann og ég ætla ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust," bætir hann við. Ekki stóð á viðbrögðum aðdáenda hans sem voru margir hverjir undrandi á þessari ákvörðun bandarískra yfirvalda og eru hneykslaðir yfir framkomunni í garð söngvarans. Margir hinna bandarísku gesta segjast skammast sín fyrir stjórnvöld sín og bjóðast til að ræða málin við þingmenn fulltrúadeildarinnar eða sendiherrann. „Hringdu í Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og láttu hana redda þessu," skrifar notandinn goodonyou. „Hún þarf á atkvæðum þínum að halda," bætir hann við. Notandinn Ida segist hafa sent bréf til Valgerðar og biðlar til annarra að gera slíkt hið sama til að þrýsta á vegabréfsáritunin verði veitt sem fyrst því annars verði gripið til stórtækra aðgerða.
Rock Star Supernova Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira