Ný tækifæri – ekki ógn (II) 7. febrúar 2007 06:00 Um það leyti sem íslenskir ráðamenn voru skelfingu lostnir vegna hótana ameríska hersins um brottför héðan og kusu þess vegna að slást í för með Bandaríkjunum við innrás í Írak - að sögn eins þingmanns Framsóknarflokksins til að bjarga atvinnu-ástandinu á Suðurnesjum - skrifaði ég grein hér í blaðið undir þessari sömu fyrirsögn : Tækifæri - ekki ógn. Þar benti ég á að menn ættu að rífa sig upp úr viðjum vanans, rifja upp það upphaflega markmið okkar við gerð varnarsamningsins að hér yrði aldrei her á friðartímum og líta á þau nýju tækifæri sem sköpuðust fyrir íslenskt atvinnulíf við það að losna við hersetu framandi þjóðar á íslensku landi. Allt hefur það gengið eftir. Langflestir, ef ekki allir, sem áttu áður afkomu sína undir veru hersins hafa nú fundið sér farsælan samastað í íslensku atvinnulífi. Vantrú íslenskra ráðamanna á getu hins frjálsa hagkerfis til að skapa ný störf án beinnar íhlutunar yfirvalda og stjórnmálamanna reyndist, sem betur fer, ekki á rökum reist. Nú eru uppi svipaðar aðstæður í Hafnarfirði. Alcan hótar því að hætta starfsemi og leita á önnur mið, fái það því ekki framgengt að nærri þrefalda verksmiðju sína, og auka loftmengun sem svarar öllum bílaflota landsmanna, eða fiskiskipaflotanum. Álverið í Straumsvík hefur átt að mörgu leyti farsæla sambúð með Hafnfirðingum þrátt fyrir talsverða mengun og umfangsmikla landnýtingu, sem farin er að hamla eðlilegum vexti bæjarfélagsins. Það hefur malað eigendum sínum gull um 40 ára skeið; fyrst Swiss Aluminium og síðar Alcan og jafnframt verið bæjarfélaginu og bæjarbúum tekjulind. Álverið í Straumsvík mun vera eitt hagkvæmasta álver sem Alcan á og rekur, jafnvel í núverandi stærð. Orka gerist nú takmörkuð auðlind í heiminum og stígur í verði með hverju ári. Menn ættu því að varast að gera bindandi samninga áratugi fram í tímann um orkusölu á útsöluverði. Sem dæmi má nefna að hinn norður-ameríski álrisinn, Alcoa, eigandi Reyðaráls, á þrjú vatnsorkuver í N- Ameríku og hefur nýtt orkuna í eigin álverum þar. Þessi álver eru gömul og úrelt og stjórnvöld farin að amast við starfsemi þeirra og gera strangari kröfur um mengunarvarnir. Laun starfsmanna eru talsvert hærri en hér. En það sem úrslitum ræður um að stjórnendur Alcoa vilja flytja starfsemina hingað til lands er að þeir vilja geta selt orkuna úr orkuverum sínum á margföldu verði á neytendamarkaði í stað þess að binda hana álframleiðslu, sem ekki stenst samkeppni nema fá orkuna á viðlíka útsöluverði og þeir fá frá Kárahnjúkum. Þetta er sama þróun og hjá Elkem, sem leggur niður framleiðslu í Noregi og flytur til Grundartanga til að losa orkuframleiðslu sína úr klóm lítt arðvænlegrar málmbræðslu, í því skyni að selja orkuna hæsta verði á neytendamarkaði. Hafnarfjörður er hluti af hagkerfi höfuðborgarsvæðisins, sem reyndist fara létt með að innbyrða allan þann mannskap, sem starfaði á vegum hersins, á nokkrum mánuðum. Á undanförnum árum munu hafa orðið til 200 sjálfsprottin störf á ári hverju í Hafnarfirði einum, án beinna afskipta ríkis- eða bæjaryfirvalda eða stjórnmálamanna á þeirra vegum. Atvinnuleysi er nú nær ekkert á svæðinu, svo ný störf í stækkaðri álbræðslu eru ekki líkleg til annars en valda ruðnings-áhrifum, koma í veg fyrir að framsækin íslensk fyrirtæki stækki og auki starfsemi sína hér, heldur flytji hana til útlanda, svo sem þegar hefur átt sér stað með Marel, Flögu og fleiri. Það er því engin ástæða fyrir Hafnfirðinga til að taka hótanir Alcans alvarlega. Engin líkindi eru á að þeir geri alvöru úr þeirri hótun sinni að flytja sitt hagkvæmasta álver af landi brott. Láti þeir af því verða yrði það íslensku hagkerfi að öllum líkindum til stórkostlegs framdráttar, eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur benti nýlega á í Silfri Egils, því að þá yrði heilt orkuver frelsað úr klóm stóriðjunnar og unnt að beina orku, sem nú er seld á innan við tvær krónur á kílóvattstund, á a.m.k. fjórföldu því verði að miklu arðbærari verkefnum en málmbræðslu. Hafnarfjarðarbær endurheimti land sitt til eðlilegrar stækkunar og útþenslu, íbúarnir losnuðu við stórfellda og heilsuspillandi mengun og ríkið losnaði við kostnaðinn af því að færa Reykjanesbraut. Geir Haarde er eini íslenski stjórnmálaforinginn, sem hefur lýst yfir eindregnu fylgi við stækkun álversins. Skiljanlegt er að hann beri kvíðboga fyrir því að barnabörnin hans fái ekki störf við sitt hæfi. Honum til huggunar og hughreystingar skal það ítrekað að miklu líklegra er að kynslóðir framtíðarinnar fái fjölbreytt og arðbær störf, sem hæfa menntun þeirra og hæfileikum, með því að treysta á getu frjáls hagkerfis til sköpunar starfa, heldur en með beinni íhlutun stjórnvalda um þróun hagkerfisins með sölu orku á útsöluverði, sem binda hendur komandi kynslóða. Öll rök hníga því að því að öldnum og óbornum Hafnfirðingum sé fyrir bestu að hafna forsjá Geirs Haarde í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Um það leyti sem íslenskir ráðamenn voru skelfingu lostnir vegna hótana ameríska hersins um brottför héðan og kusu þess vegna að slást í för með Bandaríkjunum við innrás í Írak - að sögn eins þingmanns Framsóknarflokksins til að bjarga atvinnu-ástandinu á Suðurnesjum - skrifaði ég grein hér í blaðið undir þessari sömu fyrirsögn : Tækifæri - ekki ógn. Þar benti ég á að menn ættu að rífa sig upp úr viðjum vanans, rifja upp það upphaflega markmið okkar við gerð varnarsamningsins að hér yrði aldrei her á friðartímum og líta á þau nýju tækifæri sem sköpuðust fyrir íslenskt atvinnulíf við það að losna við hersetu framandi þjóðar á íslensku landi. Allt hefur það gengið eftir. Langflestir, ef ekki allir, sem áttu áður afkomu sína undir veru hersins hafa nú fundið sér farsælan samastað í íslensku atvinnulífi. Vantrú íslenskra ráðamanna á getu hins frjálsa hagkerfis til að skapa ný störf án beinnar íhlutunar yfirvalda og stjórnmálamanna reyndist, sem betur fer, ekki á rökum reist. Nú eru uppi svipaðar aðstæður í Hafnarfirði. Alcan hótar því að hætta starfsemi og leita á önnur mið, fái það því ekki framgengt að nærri þrefalda verksmiðju sína, og auka loftmengun sem svarar öllum bílaflota landsmanna, eða fiskiskipaflotanum. Álverið í Straumsvík hefur átt að mörgu leyti farsæla sambúð með Hafnfirðingum þrátt fyrir talsverða mengun og umfangsmikla landnýtingu, sem farin er að hamla eðlilegum vexti bæjarfélagsins. Það hefur malað eigendum sínum gull um 40 ára skeið; fyrst Swiss Aluminium og síðar Alcan og jafnframt verið bæjarfélaginu og bæjarbúum tekjulind. Álverið í Straumsvík mun vera eitt hagkvæmasta álver sem Alcan á og rekur, jafnvel í núverandi stærð. Orka gerist nú takmörkuð auðlind í heiminum og stígur í verði með hverju ári. Menn ættu því að varast að gera bindandi samninga áratugi fram í tímann um orkusölu á útsöluverði. Sem dæmi má nefna að hinn norður-ameríski álrisinn, Alcoa, eigandi Reyðaráls, á þrjú vatnsorkuver í N- Ameríku og hefur nýtt orkuna í eigin álverum þar. Þessi álver eru gömul og úrelt og stjórnvöld farin að amast við starfsemi þeirra og gera strangari kröfur um mengunarvarnir. Laun starfsmanna eru talsvert hærri en hér. En það sem úrslitum ræður um að stjórnendur Alcoa vilja flytja starfsemina hingað til lands er að þeir vilja geta selt orkuna úr orkuverum sínum á margföldu verði á neytendamarkaði í stað þess að binda hana álframleiðslu, sem ekki stenst samkeppni nema fá orkuna á viðlíka útsöluverði og þeir fá frá Kárahnjúkum. Þetta er sama þróun og hjá Elkem, sem leggur niður framleiðslu í Noregi og flytur til Grundartanga til að losa orkuframleiðslu sína úr klóm lítt arðvænlegrar málmbræðslu, í því skyni að selja orkuna hæsta verði á neytendamarkaði. Hafnarfjörður er hluti af hagkerfi höfuðborgarsvæðisins, sem reyndist fara létt með að innbyrða allan þann mannskap, sem starfaði á vegum hersins, á nokkrum mánuðum. Á undanförnum árum munu hafa orðið til 200 sjálfsprottin störf á ári hverju í Hafnarfirði einum, án beinna afskipta ríkis- eða bæjaryfirvalda eða stjórnmálamanna á þeirra vegum. Atvinnuleysi er nú nær ekkert á svæðinu, svo ný störf í stækkaðri álbræðslu eru ekki líkleg til annars en valda ruðnings-áhrifum, koma í veg fyrir að framsækin íslensk fyrirtæki stækki og auki starfsemi sína hér, heldur flytji hana til útlanda, svo sem þegar hefur átt sér stað með Marel, Flögu og fleiri. Það er því engin ástæða fyrir Hafnfirðinga til að taka hótanir Alcans alvarlega. Engin líkindi eru á að þeir geri alvöru úr þeirri hótun sinni að flytja sitt hagkvæmasta álver af landi brott. Láti þeir af því verða yrði það íslensku hagkerfi að öllum líkindum til stórkostlegs framdráttar, eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur benti nýlega á í Silfri Egils, því að þá yrði heilt orkuver frelsað úr klóm stóriðjunnar og unnt að beina orku, sem nú er seld á innan við tvær krónur á kílóvattstund, á a.m.k. fjórföldu því verði að miklu arðbærari verkefnum en málmbræðslu. Hafnarfjarðarbær endurheimti land sitt til eðlilegrar stækkunar og útþenslu, íbúarnir losnuðu við stórfellda og heilsuspillandi mengun og ríkið losnaði við kostnaðinn af því að færa Reykjanesbraut. Geir Haarde er eini íslenski stjórnmálaforinginn, sem hefur lýst yfir eindregnu fylgi við stækkun álversins. Skiljanlegt er að hann beri kvíðboga fyrir því að barnabörnin hans fái ekki störf við sitt hæfi. Honum til huggunar og hughreystingar skal það ítrekað að miklu líklegra er að kynslóðir framtíðarinnar fái fjölbreytt og arðbær störf, sem hæfa menntun þeirra og hæfileikum, með því að treysta á getu frjáls hagkerfis til sköpunar starfa, heldur en með beinni íhlutun stjórnvalda um þróun hagkerfisins með sölu orku á útsöluverði, sem binda hendur komandi kynslóða. Öll rök hníga því að því að öldnum og óbornum Hafnfirðingum sé fyrir bestu að hafna forsjá Geirs Haarde í þessu máli.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun