Átök innan réttarsala og utan 11. febrúar 2007 00:01 ákærur Þingfestar Kastljós innlendra og erlendra fjölmiðla beindist að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum ákærðum þegar ákærur voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur.Fréttablaðið/E.ól. Eitt flóknasta og umfangsmesta sakamál sem fjallað hefur verið um í íslensku réttarkerfi hófst formlega með húsleit í höfuðstöðvum Baugs Group við lok vinnudags 28. ágúst 2002. Málið allt hefur fengið viðurnefnið Baugsmálið, og hefur verið fjallað gríðarlega mikið um málið í fjölmiðlum síðan það komst í hámæli með húsleitinni. Um aðdraganda húsleitarinnar var fjallað í Fréttablaðinu í gær, hér verður kastljósinu beint að því hvað gerðist eftir að húsleitin var afstaðin, þegar klukkan var að nálgast miðnætti 28. ágúst. Baugur Group brást strax við húsleitinni með því að krefjast þess að dómstólar úrskurðuðu um lögmæti hennar, og gögnum sem fengust yrði skilað. Upplýsingar sem fjölmiðlar höfðu um húsleitina voru afar takmarkaðar. Ríkislögreglustjóri tjáði sig ekki um leitina, og það gerði ekki heldur kærandinn, Jón Gerald Sullenberger, eða lögmaður hans, Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttaskrif af húsleitinni byggðust því nær eingöngu á því sem fram kom í tilkynningu stjórnar Baugs til Kauphallar Íslands, og því sem fram kom í kæru lögmanns Baugs til héraðsdóms. Ásökun Jóns Geralds var meðal annars sú að stjórnendur Baugs hefðu „með röngum reikningum látið Baug hf. greiða verulegar fjárhæðir til kaupa á skemmtibátnum The Viking Miami í Flórída í Bandaríkjunum sem þeir eiga í félagi við Jón Gerald Sullenberger sem er viðskiptafélagi þeirra sem þar býr,“ eins og sagði í kröfu ríkislögreglustjóra frá þessum tíma.Debet eða kredit?Lögmenn og skjöl Bæta þurfti við borðum fyrir verjendur sakborninga í upphaflegu Baugsmáli þar sem fimm lögmenn vörðu sex sakborninga. Lögmenn hafa þurft að fara yfir gríðarlegt magn gagna vegna málsins.Fréttablaðið/GVAHreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, kærði húsleitina til héraðsdóms. Í kærunni kom fram að rannsókn lögreglu hefði byggst á tveimur meginþáttum. Í fyrsta lagi var grunur um misferli vegna 33 reikninga sem Nordica Inc., fyrirtæki Jóns Geralds í Bandaríkjunum, gerði til Baugs. Í öðru lagi snerist rannsóknin um að upplýsa hvort reikningur að upphæð tæplega 590 þúsund bandaríkjadala, sem í ágúst 2002 jafngiltu um 52 milljónum króna, hafi verið gjaldfærður í bókhaldi Baugs, og hvar greiðsla vegna reikningsins hafi endað. Talsvert hefur verið rætt um þennan 52 milljóna króna reikning sem lögreglan vildi vita hvort hefði verið gjaldfærður, og hver hefði fengið hann greiddan. Í kæru lögmanns Baugs kom fram að um misskilning lögreglu væri að ræða, þeir hefðu, að því er virtist, ekki áttað sig á muninum á hugtökunum debet og kredit. Reikningurinn hafi þannig verið kredit-reikningur frá Nordica Inc., og hafi verið færður til tekna í bókhaldi Baugs, en ekki sem útgjöld eins og lögregla hafði talið. Dómstólar höfnuðu kröfu Baugs um að húsleitin yrði úrskurðuð ólögmæt, með þeim rökum að ekki væri hægt að bera húsleitarúrskurð undir dómara eftir að húsleit er lokið. Frá upphafi hafa forsvarsmenn Baugs haldið því fram að rannsókn lögreglu áður en til húsleitar kom hafi verið ábótavant. Jón Gerald lagði fram kæru sína, og gögn henni til stuðnings, sunnudaginn 25. ágúst 2002. Húsleitin var gerð klukkan 17 miðvikudaginn 28. ágúst. Þannig hafði lögreglan aðeins rúma þrjá sólarhringa til að yfirheyra Jón Gerald og rannsaka ásakanir hans á hendur forsvarsmönnum Baugs áður en gerð var húsleit hjá fyrirtækinu. Ástæða þess að húsleit lögreglu einmitt á þessum tímapunkti hefur verið gagnrýnd svo harkalega er ekki síst sú að á þessum tíma vann kaupsýslumaðurinn Phillip Green að yfirtökutilboði í bresku fataverslunarkeðjuna Arcadia upp á um 109 milljarða króna, með stuðningi Baugs, sem átti 20 prósent í Arcadia. Green sagði fjölmiðlum að húsleitin hefði skaðað tilboðið, og svo fór að Green keypti hlut Baugs í Arcadia og Baugur tók ekki þátt í yfirtökutilboðinu. Málið var til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra frá því húsleitin var gerð, og voru margir yfirheyrðir vegna málsins, sumir með stöðu grunaðra manna en aðrir sem vitni.Fyrsta ákæran gefin útHinn 1. júlí 2005 gaf ríkislögreglustjóri út fyrstu ákæruna í málinu, sem var orðið þekkt sem Baugsmálið. Ákæran var í 40 liðum, og þar voru sex ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir, Jóhannes Jónsson, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Ákært var vegna brota á almennum hegningarlögum, og brota á lögum um bókhald, ársreikninga og hlutafélög. Ákærðu lýstu sig öll saklaus af öllum ákærum við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur, og verjendur þeirra héldu því fram að vart stæði steinn yfir steini í ákærunni, sem væri óljós og meingölluð. Svo fór að fjallað var um ágallana fyrir héraðsdómi, og í september vísaði svo dómurinn málinu frá í heild sinni. Sækjandi í málinu, Jón H. Snorrason, þáverandi saksóknari og yfirmaður efnhagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, kærði frávísunina til Hæstaréttar. Hæstiréttur dæmdi í málinu 10. október 2005, og vísaði 32 af 40 ákæruliðum frá, en lagði fyrir héraðsdóm að fjalla efnislega um ákæruliðina átta sem eftir stóðu. Í framhaldinu ákvað Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að segja sig frá rannsókn málsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Haraldur: „Ég held það sé heppilegast vegna framgangs málsins, framtíð þessa máls, að ríkissaksóknari taki ákvarðanir um þau efni. Það er hægt með rökum að halda því fram að ríkislögreglustjóra-embættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í málinu.“ Bogi Nilsson ríkissaksóknari tók þó ekki við málinu þar sem hann taldi tengsl sín við starfsmann KPMG endurskoðunarfyrirtækisins, sem endurskoðendur Baugs Group, gera sig vanhæfan. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra því Sigurð Tómas Magnússon ríkissaksóknara í málinu. Sigurður Tómas tók við málinu og flutti ákæruliðina átta í héraðsdómi snemma árs 2006. Hinn 17. mars voru ákærðu sýknuð af öllum ákærum í héraði. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar vegna sex af átta ákæruliðum. Hæstiréttur staðfesti svo með dómi sínum frá 25. janúar 2007 sýknudóm héraðsdóms.Endurákærur verða nýtt dómsmálSamkvæmt íslenskum lögum er heimilt að gefa út endurákæru hafi dómstólar vísað ákærum frá, og þá heimild nýtti Sigurður Tómas þegar hann gaf út endurákæru í 19 liðum vegna hluta ákæruliðana 32 sem Hæstiréttur hafði vísað frá. Endurákæran var gefin út 31. mars 2006, og ákærðir voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, en auk þeirra var Jón Gerald Sullenberger nú ákærður í fyrsta skipti í málinu. Endurákærurnar urðu að öðru dómsmáli heldur en upphaflegu ákæruliðirnir, og voru því um tíma tveir aðskildir angar af Baugsmálinu í gangi fyrir íslenskum dómstólum. Verjendur kröfðust þess að endurákærunum yrði vísað frá, og að endingu fór svo að héraðsdómur vísaði frá fyrsta ákæruliðnum, og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Í fyrsta ákæruliðnum var Jón Ásgeir Jóhannesson sakaður um fjársvik eða umboðssvik með því að leyna stjórn Baugs upplýsingum við kaup Baugs á Vöruveltunni, fyrirtæki sem átti og rak 10-11 verslunarkeðjuna. Dómara þótti óskýrt í ákærunni hvernig sú atburðarás sem lýst er í ákæruliðnum varðaði við lög. Þriðji anginn af Baugsmálinu lét á sér kræla haustið 2006, skömmu eftir að fyrsta ákærulið endurákæru var vísað frá. Það er rannsókn á skattamálum einstaklinga tengdum Baugi. Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að bæði hann og samstarfsmenn hans hefðu verið boðaðir í yfirheyrslur á ný vegna meintra skattalagabrota hans sjálfs, sem og brota í rekstri Baugs Group og Fjárfestingafélagsins Gaums. Jón Ásgeir gagnrýndi það harðlega að sömu menn og hefðu áður lýst sig óhæfa til að fjalla um mál honum tengt eftir frávísun á ákæruliðum fyrstu ákærunnar sæju sig nú þess umkomna að rannsaka hann og fjölskyldu hans á nýjan leik. Kröfðust lögmenn Jóns Ásgeirs, systur hans Kristínar, og föður þeirra Jóhannesar Jónssonar, auk lögmanna Stefáns H. Hilmarssonar og Tryggva Jónssonar, þess að dómstólar úrskurðuðu lögreglurannsóknina ólögmæta, en til vara að forsvarsmenn embættisins yrðu úrskurðaðir vanhæfir til að fjalla um málið, og þar með undirmenn þeirra allir. Þessu mótmælti saksóknari ríkislögreglustjóra á þeim grundvelli meðal annars að embættið hefði aldrei lýst sig vanhæft til að fjalla um öll mál tengd þessum einstaklingum.Ríkislögreglustjóri vanhæfurÚr varð að endingu að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði þann 18. desember að Haraldur Johannesen ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, saksóknari efnahagsbrota, væru vanhæfir til að fjalla um málið, en starfsmenn þeirra ekki. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð 23. janúar síðastliðinn hvað varðaði Harald, en taldi Jón H. Snorrason ekki vanhæfan. Ekki kemur þó til að Jón H. komi frekar að málinu því hann hefur flust til í starfi hjá lögreglunni. Skömmu síðar setti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Egil Guðjónsson, sýslumann í Reykjavík, í starf ríkislögreglustjóra í málinu. Nú er því ólokið tveimur öngum Baugsmálsins, en einum hefur verið lokið. Upphaflegum ákærum hefur verið vísað frá að hluta og sýknað í því sem eftir stóð. Rannsókn á meintum skattalagabrotum er í gangi, og engin ákæra hefur verið gefin út vegna þessa. Sá hluti málsins sem varð til þegar endurákært var eftir frávísun á 32 af 40 ákæruliðum verður tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, mánudag. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Eitt flóknasta og umfangsmesta sakamál sem fjallað hefur verið um í íslensku réttarkerfi hófst formlega með húsleit í höfuðstöðvum Baugs Group við lok vinnudags 28. ágúst 2002. Málið allt hefur fengið viðurnefnið Baugsmálið, og hefur verið fjallað gríðarlega mikið um málið í fjölmiðlum síðan það komst í hámæli með húsleitinni. Um aðdraganda húsleitarinnar var fjallað í Fréttablaðinu í gær, hér verður kastljósinu beint að því hvað gerðist eftir að húsleitin var afstaðin, þegar klukkan var að nálgast miðnætti 28. ágúst. Baugur Group brást strax við húsleitinni með því að krefjast þess að dómstólar úrskurðuðu um lögmæti hennar, og gögnum sem fengust yrði skilað. Upplýsingar sem fjölmiðlar höfðu um húsleitina voru afar takmarkaðar. Ríkislögreglustjóri tjáði sig ekki um leitina, og það gerði ekki heldur kærandinn, Jón Gerald Sullenberger, eða lögmaður hans, Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttaskrif af húsleitinni byggðust því nær eingöngu á því sem fram kom í tilkynningu stjórnar Baugs til Kauphallar Íslands, og því sem fram kom í kæru lögmanns Baugs til héraðsdóms. Ásökun Jóns Geralds var meðal annars sú að stjórnendur Baugs hefðu „með röngum reikningum látið Baug hf. greiða verulegar fjárhæðir til kaupa á skemmtibátnum The Viking Miami í Flórída í Bandaríkjunum sem þeir eiga í félagi við Jón Gerald Sullenberger sem er viðskiptafélagi þeirra sem þar býr,“ eins og sagði í kröfu ríkislögreglustjóra frá þessum tíma.Debet eða kredit?Lögmenn og skjöl Bæta þurfti við borðum fyrir verjendur sakborninga í upphaflegu Baugsmáli þar sem fimm lögmenn vörðu sex sakborninga. Lögmenn hafa þurft að fara yfir gríðarlegt magn gagna vegna málsins.Fréttablaðið/GVAHreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, kærði húsleitina til héraðsdóms. Í kærunni kom fram að rannsókn lögreglu hefði byggst á tveimur meginþáttum. Í fyrsta lagi var grunur um misferli vegna 33 reikninga sem Nordica Inc., fyrirtæki Jóns Geralds í Bandaríkjunum, gerði til Baugs. Í öðru lagi snerist rannsóknin um að upplýsa hvort reikningur að upphæð tæplega 590 þúsund bandaríkjadala, sem í ágúst 2002 jafngiltu um 52 milljónum króna, hafi verið gjaldfærður í bókhaldi Baugs, og hvar greiðsla vegna reikningsins hafi endað. Talsvert hefur verið rætt um þennan 52 milljóna króna reikning sem lögreglan vildi vita hvort hefði verið gjaldfærður, og hver hefði fengið hann greiddan. Í kæru lögmanns Baugs kom fram að um misskilning lögreglu væri að ræða, þeir hefðu, að því er virtist, ekki áttað sig á muninum á hugtökunum debet og kredit. Reikningurinn hafi þannig verið kredit-reikningur frá Nordica Inc., og hafi verið færður til tekna í bókhaldi Baugs, en ekki sem útgjöld eins og lögregla hafði talið. Dómstólar höfnuðu kröfu Baugs um að húsleitin yrði úrskurðuð ólögmæt, með þeim rökum að ekki væri hægt að bera húsleitarúrskurð undir dómara eftir að húsleit er lokið. Frá upphafi hafa forsvarsmenn Baugs haldið því fram að rannsókn lögreglu áður en til húsleitar kom hafi verið ábótavant. Jón Gerald lagði fram kæru sína, og gögn henni til stuðnings, sunnudaginn 25. ágúst 2002. Húsleitin var gerð klukkan 17 miðvikudaginn 28. ágúst. Þannig hafði lögreglan aðeins rúma þrjá sólarhringa til að yfirheyra Jón Gerald og rannsaka ásakanir hans á hendur forsvarsmönnum Baugs áður en gerð var húsleit hjá fyrirtækinu. Ástæða þess að húsleit lögreglu einmitt á þessum tímapunkti hefur verið gagnrýnd svo harkalega er ekki síst sú að á þessum tíma vann kaupsýslumaðurinn Phillip Green að yfirtökutilboði í bresku fataverslunarkeðjuna Arcadia upp á um 109 milljarða króna, með stuðningi Baugs, sem átti 20 prósent í Arcadia. Green sagði fjölmiðlum að húsleitin hefði skaðað tilboðið, og svo fór að Green keypti hlut Baugs í Arcadia og Baugur tók ekki þátt í yfirtökutilboðinu. Málið var til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra frá því húsleitin var gerð, og voru margir yfirheyrðir vegna málsins, sumir með stöðu grunaðra manna en aðrir sem vitni.Fyrsta ákæran gefin útHinn 1. júlí 2005 gaf ríkislögreglustjóri út fyrstu ákæruna í málinu, sem var orðið þekkt sem Baugsmálið. Ákæran var í 40 liðum, og þar voru sex ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir, Jóhannes Jónsson, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Ákært var vegna brota á almennum hegningarlögum, og brota á lögum um bókhald, ársreikninga og hlutafélög. Ákærðu lýstu sig öll saklaus af öllum ákærum við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur, og verjendur þeirra héldu því fram að vart stæði steinn yfir steini í ákærunni, sem væri óljós og meingölluð. Svo fór að fjallað var um ágallana fyrir héraðsdómi, og í september vísaði svo dómurinn málinu frá í heild sinni. Sækjandi í málinu, Jón H. Snorrason, þáverandi saksóknari og yfirmaður efnhagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, kærði frávísunina til Hæstaréttar. Hæstiréttur dæmdi í málinu 10. október 2005, og vísaði 32 af 40 ákæruliðum frá, en lagði fyrir héraðsdóm að fjalla efnislega um ákæruliðina átta sem eftir stóðu. Í framhaldinu ákvað Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að segja sig frá rannsókn málsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Haraldur: „Ég held það sé heppilegast vegna framgangs málsins, framtíð þessa máls, að ríkissaksóknari taki ákvarðanir um þau efni. Það er hægt með rökum að halda því fram að ríkislögreglustjóra-embættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í málinu.“ Bogi Nilsson ríkissaksóknari tók þó ekki við málinu þar sem hann taldi tengsl sín við starfsmann KPMG endurskoðunarfyrirtækisins, sem endurskoðendur Baugs Group, gera sig vanhæfan. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra því Sigurð Tómas Magnússon ríkissaksóknara í málinu. Sigurður Tómas tók við málinu og flutti ákæruliðina átta í héraðsdómi snemma árs 2006. Hinn 17. mars voru ákærðu sýknuð af öllum ákærum í héraði. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar vegna sex af átta ákæruliðum. Hæstiréttur staðfesti svo með dómi sínum frá 25. janúar 2007 sýknudóm héraðsdóms.Endurákærur verða nýtt dómsmálSamkvæmt íslenskum lögum er heimilt að gefa út endurákæru hafi dómstólar vísað ákærum frá, og þá heimild nýtti Sigurður Tómas þegar hann gaf út endurákæru í 19 liðum vegna hluta ákæruliðana 32 sem Hæstiréttur hafði vísað frá. Endurákæran var gefin út 31. mars 2006, og ákærðir voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, en auk þeirra var Jón Gerald Sullenberger nú ákærður í fyrsta skipti í málinu. Endurákærurnar urðu að öðru dómsmáli heldur en upphaflegu ákæruliðirnir, og voru því um tíma tveir aðskildir angar af Baugsmálinu í gangi fyrir íslenskum dómstólum. Verjendur kröfðust þess að endurákærunum yrði vísað frá, og að endingu fór svo að héraðsdómur vísaði frá fyrsta ákæruliðnum, og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Í fyrsta ákæruliðnum var Jón Ásgeir Jóhannesson sakaður um fjársvik eða umboðssvik með því að leyna stjórn Baugs upplýsingum við kaup Baugs á Vöruveltunni, fyrirtæki sem átti og rak 10-11 verslunarkeðjuna. Dómara þótti óskýrt í ákærunni hvernig sú atburðarás sem lýst er í ákæruliðnum varðaði við lög. Þriðji anginn af Baugsmálinu lét á sér kræla haustið 2006, skömmu eftir að fyrsta ákærulið endurákæru var vísað frá. Það er rannsókn á skattamálum einstaklinga tengdum Baugi. Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að bæði hann og samstarfsmenn hans hefðu verið boðaðir í yfirheyrslur á ný vegna meintra skattalagabrota hans sjálfs, sem og brota í rekstri Baugs Group og Fjárfestingafélagsins Gaums. Jón Ásgeir gagnrýndi það harðlega að sömu menn og hefðu áður lýst sig óhæfa til að fjalla um mál honum tengt eftir frávísun á ákæruliðum fyrstu ákærunnar sæju sig nú þess umkomna að rannsaka hann og fjölskyldu hans á nýjan leik. Kröfðust lögmenn Jóns Ásgeirs, systur hans Kristínar, og föður þeirra Jóhannesar Jónssonar, auk lögmanna Stefáns H. Hilmarssonar og Tryggva Jónssonar, þess að dómstólar úrskurðuðu lögreglurannsóknina ólögmæta, en til vara að forsvarsmenn embættisins yrðu úrskurðaðir vanhæfir til að fjalla um málið, og þar með undirmenn þeirra allir. Þessu mótmælti saksóknari ríkislögreglustjóra á þeim grundvelli meðal annars að embættið hefði aldrei lýst sig vanhæft til að fjalla um öll mál tengd þessum einstaklingum.Ríkislögreglustjóri vanhæfurÚr varð að endingu að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði þann 18. desember að Haraldur Johannesen ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, saksóknari efnahagsbrota, væru vanhæfir til að fjalla um málið, en starfsmenn þeirra ekki. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð 23. janúar síðastliðinn hvað varðaði Harald, en taldi Jón H. Snorrason ekki vanhæfan. Ekki kemur þó til að Jón H. komi frekar að málinu því hann hefur flust til í starfi hjá lögreglunni. Skömmu síðar setti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Egil Guðjónsson, sýslumann í Reykjavík, í starf ríkislögreglustjóra í málinu. Nú er því ólokið tveimur öngum Baugsmálsins, en einum hefur verið lokið. Upphaflegum ákærum hefur verið vísað frá að hluta og sýknað í því sem eftir stóð. Rannsókn á meintum skattalagabrotum er í gangi, og engin ákæra hefur verið gefin út vegna þessa. Sá hluti málsins sem varð til þegar endurákært var eftir frávísun á 32 af 40 ákæruliðum verður tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, mánudag.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira