Verk um vináttuna frumsýnt í Gerðubergi 10. febrúar 2007 09:00 Leikbrúðuland frumsýnir Vináttu í Gerðubergi um helgina. Sýningin samanstendur af fjórum stuttum verkum um ýmsar hliðar vináttu. Það eru þau Helga Steffensen, Örn Árnason, Erna Guðmarsdóttir og Aldís Davíðsdóttir sem eiga veg og vanda af sýningunni, sem samanstendur af verkunum Vökudraumur, Regnbogafiskurinn, Risinn eigingjarni og Prinsessan og froskurinn. „Þetta er fjórða verkefnið sem Örn vinnur með okkur," sagði Helga Steffensen, ein upphafskvenna Leikbrúðulands. Örn skrifaði handritið að verkinu ásamt Leikbrúðulandi og leikstýrir jafnframt sýningunni. Leikbrúðuland á fjörutíu ára starfsafmæli á næsta ári, en hópurinn sem kemur að sýningum þess er nokkuð breytilegur. „Ég, Erna, Bryndís Gunnarsdóttir og Hallveig Thorlacius erum upphafsmanneskjurnar og unnum saman í mörg ár. Undanfarið höfum Erna og ég búið til brúður og handrit, en við fáum svo alltaf einhvern annan með okkur," útskýrði Helga. Leikbrúðuland varð til á brúðugerðarnámskeiði á vegum Sjónvarpsins og Myndlista- og Handíðaskólans árið 1968. „Við sýndum fyrir sjónvarpið í nokkur ár, og vorum með þjóðsögur og fleira," sagði Helga, en hún segist sækja mikið í þá ríku hefð Íslendinga. Fimm árum síðar stóð Leikbrúðuland í fyrsta skipti fyrir sýningu í kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11, þar sem það hafði aðsetur í mörg ár. „Við sýndum alltaf klukkan þrjú á sunnudögum yfir veturinn," sagði Helga. „Síðan við misstum það húsnæði höfum svo sýnt í leikskólum og bara hvar sem við erum pantaðar á veturna," bætti hún við. Brúðuleikritið Vinátta er ferðasýning og verður sýnt í leikskólum, grunnskólum, kirkjum og samkomuhúsum í Reykjavík og út um landið. Forsýningin á verkinu fer fram í Gerðubergi klukkan tvö í dag, og frumsýningin sólarhring síðar. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikbrúðuland frumsýnir Vináttu í Gerðubergi um helgina. Sýningin samanstendur af fjórum stuttum verkum um ýmsar hliðar vináttu. Það eru þau Helga Steffensen, Örn Árnason, Erna Guðmarsdóttir og Aldís Davíðsdóttir sem eiga veg og vanda af sýningunni, sem samanstendur af verkunum Vökudraumur, Regnbogafiskurinn, Risinn eigingjarni og Prinsessan og froskurinn. „Þetta er fjórða verkefnið sem Örn vinnur með okkur," sagði Helga Steffensen, ein upphafskvenna Leikbrúðulands. Örn skrifaði handritið að verkinu ásamt Leikbrúðulandi og leikstýrir jafnframt sýningunni. Leikbrúðuland á fjörutíu ára starfsafmæli á næsta ári, en hópurinn sem kemur að sýningum þess er nokkuð breytilegur. „Ég, Erna, Bryndís Gunnarsdóttir og Hallveig Thorlacius erum upphafsmanneskjurnar og unnum saman í mörg ár. Undanfarið höfum Erna og ég búið til brúður og handrit, en við fáum svo alltaf einhvern annan með okkur," útskýrði Helga. Leikbrúðuland varð til á brúðugerðarnámskeiði á vegum Sjónvarpsins og Myndlista- og Handíðaskólans árið 1968. „Við sýndum fyrir sjónvarpið í nokkur ár, og vorum með þjóðsögur og fleira," sagði Helga, en hún segist sækja mikið í þá ríku hefð Íslendinga. Fimm árum síðar stóð Leikbrúðuland í fyrsta skipti fyrir sýningu í kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11, þar sem það hafði aðsetur í mörg ár. „Við sýndum alltaf klukkan þrjú á sunnudögum yfir veturinn," sagði Helga. „Síðan við misstum það húsnæði höfum svo sýnt í leikskólum og bara hvar sem við erum pantaðar á veturna," bætti hún við. Brúðuleikritið Vinátta er ferðasýning og verður sýnt í leikskólum, grunnskólum, kirkjum og samkomuhúsum í Reykjavík og út um landið. Forsýningin á verkinu fer fram í Gerðubergi klukkan tvö í dag, og frumsýningin sólarhring síðar.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira