Veðjum á raunveruleg verðmæti 31. janúar 2007 00:01 Það fór eins og Aurasálina grunaði. Þjónustugjöldin hafa skilað bönkunum ævintýralegum hagnaði enn eitt árið. Allir bankarnir nema Seðlabankinn tilkynna nú um frámunalega mikinn hagnað af starfsemi sinni. Stóru bankarnir þrír græddu 163 milljarða á síðasta ári í þjónustugjöldum. Ef við gerum ráð fyrir að fjöldi heimila í landinu sé um hundrað þúsund þá eru þetta hvorki meira né minna en 1,6 milljónir á hvert heimili - eða 135 þúsund tæpar á mánuði. Þetta þýðir í raun og veru að hver fjölskylda þarf eina fyrirvinnu, á 200 þúsund á mánuði, bara til þess að vinna fyrir þjónustugjaldagróðanum. Heyr á endemi! En gróðasveinana í bönkunum munar vitaskuld ekkert um svoleiðis smámuni enda fá þeir annað eins í morgunbónus á hverjum degi þar sem þeir sitja á Saga Class og drekka kampavín og hlusta á Elton John í Bose heyrnartækjunum sínum á meðan þeir bíða eftir að verða uppvartaðir á veitingastaðamat á meðan þeir leika sér að því að slá inn stjarnfræðilegar vaxtaokurtölur inn í Excel líkönin sín - eða hlæja að þeim framúrskarandi vöxtum sem þeir sjálfir greiða í erlendri mynt á meðan alþýða þessa lands kvelst undan vaxtaokrinu. Annars heyrði Aurasálin ákaflega fyndið sjónarmið hjá einum gamaldags vini sínum um daginn. Sá er umhverfisverndarfrík og hefur nú bitið það í sig að fiskveiðar séu óréttlætanlegar út frá siðferðislegu tilliti. Hann benti á að árlega veiði Íslendingar tvær milljónir tonna af fiski - en samt búa hér aðeins um þrjú hundruð þúsund manns. Þessi blessaði maður hélt því fram að þar með þyrfti hver Íslendingur að innbyrða sem svaraði tæplega sjö tonnum af fiski á ári - eða 18 kíló á dag! Þvílík fásinna. Fiskurinn er að sjálfsögðu mestanpart seldur til útlendinga, og það skapar hin raunverulegu verðmæti. Fyrir fiskinn getum við svo keypt bíla og dósamat - jafnvel dósakók úr áli sem framleitt er í hinum umhverfistæru álverksmiðjum víða um land. Þannig virkar hið raunverulega hagkerfi. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að við Íslendingar þurfum að éta allan fiskinn sem við veiðum eða nýta allt álið sem við bræðum - allt má þetta nota til vöruskipta um heim allan og útskýrir dugnaður okkar við ál- og fiskframleiðslu þá miklu velmegun sem hér ríkir, þótt bankarnir hafi verið duglegir við að stinga því í eigin vasa. Þetta eru undarlegir tómlætistímar. En það er á hreinu að löngu eftir að pappírsgróði fjármálafyrirtækjanna mun gufa upp í veður og vind standa eftir blómleg álver og fiskihjallar til marks um hina raunverulegu undirstöðu íslenskrar velmegunar sem bjargráðastefna Framsóknarflokksins hefur alltaf verið. Héðan og þaðan Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Það fór eins og Aurasálina grunaði. Þjónustugjöldin hafa skilað bönkunum ævintýralegum hagnaði enn eitt árið. Allir bankarnir nema Seðlabankinn tilkynna nú um frámunalega mikinn hagnað af starfsemi sinni. Stóru bankarnir þrír græddu 163 milljarða á síðasta ári í þjónustugjöldum. Ef við gerum ráð fyrir að fjöldi heimila í landinu sé um hundrað þúsund þá eru þetta hvorki meira né minna en 1,6 milljónir á hvert heimili - eða 135 þúsund tæpar á mánuði. Þetta þýðir í raun og veru að hver fjölskylda þarf eina fyrirvinnu, á 200 þúsund á mánuði, bara til þess að vinna fyrir þjónustugjaldagróðanum. Heyr á endemi! En gróðasveinana í bönkunum munar vitaskuld ekkert um svoleiðis smámuni enda fá þeir annað eins í morgunbónus á hverjum degi þar sem þeir sitja á Saga Class og drekka kampavín og hlusta á Elton John í Bose heyrnartækjunum sínum á meðan þeir bíða eftir að verða uppvartaðir á veitingastaðamat á meðan þeir leika sér að því að slá inn stjarnfræðilegar vaxtaokurtölur inn í Excel líkönin sín - eða hlæja að þeim framúrskarandi vöxtum sem þeir sjálfir greiða í erlendri mynt á meðan alþýða þessa lands kvelst undan vaxtaokrinu. Annars heyrði Aurasálin ákaflega fyndið sjónarmið hjá einum gamaldags vini sínum um daginn. Sá er umhverfisverndarfrík og hefur nú bitið það í sig að fiskveiðar séu óréttlætanlegar út frá siðferðislegu tilliti. Hann benti á að árlega veiði Íslendingar tvær milljónir tonna af fiski - en samt búa hér aðeins um þrjú hundruð þúsund manns. Þessi blessaði maður hélt því fram að þar með þyrfti hver Íslendingur að innbyrða sem svaraði tæplega sjö tonnum af fiski á ári - eða 18 kíló á dag! Þvílík fásinna. Fiskurinn er að sjálfsögðu mestanpart seldur til útlendinga, og það skapar hin raunverulegu verðmæti. Fyrir fiskinn getum við svo keypt bíla og dósamat - jafnvel dósakók úr áli sem framleitt er í hinum umhverfistæru álverksmiðjum víða um land. Þannig virkar hið raunverulega hagkerfi. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að við Íslendingar þurfum að éta allan fiskinn sem við veiðum eða nýta allt álið sem við bræðum - allt má þetta nota til vöruskipta um heim allan og útskýrir dugnaður okkar við ál- og fiskframleiðslu þá miklu velmegun sem hér ríkir, þótt bankarnir hafi verið duglegir við að stinga því í eigin vasa. Þetta eru undarlegir tómlætistímar. En það er á hreinu að löngu eftir að pappírsgróði fjármálafyrirtækjanna mun gufa upp í veður og vind standa eftir blómleg álver og fiskihjallar til marks um hina raunverulegu undirstöðu íslenskrar velmegunar sem bjargráðastefna Framsóknarflokksins hefur alltaf verið.
Héðan og þaðan Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira