Sport

Sharapova vann í miklum hita

Tennis Annar keppnisdagur opna ástralska meistaramótsins í tennis einkenndist af gífurlega miklum hita. Sumar er í Ástralíu og fór hitinn allt undir 40 gráður. Maria Sharapova frá Rússlandi lenti í miklum vandræðum með andstæðing sinn, Camille Pin frá Frakklandi, vegna hitans og magaverkja.



Sharapova vann fyrsta settið en Pin það næsta. Sú rússneska komst svo 5-0 yfir í lokasettinu en tapaði næstu fimm settum. Svo fór að Sharapova vann með mikilli þrautseigju, 9-7, eftir næstum þriggja klukkustunda langa viðureign.

Mótsreglur voru gagnrýndar harkalega í gær en þær kveða á um að ekki megi loka þaki á leikvanginum eftir að leikur er hafinn. Leikmenn þurftu því að spila í brennandi hita.

Þær Kim Clijsters og Martina Hingis áttu ekki í vandræðum með andstæðinga sína í gær.



Skotinn Andy Murray hreinlega valtaði yfir Spánverjann Alberto Martin sem vann aðeins eina lotu í settunum þremur. Þá vann Rafael Nadal Bandaríkjamanninn Robert Kendrick í hörkuviðureign og David Nalbandian frá Argentínu vann Janko Tipsarevic eftir að hafa lent tveimur settum undir.

Heimamaðurinn Lleyton Hewitt vann ævintýralegan sigur á Michael Russell frá Bandríkjunum en hann lenti einnig tveimur settum undir. - esá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×