Stóriðjunni ofaukið 21. febrúar 2007 06:00 Það voru athyglisverðar tölur sem birtust á dögunum um flutninga Íslendinga innanlands milli landshluta. Þar kom í ljós að eftir viðamestu og dýrustu byggðaaðgerðir í sögu þjóðarinnar og einstakan uppgangstíma höfðu 45 fleiri Íslendingar flutt úr Austfjarðakjördæmi en flutt höfðu sig þangað. Vonandi er þetta ekki vísbending um að þegar til kemur hafi Reyðarál verið reist á röngum forsendum: Það verði ekki til að draga úr fólksflótta í kjördæminu, heldur einungis til að skipta um íbúa og laða útlendinga til starfa í erlendri fabrikku þar sem framlag Íslendinga yrði það eitt að leggja til ódýrt rafmagn, jafnvel niðurgreitt af íslenskum skattgreiðendum! Þessi staðreynd ætti þó að hringja viðvörunarbjöllum hjá ýmsum þeim sveitastjórnarmönnum, sem nú sækjast eftir að leysa söluskrifstofur framsóknarmanna í iðnaðarráðuneytinu af hólmi og bjóða álfurstunum hvers konar fríðindi ef þeir bara vilji slá sig niður hjá sér. Var ekki nýlega haft eftir formanni verkalýðsfélagsins á Húsavík að hann hefði nú þegar 108 útlendinga í félaginu? Hvaðan á þá vinnuaflið að koma til að vinna í væntanlegri álbræðslu Alcoa þar? Man nokkur núna hvernig Finnur Ingólfsson kynnti Ísland í auglýsingabæklingum söluskrifstofunnar: Á Íslandi væri gnægð ódýrs vinnuafls, sem bæði væri vel menntað, þjált og auðsveipt, þar væru mengunarreglur fáar og rúmar og ótakmarkaða ódýra orku að fá. Það var raunar rétt að árin á undan hafði borið á töluverðu atvinnuleysi og Íslendingar höfðu dregist aftur úr nágrannaþjóðunum í launum, menn höfðu takmarkaða tilfinningu fyrir þeim gæðum, sem fólgin voru í ósnortinni náttúru og umræðan um hnattræna hlýnum vegna iðnaðarmengunar mannsins var á byrjunarreit. Svo var líka komið að endimörkum nýtingar auðlinda hafsins. Því var ekki nema eðlilegt að menn litu til orkunnar í fallvötnum og iðrum jarðar, sem mögulegs aflgjafa nýrrar framfarasóknar. En skjótt skipast veður í lofti. Í raun var skipt um hagkerfi í landinu á síðasta áratug 21. aldarinnar. Einkavæðingin og aðlögun að evrópsku efnahagskerfi með aðildinni að EES leystu úr læðingi ótrúlega krafta og á nokkrum árum breyttist þjóðfélagið úr tiltölulega fábreyttu samfélagi frumvinnslugreina í miklu fjölbreyttara samfélag með þjónustugreinar og hátækni í öndvegi. Stærstan hluta 20. aldar hafði íslenskt samfélag átt ótrúlega margt sameiginlegt með austantjaldsþjóðum: Hér var ríkisgeirinn stærri en annars staðar gerðist, og þar við bættist hið mikla veldi SÍS, en einkageirinn tiltölulega lítill og vanmegnugur. Stjórnmálaflokkarnir drottnuðu yfir þjóðlífinu, þeir bjuggu til störf og útveguðu fólki vinnu, greiddu fyrir húsnæðislánum og viðskiptalánum og voru með nefið í hvers manns koppi. En nú er öldin önnur. Stóriðjustefna í anda Sovétríkjanna sálugu, þar sem örfáir kommissarar taka ákvarðanir um umturnun náttúrunnar í þágu iðnvæðingar á ekki lengur við, hafi hún nokkurn tíma verið hugsanleg lausn á vanda þessarar þjóðar. Hið frjálsa hagkerfi hefur reynst svo frjótt við sköpun starfa að stóriðjugeiranum er nánast ofaukið og hann ryður úr vegi jafnmörgum störfum og hann skapar, veldur spennu, þenslu og verðbólgu og skrúfar upp verðlag og vexti, sem aftur bitnar á lífskjörum almennings. Meðan svo er ástatt er miklu skynsamlegra að geyma orkulindirnar til seinni tíma. Þær hlaupa ekki frá okkur. Þvert á móti. Þær eiga einungis eftir að stíga í verði og ástæðulaust að offra þeim á útsöluverði núna. Stóriðjumenn segja raunar samningamenn okkar hafa náð að tengja orkuverðið heimsmarkaðsverðinu á áli og þannig sé það verðtryggt út samningstímann. En verðið er ákveðið í amerískum dollurum og sá gjaldmiðill hefur verið í frjálsu falli mestallt stjórnartímabil frjálshyggjumanna Bush, svo að vafasamt er að hækkun álverðs hafi gert meira en að halda í við lækkun verðgildis dollarans. Allt ber því að sama brunni. Það er ekki skynsamlegt að safna hingað til lands öllum þeim álverum sem löndin beggja vegna Atlantshafsins eru nú sem óðast að losa sig við. Það er skynsamlegt að taka nú virkjanahlé eins og eitt kjörtímabil og nýta þann tíma til að ákveða hvað skuli fortakslaust friða og geyma síðari kynslóðum til ráðstöfunar, og forgangsraða að því búnu þeim virkjunarkostum, sem við teljum rétt að nýta til mengunarlausrar iðju, sem er reiðubúin að kaupa endurnýtanlega orku á hámarksverði. Þetta er líka efnahagslega skynsamlegt, því að það er full þörf á því að kæla hagkerfið og koma því í jafnvægi. Fái stóriðjujarðvöðlarnir til þess umboð þjóðarinnar í kosningunum framundan að vaða um landið eins og Gunnar Birgisson um Heiðmörk, munu áhrif þess ekki einskorðast við eitt kjörtímabil, heldur binda þeir hendur okkar og afkomenda okkar um ókomna áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Það voru athyglisverðar tölur sem birtust á dögunum um flutninga Íslendinga innanlands milli landshluta. Þar kom í ljós að eftir viðamestu og dýrustu byggðaaðgerðir í sögu þjóðarinnar og einstakan uppgangstíma höfðu 45 fleiri Íslendingar flutt úr Austfjarðakjördæmi en flutt höfðu sig þangað. Vonandi er þetta ekki vísbending um að þegar til kemur hafi Reyðarál verið reist á röngum forsendum: Það verði ekki til að draga úr fólksflótta í kjördæminu, heldur einungis til að skipta um íbúa og laða útlendinga til starfa í erlendri fabrikku þar sem framlag Íslendinga yrði það eitt að leggja til ódýrt rafmagn, jafnvel niðurgreitt af íslenskum skattgreiðendum! Þessi staðreynd ætti þó að hringja viðvörunarbjöllum hjá ýmsum þeim sveitastjórnarmönnum, sem nú sækjast eftir að leysa söluskrifstofur framsóknarmanna í iðnaðarráðuneytinu af hólmi og bjóða álfurstunum hvers konar fríðindi ef þeir bara vilji slá sig niður hjá sér. Var ekki nýlega haft eftir formanni verkalýðsfélagsins á Húsavík að hann hefði nú þegar 108 útlendinga í félaginu? Hvaðan á þá vinnuaflið að koma til að vinna í væntanlegri álbræðslu Alcoa þar? Man nokkur núna hvernig Finnur Ingólfsson kynnti Ísland í auglýsingabæklingum söluskrifstofunnar: Á Íslandi væri gnægð ódýrs vinnuafls, sem bæði væri vel menntað, þjált og auðsveipt, þar væru mengunarreglur fáar og rúmar og ótakmarkaða ódýra orku að fá. Það var raunar rétt að árin á undan hafði borið á töluverðu atvinnuleysi og Íslendingar höfðu dregist aftur úr nágrannaþjóðunum í launum, menn höfðu takmarkaða tilfinningu fyrir þeim gæðum, sem fólgin voru í ósnortinni náttúru og umræðan um hnattræna hlýnum vegna iðnaðarmengunar mannsins var á byrjunarreit. Svo var líka komið að endimörkum nýtingar auðlinda hafsins. Því var ekki nema eðlilegt að menn litu til orkunnar í fallvötnum og iðrum jarðar, sem mögulegs aflgjafa nýrrar framfarasóknar. En skjótt skipast veður í lofti. Í raun var skipt um hagkerfi í landinu á síðasta áratug 21. aldarinnar. Einkavæðingin og aðlögun að evrópsku efnahagskerfi með aðildinni að EES leystu úr læðingi ótrúlega krafta og á nokkrum árum breyttist þjóðfélagið úr tiltölulega fábreyttu samfélagi frumvinnslugreina í miklu fjölbreyttara samfélag með þjónustugreinar og hátækni í öndvegi. Stærstan hluta 20. aldar hafði íslenskt samfélag átt ótrúlega margt sameiginlegt með austantjaldsþjóðum: Hér var ríkisgeirinn stærri en annars staðar gerðist, og þar við bættist hið mikla veldi SÍS, en einkageirinn tiltölulega lítill og vanmegnugur. Stjórnmálaflokkarnir drottnuðu yfir þjóðlífinu, þeir bjuggu til störf og útveguðu fólki vinnu, greiddu fyrir húsnæðislánum og viðskiptalánum og voru með nefið í hvers manns koppi. En nú er öldin önnur. Stóriðjustefna í anda Sovétríkjanna sálugu, þar sem örfáir kommissarar taka ákvarðanir um umturnun náttúrunnar í þágu iðnvæðingar á ekki lengur við, hafi hún nokkurn tíma verið hugsanleg lausn á vanda þessarar þjóðar. Hið frjálsa hagkerfi hefur reynst svo frjótt við sköpun starfa að stóriðjugeiranum er nánast ofaukið og hann ryður úr vegi jafnmörgum störfum og hann skapar, veldur spennu, þenslu og verðbólgu og skrúfar upp verðlag og vexti, sem aftur bitnar á lífskjörum almennings. Meðan svo er ástatt er miklu skynsamlegra að geyma orkulindirnar til seinni tíma. Þær hlaupa ekki frá okkur. Þvert á móti. Þær eiga einungis eftir að stíga í verði og ástæðulaust að offra þeim á útsöluverði núna. Stóriðjumenn segja raunar samningamenn okkar hafa náð að tengja orkuverðið heimsmarkaðsverðinu á áli og þannig sé það verðtryggt út samningstímann. En verðið er ákveðið í amerískum dollurum og sá gjaldmiðill hefur verið í frjálsu falli mestallt stjórnartímabil frjálshyggjumanna Bush, svo að vafasamt er að hækkun álverðs hafi gert meira en að halda í við lækkun verðgildis dollarans. Allt ber því að sama brunni. Það er ekki skynsamlegt að safna hingað til lands öllum þeim álverum sem löndin beggja vegna Atlantshafsins eru nú sem óðast að losa sig við. Það er skynsamlegt að taka nú virkjanahlé eins og eitt kjörtímabil og nýta þann tíma til að ákveða hvað skuli fortakslaust friða og geyma síðari kynslóðum til ráðstöfunar, og forgangsraða að því búnu þeim virkjunarkostum, sem við teljum rétt að nýta til mengunarlausrar iðju, sem er reiðubúin að kaupa endurnýtanlega orku á hámarksverði. Þetta er líka efnahagslega skynsamlegt, því að það er full þörf á því að kæla hagkerfið og koma því í jafnvægi. Fái stóriðjujarðvöðlarnir til þess umboð þjóðarinnar í kosningunum framundan að vaða um landið eins og Gunnar Birgisson um Heiðmörk, munu áhrif þess ekki einskorðast við eitt kjörtímabil, heldur binda þeir hendur okkar og afkomenda okkar um ókomna áratugi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun